Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Tilkynning til félagsmanna v.aðalfundar

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágr. Verður haldinn 13. febrúar n.k.
Í samræmi við 10. grein félagslaga, óskar uppstillinganefnd eftir áhugasömum félögum til setu í stjórn félagsins.
Tilkynningar þess efnis berist skrifstofu félagsins fyrir 20.desember n.k. með tölvupósti feb@feb.is eða bréflega.
Með félagskveðju

Uppstillinganefnd

Páll Halldórsson
Guðrún Árnadóttir
Sjöfn Ingólfsdóttir

05/12/2019|

Kynning á Heilsuvera.is 5 des. kl. 13.30

Fimmtudaginn 5 des. Kl. 13.30 í sal félagsins Stangarhyl 4
Kynning á Heilsuvera.is – Þjónustuvefsjánni – Þekkingarvefnum – og mínum síðum.
Hvernig hægt er að tengjast Heilsuveru og þjónustan sem er í boði.
Kynnir er Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun.

28/11/2019|

Tónleika í Eldborg, Hörpu 1 des. kl.16.00

ELDHUGAR, eru 300 manna blandaður kór úr átta kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.
Hugmyndina að tónleikunum á Garðar Cortes sem einnig stjórnar kórnum.
Píanóleikari: Sigurður Helgi Oddsson.
Landssamband blandaðra kóra skipuleggur tónleikana.
Kórinn mun flytja glæsileg íslensk kórverk og elskuð lög sem hafa fylgt íslenskri kóramenningu um áratuga skeið. Einnig verða nokkur jólalög á efnisskránni og fjöldasöngur með öllum áheyrendum.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir sinnar tegundar og óhætt að mæla með því að taka þátt í þessum viðburði.
Frjálst sætaval í sal og á 1. svölum.

27/11/2019|

Bókmenntahópur FEB. 28.11. 2019

Síðasti tíminn fyrir jól verður fimmtudaginn 28. nóv. kl. 13:00 – 15:00. Þá verður lokið við að lesa og ræða bók Bergsveins Birgissonar, Lifandilífslækur.
Kl. 14:00 fáum við höfundinn í heimsókn. Hann ætlar að spjalla um bókina og baksvið hennar og svara spurningum sem hópurinn kann að hafa. Endilega notfærið ykkur tækifærið til að kynnast hugarheimi Bergsveins og heyra hvað hann hefur að segja um þetta áhugaverða verk sitt. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

22/11/2019|

Borgarbókasafn í Grófinni.

Langar til að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu Borgarbókasafns, svokölluðu Tæknikaffi. Tæknikaffið er á hverjum fimmtudegi í Borgarbókasafninu í Grófinni milli 16 og 18 og er það starfsfólk safnsins sem aðstoðar gesti við ýmislegt sem tengist tölvum. T.d. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Það eru starfsmenn safnsins sem aðstoða, þeir eru ekki sérfræðingar um tölvu- og tæknimál en kunna ýmislegt vegna daglegrar notkunar á tölvum. Þessi aðstoð er öllum opin og ókeypis!
Öðru hvoru fáum við utanaðkomandi til að kenna eitthvað sérstakt sem tengist tölvum og næsta fimmtudag 7. nóvember kennir Hrönn Traustadóttir ýmislegt um innkaup á netinu.

01/11/2019|

Kynning á íbúðarhóteli á Spáni. kl. 17.00 þriðjudaginn 5 nóv.

Helgafell er nýtt íbúðarhótel á Spáni í eigu Íslendinga það sem gæsileiki og góð þjónusta fara saman á hagstæðu verði. Í boði eru gælsilegar íbúðir með sér garði ásamt aðgengi að sameiginlegri sundlaug. Hvergi er til sparað í hönnun og innrétingu íbúðanna og er aðgengi sérstaklega gott fyrir eldri borgara. Þér er boðið á kynningu Þriðjudaginn 5 nóvember kl. 17. -18.30 í húsakynnum FEB. Stangarhyl 4. Hlökkum til að sjá ykkur.

01/11/2019|

Bókmenntahópur FEB.

Næsti tími verður fimmtudaginn 31. okt., kl 13:00 – 15:00. Haldið verður áfram að lesa Lifandilífslæk eftir Bergsvein Birgisson. Fylgst verður áfram með Magnúsi Árelíusi og úttekt hans á mannlífinu á Ströndum. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

29/10/2019|

Tölvunámskeið hefst 4 nóvember.

Að ná tökum á tækninni

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla (Google Chrome, Safari, Internet Explorer) sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook, YouTube og Netflix.

Viðfangsefnin munu taka mið af stöðu og áhuga þátttakenda.

Námskeiðið fer fram í Stangarhyl 4. dagana 4 og 11 nóvember og næsta námskeið, 18. og 25. nóvember kl. 13:30 til 15:30.
Kennari er Þórunn Óskarsdóttir, tölvu- og upplýsingatæknikennari

28/10/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar