Nýjustu fréttir af starfi félagsins

FERÐIR FEB á næstunni

Reykjanes – falin perla – dagsferð 24. ágúst – laus sæti
Ferð í Fjörðu, Flateyjardal 12. – 15. ágúst – fullbókað / biðlisti
Fjallabaksleið nyrðri 21. ágúst – fullbókað / biðlisti
Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast öll inniföldu.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – vegna mikils áhuga og bókana höfum við bætt við þriðju ferðinni, 2. – 5. desember.
Skráning er á feb@feb.is / síma 5882111. 

Nánari lýsing HÉR

22/06/2018|

DANS sunnudag kl. 20.00

Dansleikur í Stangarhyl 4, n.k. sunnudagskvöld kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll.

21/06/2018|

Tilboð Bílabúðar Benna rennur út nú í lok júní

Vekjum athygli á að sumartilboð Bílabúðar Benna sem kynnt var félagsmönnum FEB í síðasta mánuði gildir til / rennur út 30. júní n.k.

Til að rifja aðeins upp, þá fólst í tilboðinu ákveðinn afsláttur á SsangYong sportjeppunum, Korando og Tivoli auk eldneytiskorts að andvirði 50 þúsund krónur, sem virkjast þegar gengið er frá kaupum. (meira…)

20/06/2018|

GÖNGUHÓPUR

Minnum á að gönguhópurinn okkar fer aldrei í frí og er gengið alla miðvikudaga allan ársins hring kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Allir eru velkomnir með.
Næsta miðvikudag 27. júní verður gengið um Reynisvatn / heiði og er kaffistaður Bakaríið hjá Ingunnarskóla.
19/06/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

18/06/2018|

Þjóðhátíðardagskráin á 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt með skrúðgöngum, tónleikum og fleiru og má skoða hana HÉR Minnum janframt á sunnudagsdansleikinn á sínum hefðbundna tíma kl. 20.00 hér í Ásgarði, Stangarhyl 4.
15/06/2018|

DANS öll sunnudagskvöld

Dansleikir öll sunnudagskvöld kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. 

13/06/2018|

FÆREYJAR

Margir hafa spurt um Færeyjaferð. Því höfum sett upp ferð til Færeyja 24. – 30. október 2018. Farið verður með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur. (meira…)

13/06/2018|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar