Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Hvernig skoða ég og breyti skráningu á heilsugæslustöð?

Til að tryggja öfluga heilsugæslu, bætt aðgengi að góðri og heildstæðri heilbrigðisþjónustu, skiptir miklu máli að allir sjúkratryggðir velji og skrái sig á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni sem fyrst. Hver og einn ræður því hvar hann er skráður og getur valið þá stöð sem honum hentar með tilliti til búsetu eða atvinnu. Umfram allt getur hann valið þá stöð sem að hans mati veitir góða þjónustu.

HÉR má smella til að skoða og breyta á skráningu 

02/12/2016|

Dans sunnudag kl. 20.00

Dans sunnudag kl. 20.00 í Ásgarði Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll og tökum með okkur gesti. 
02/12/2016|

Nýtið ykkur Afsláttarbókina – það munar um minna –

02/12/2016|

Gjafabréf FEB – tilvalið um þessar mundir

Ekki gefa eitthvað, gefðu frekar Gjafabréf FEB

Það er hugurinn sem skiptir máli. Með Gjafabréfi FEB er ekkert mál fyrir viðtakandann að velja rétt. Gjafabréf FEB er tilvalin gjöf og viðtakandinn fær alltaf eitthvað við sitt hæfi hjá FEB – Námskeið, ferð innanlands sem erlendis.

(meira…)

30/11/2016|

Aðventugleði FEB fimmtudaginn 8. desember kl. 15.30

Hin eina og sanna jóladiskódís Helga Möller syngur nokkur lög, Kór FEB, hugvekja, upplestur úr jólabók og fleira.
Boðið upp á óáfengt jólagögg, kaffi og meðlæti. Verð aðeins kr 600.
Engin skráning en bara að mæta öllsömul………

30/11/2016|

KYNNIÐ YKKUR – Ný lög um ellilífeyri 1. janúnar 2017

Kynning Sigríðar Lillý Baldursdóttur forstjóra TR.
Smelltu hér til að sækja kynninguna.

29/11/2016|

Jólamarkaðsferð til Passau á morgun miðvikudag 30. nóv.

Ferðin til Passau er á morgun miðvikudag 30. nóv.
Flogið með  flugi Flugleiða FI532 kl 7.20 til München og lent þar kl. 12.05. Mæting í Keflavík a.m.k. 2 klst fyrir brottför.

Formaður FEB Þórunn Sveinbjörnsdóttir, verður öllum innanhandar í ferðinni – síminn hjá Þórunni er +3548987288

29/11/2016|

Nokkrir þættir úr erindi Hörpu Njáls þann 21.11.2016.

Skerðingar og framfærsluviðmið:
Dugar lífeyrir TR – til mannsæmandi lífskjara?

Það eru nær tuttugu ár síðan undirrituð kallaði fyrst eftir því að stjórnvöld létu gera framfærsluviðmið – sem byggðu á raunframfærslukostnaði á Íslandi. Slík viðmið hefur skort í íslensku samfélagi – sem m.a. endurspeglast í því að á Íslandi hafa stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, ákvarðað lífeyrisgreiðslur og laun án þess að nokkrar forsendur liggi til grundvallar – hvort upphæðir hins opinbera dugi fyrir lágmarks framfærlsukostnaði. Opinber stefnumótun á Íslandi hefur verið mjög lágtekjumiðuð til fjölda ára – sagði Harpa Njáls, félagsfræðingur á fundi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í vikunni. Stjórnvöld hafa ekki látið gera slík framfærsluviðmið – en Velferðarráðuneytið kynnti „Íslensk neysluviðmið“ árið 2011. (meira…)

29/11/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar