Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Skrifstofa FEB verður lokuð vegna sumarleyfa 16. júlí – 3. ágúst 2018

Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 10.00.

13/07/2018|

Byggingar FEB við Árskóga 1-3

HÉR má sjá teikningar og annað er varðar byggingar félagsins við Árskóga 1- 3 í Suður Mjódd.

13/07/2018|

DANS sunnudag kl. 20.00 í Stangarhyl 4

Dansleikur sunnudag kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hin mjög svo vinsæla Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi að sínum hætti. Mætum öll og vel það.

13/07/2018|

Staðreyndir fyrir þingmenn og aðra…..

Ágæti þingmaður
Svona um hásumarið þegar allt liggur í dróma, leyfum við okkur að rjúfa kyrrðina og benda ykkur og þjóðinni á nokkrar staðreyndir – en bara ein á dag, svo enginn verði nú fyrir áfalli……….

70% ellilífeyrisþega hafa 305 þús. kr. á mán. eða minna til ráðstöfunar eftir skatt, og 30% þeirra hafa innan við 250 þús. kr. eftir skatt.

11/07/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

04/07/2018|

Hvernig á að lagfæra kjör aldraðra?

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar.  (meira…)

04/07/2018|

GÖNGUHÓPUR

Minnum á að gönguhópurinn okkar fer aldrei í frí og er gengið alla miðvikudaga allan ársins hring kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Allir eru velkomnir með.

03/07/2018|

Færeyjaferð í október og svo viðbótar Aðventuferð

Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast öllu  inniföldu.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – vegna mikils áhuga og bókana höfum við bætt við þriðju ferðinni, 2. – 5. desember.
Skráning er á feb@feb.is / síma 5882111. 
Nánari lýsing HÉR

02/07/2018|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar