Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Ný námskeið að hefjast 21 okt

Zumba Gold – byrjendur. kl. 9.20. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 16.900
ZUMBA Gold™, kl.10.30 framhald 60+ dans og leikfimi. Nýtt 8 vikna námskeið 21. okt. kr. 16.900 uppselt.
STERK OG LIÐUG – æfingar og teygjur. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 15.900

Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti feb@feb.is

17/10/2019|

Tölvupóstur

Ágætu félagsmenn. Nú er á leiðinni til ykkar tölvupóstur um starfið framundan. Hann mun berast ykkur núna um helgi.

11/10/2019|

Sviðaveisla 2 nóvember 2019

Árleg Sviðaveisla félagsins verður haldin laugardaginn 2 nóvember í hádeginu. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.

02/10/2019|

Dans alla sunnudaga kl. 20.00 í Stangarhylnum.

Hljómsveit hússins. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap. Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn. kr.1.700

27/09/2019|

Ellert B Schram 80 ára

Þann 10. október nk. verður Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttræður. Um það leyti kemur út sjálfsævisaga hans, Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og gefst vinum hans og velunnurum kostur á að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá útgefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866. Bókin verður send kaupendum um mánaðamótin okt./nóv. 2019.

 

Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir 10 okt. nk. Sé óskað eftir að greiða verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, annars verður stofnuð krafa í heimabanka þegar bókin kemur út. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu.

25/09/2019|

Enskunámskeið.

Námskeið í Ensku verður í október tvisvar  í viku í 4 vikur mánudag og miðvikudaga kl. 13.00 – 14.30 fullt, bættum við tíma kl. 11.00 – 12.30 sömu daga, 7 okt.. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir. Áhersla á talað mál. Skráning í síma 588 2111 eða í tölvupósti  feb@feb.is   Námskeiðið kosta 10.000 kr.

25/09/2019|

Bókmenntahópur Jónínu

Bókmenntahópur Jónínu.

Bókaklúbbur FEB hefst að nýju fimmtudaginn 26. sept. Byrjað verður á að lesa nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslækur. Umræðum stýrir sem fyrr Jónína Guðmundsdóttir.

Þessi bók Bergsveins gerist árið 1784, á miklum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Skaftáreldar eru nýafstaðnir, Móðuharðindin eru að ganga af öllum dauðum og danski kóngurinn gerir út sendimann sinn til að kanna ástandið á Íslandi. Sendimaðurinn er sá sem miðlar sýn höfundar og dregur upp samfélagsmynd. Spennandi saga sem sameinar skáldskap og fræðimennsku. – Þessi saga verður umræðuefni í september og október. Efni nóvembertíma verður ákveðið síðar.

Tímarnir verða kl. 13:00 – 15:00 í Stangarhylnum. ATh. breyttur tími.

 

Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti. Verð 2.500 kr.

Allir velkomnir.

25/09/2019|

DANS sunnudag kl. 20.00

Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll.

14/09/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar