Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Námskeið – Sterk og liðug. 8 vikur hefst 13. janúar.

Sterk og liðug er námskeið fyrir konur og karlmenn 60 ára og eldri. Tímarnir verða sérsniðnar að þátttakendum og þörfum þeirra. Við byrjum á léttri upphitun og og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðleika. Eftir það gerum við rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu, minnka bakverki, verki í hnjám og mjöðmum. Í lok tímans gerum við árangursríkar teygjur á meðan líkaminn er ennþá heitur til að lengja vöðvana og vinna gegn gigtarverkjum. Þetta námskeið verður sérsniðið fyrir fólk á besta aldri, sem er ungt í anda, en hefur ekki lengur líkama til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Þú getur ennþá stundað markvissa þjálfun án þess að ofreyna liðamótin. Við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur með hækkandi aldri til þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

10/01/2020|

Íslendingasögunmámskeið 17.janúar.

ÍSLENDINGASÖGUR,  Námskeið um Eyrbyggja sögu hefst föstudaginn 17. Janúar  og stendur í tíu vikur, til 20. mars.
Kl. 13 -15 með kaffihléi og ef næg þátttaka fæst verður bætt við námskeiði kl. 10 -12 sömu daga.
Eyrbyggja, er kraftmikil saga um stórbrotna karla og konur, og nægir þar að nefna Snorra goða á Helgafelli og Þuríði hálfsystur hans á Fróða. Þarna er margt sem ræða þarf! Svo má minna á að sagan þolir vel annan lestur!
Ætlunin er síðan að fara dagsferð á söguslóðir næsta haust. (Í maí er fyrirhuguð ferð á slóðir Laxdælu í framhaldi af námskeiðinu sem nú er nýlokið.)
kr.18.000 fyrir félagsmenn og 19.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Umsjónamaður sem fyrr Baldur Hafstað.
Skráning á feb@feb.is / síma 5882111.

09/01/2020|

Yfirlýsing frá FEB- félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um ferðamál.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi.
FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi.
Sem fyrr þá mun Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efna til fjölbreyttra ferðalaga fyrir félagsmenn sína á nýbyrjuðu ári, bæði innanlands og utan. Þegar er búið að ákveða ferð til Pétursborgar í Rússlandi á vordögum, þegar allt verður í blóma þar eystra, og innan tíðar verður ferðaáætlun sumarsins kynnt.

08/01/2020|

Opnunartími félagsins um hátíðarnar.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni óskar félagsmönnum  og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með  þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins verður lokuð á milli jóla og nýjárs. Opnum aftur annan janúar kl. 10.00

20/12/2019|

Rauða Menningarkortið 67+

Sunnudaginn 22. desember fá handhafar Rauða Menningarkortsins 67+ 25% afslátt af veitingum á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

16/12/2019|

Tilkynning til félagsmanna v.aðalfundar

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágr. Verður haldinn 13. febrúar n.k.
Í samræmi við 10. grein félagslaga, óskar uppstillinganefnd eftir áhugasömum félögum til setu í stjórn félagsins.
Tilkynningar þess efnis berist skrifstofu félagsins fyrir 20.desember n.k. með tölvupósti feb@feb.is eða bréflega.
Með félagskveðju

Uppstillinganefnd

Páll Halldórsson
Guðrún Árnadóttir
Sjöfn Ingólfsdóttir

05/12/2019|

Kynning á Heilsuvera.is 5 des. kl. 13.30

Fimmtudaginn 5 des. Kl. 13.30 í sal félagsins Stangarhyl 4
Kynning á Heilsuvera.is – Þjónustuvefsjánni – Þekkingarvefnum – og mínum síðum.
Hvernig hægt er að tengjast Heilsuveru og þjónustan sem er í boði.
Kynnir er Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun.

28/11/2019|

Tónleika í Eldborg, Hörpu 1 des. kl.16.00

ELDHUGAR, eru 300 manna blandaður kór úr átta kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.
Hugmyndina að tónleikunum á Garðar Cortes sem einnig stjórnar kórnum.
Píanóleikari: Sigurður Helgi Oddsson.
Landssamband blandaðra kóra skipuleggur tónleikana.
Kórinn mun flytja glæsileg íslensk kórverk og elskuð lög sem hafa fylgt íslenskri kóramenningu um áratuga skeið. Einnig verða nokkur jólalög á efnisskránni og fjöldasöngur með öllum áheyrendum.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir sinnar tegundar og óhætt að mæla með því að taka þátt í þessum viðburði.
Frjálst sætaval í sal og á 1. svölum.

27/11/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar