Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar FEB í dag 21. nóv. 2017

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir miklum áhyggjum af því ófremdarástandi  sem ríkir í málefnum veikra eldri borgara sem ekki fá pláss á hjúkrunarheimilum. Mikið hefur verið fjallað um þessi mál á undanförnum árum og fréttir í dag og undanfarna daga sýna svo ekki verður um villst að ekki verður lengur við þetta ástand unað.
Mannréttindabrot gagnvart eldra fólki eru látin viðgangast og það versta er að engar lausnir virðast í sjónmáli til að leysa vandann. Aðgerða er þörf og það strax.
Félag eldri borgara í Reykjavík krefst þess að ráðist verði í það þegar í stað að finna varanlega úrlausn þessara mála.
(meira…)
21/11/2017|

Minnum á fund FEB og Gráa hersins á morgun þriðjudag 21. nóv kl. 17.00 í Stangarhyl 4

Það er auðvelt að standa við loforðin 

20/11/2017|

Alltaf nóg um að vera hjá FEB – vikan 19. – 24. nóv. 2017

Dans sunnudag kl. 20.00
Zumba mánu- og fimmtudag kl. 10.30
Skapandi skrif byrjun mánudag kl. 14.00
Fundur fyrir Koblenz fara kl. 16.45
Skák þriðjudag kl. 13.00
Fundur FEB og Gráa hersins kl. 17.00
Gönguhópur miðvikudag kl. 10.00
Skapandi skrif framhald miðvikudag kl. 14.00
Söngvaka kl. 14.00
Kór miðvikudag kl. 16.30
Bókmenntahópur fimmtudag kl. 14.00
Íslendingasögur föstudag kl. 13.00

20/11/2017|

Fjölmennasti dansleikur FEB

Það fjölgar alltaf á dansleikjum félagsins á sunnudagskvöldum hér í Stangarhylnum þar sem Hljómsveit hússins leikur lög við allra hæfi. Í gærkvöldi 19. nóv. 2017 var fjölmennt, sennilega einn fjölmennasti dansleikur félagsins frá upphafi.

19/11/2017|

Það er auðvelt að standa við loforðin – fundur n.k. þriðjudag 21. nóv. kl. 17.00

Félag eldri borgara í Reykjavík og GRÁI HERINN boða til fundar nú í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þar sem niðurstöður nýrrar rannsóknar á kjörum aldraðra sem dr. Haukur Arnþórsson vann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík eru kynntar.

Fundurinn verður haldinn n.k. þriðjudag, 21. nóvember í Ásgarði, Stangarhyl 4 kl. 17.00 og er öllum opinn. (meira…)

19/11/2017|

Er hægt að efna kosningaloforðin sem gefin voru öldruðum?

Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og Félag eldri borgara í Reykjavík halda fund um málefni aldraðra þar sem niðurstöður nýrrar rannsóknar á kjörum aldraðra sem dr. Haukur Arnþórsson vann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík eru kynntar.
Fundurinn verður haldinn n.k. föstudag, 17. nóvember í stofu 132 í Öskju kl. 12:30 til 13:30 og er öllum opinn.
(meira…)

15/11/2017|

Fundur fyrir ferðalanga til Koblenz

Fundur vegna ferðarinnar og afhending ferðagagna verður haldinn n.k. mánudag 20. nóvember n.k. kl. 16.45 í Ásgarði félagheimili FEB, Stangarhyl 4.
Á fundinum verður farið yfir og afhent ferðaplan og frekari gögn vegna ferðarinnar.
Einnig biðjum við ykkur að íhuga áður og svara á fundinum hvort þið viljið fara í rútu héðan frá Stangarhylnum (og til baka) til Keflavíkur?
Minnum einnig á sérstakt samkomulag FEB og BaseParking vegna geymslu og afhendingu bifreiðar meðan á dvöl erlendis stendur
15/11/2017|

Við treystum loforðunum – segir Ellert B Schram formaður FEB

Æ, ég má til með að hafa formála, þegar ég sendi þessa kveðju til ykkar, kæru lesendur.
Þegar þetta er skrifað, horfi ég nefnilega á snjókomuna utan við gluggann, hvíta jörð og svo kíkir sólin á okkur, bak við skýin. Það rifjast upp fyrir mér hvað það var skemmtilegt að búa til snjóhús úr snjókögglum í garðinum forðum. Eða laumast út á götu og „teika“ aftan á bílunum. Eða draga fram skíðin og renna sér í brekkunum. Og svo voru grafin göng í húsgrunnum og kastað snjóboltum í ljósastaurana. Ég deili þessum æskuminningum mínum með ykkur, kæru jafnaldrar og býð vetrarveðrið velkomið. (meira…)
13/11/2017|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar