Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Lífið er lag – hagsmunir, staða og framtíðarsýn eldri borgara

Tíundi þátturinn af Lífið er lag frá 21. maí s.l. er aðgengilegur hér.
Hér má m.a. fræðast um mál eldri borgara hjá Sjúkratryggingum, liðskiptaaðgerðir,  golfkennslu og fleira.

Smellið hér til að sjá þáttinn

22/05/2019|

Óskað er eftir áhugasömum eldri borgurum til að taka þátt í rýnihópum

Vilt þú stuðla að sjálfstæði
og öryggi eldri borgara með
þátttöku í notendasamfélagi
um velferðartækni?  (meira…)

22/05/2019|

Félagstíðindi FEB í dreifingu og aðgengileg rafrænt

Félagstíðindi 1. tbl. ársins 2019 er í dreifingu til ykkar kæru félagsmenn. Einnig er hægt að nálgast rafræna útgáfu HÉR

22/05/2019|

Fögnum 50 ára afmæli lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði

Landssamband lífeyrissjóða býður til hátíðarsamkomu í Norðurljósasal Hörpu 28. maí n.k. í tilefni af 50 ára afmæli lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Þú getur skráð þig HÉR

20/05/2019|

Pétursborgarfarar komnir heim

Ferðalangar í góðri ferð FEB til Pétursborgar og Helsinki komu til landsins nú síðdegis sunnudag.

19/05/2019|

Spænska mánudag

Spænskutími mánudag kl. 13.30 í Stangarhylnum.

19/05/2019|

DANS sunnudag

 
Dansleikur í Stangarhylnum sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.
17/05/2019|

Fyrsta ferð sumarsins; Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 1. -2. júní n.k.

Félagið efnir til 2ja daga ferðar á þetta svæði. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111
Lagt af stað úr Stangarhyl klukkan 9 um morguninn og ekið sem leið liggur upp í Borgarnes, þar sem höfð verður stutt viðdvöl og við skoðum okkur aðeins um á staðnum. Þaðan verður haldið upp í Norðurárdal  og komið við í Bifröst og kíkt á fossinn Glanna í Norðurá. Þar í hrauninu tökum við upp nestið okkar áður en við höldum um Bröttubrekku og vestur í Dali. Komum við í Búðardal og ökum um Skógarströnd áleiðis til Stykkishólms. (meira…)
13/05/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar