Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Fræðslufundur fimmtudag kl. 15.30

Mynd frá Félag eldri borgara í Reykjavík.

23/01/2017|

ZUMBA Gold 60+

ZUMBA Gold í dag mánudag kl. 10.30.

23/01/2017|

Spjall um bækur – hefst 26. janúar kl. 14.00

Fyrsta bókin sem við lesum saman er Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur, skáldsaga með sagnfræðilegu ívafi sem greinir frá ævi Auðar djúpúðgu – skörungs og landnámskonu.

Jónína Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur, sem er okkur flestum kunn fyrir að leiða ljóðahóp félagins, tekur að sér að leiða hópinn. Kannski leiðir þetta okkur út í umræður og leikhúsferð um Sölku Völku síðar í vetur. Hver veit? Lífið er oft ófyrirsjáanlegt.
Leshringurinn hefst fimmtudaginn 26. janúar kl. 14.00 í Stangarhyl 4. Skráning í síma 5882111 /feb@feb.is (meira…)

20/01/2017|

Fundur FEB með ráðherra; Áhersla á atvinnumál og hækkun frítekjumarks eldri borgara

Fundur forsvarsmanna FEB með Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra og öðrum starfsmönnum ráðuneytisns miðvikudaginn 18. janúar. Til fundarins komu af hálfu félagsins þau Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður og Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri og höfðu meðferðis ályktun stjórnar FEB um stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem þau afhentu ráðherra. (meira…)

19/01/2017|

Íslendingasögur hefjast í dag föstudag 20. janúar kl. 13.00 – fræðandi skemmtun í góðum félagsskap

Íslendingasögur hefjast 20. janúar kl. 13.00, með yfirferð um sögur af Austfjörðum. Gögn hafa verið send út á þátttakemdur með skráð netfang. Enn er hægt að bætast í hópinn.
Námskeiðið stendur í tíu vikur (alla föstudaga milli kl. 13 og 15) og því lýkur þann 24. mars. Kennari Baldur Hafstað.

19/01/2017|

Tillögur uppstillingarnefndar liggja fyrir

Í samræmi við 10 grein laga FEB skulu tillögur uppstillingarnefndar liggja frammi á skrifstofu félagsins í fjórar vikur fyrir aðalfund.
(meira…)

19/01/2017|

Þorrablót Skemmtiklúbbsins á laugardaginn – opið öllum félagsmönnum FEB

Nokkrir hafa spurt um Þorrablót og því er til að svara að Skemmtiklúbburinn verður með Þorrablót Skemmtiklúbbsins 2017 í Ásgarði Stangarhyl 4, þann 21. janúar. Húsið opnar kl 19.00 og veislan hefst kl 19.30. OPIÐ ÖLLUM OG ÞAR MEÐ FÉLAGSMÖNNUM FEB –   Gaman saman leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu.
Tryggið ykkur miða með því að senda tölvupóst á netfangið maturogmusik@maturogmusik.is

18/01/2017|

Gönguhópur frá Stangarhyl alla miðvikudaga

Alltaf pláss til að bætast í hópinn. Bara að mæta í Stangarhylinn á miðvikudögum rétt fyrir kl. 10.00 og koma með í holla og létta göngu. Kaffi og rúnstykki á eftir.

18/01/2017|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar