Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Bókmenntastarf hjá FEB – ljóðahópur byrjar á morgun fimmtudag kl. 14.00

Ljóðahópur Jónínu byrjar fimmtudaginn 20. sept. og verður með sama sniði og undanfarin ár.
Fyrsti tími söguhópsins verður fimmtudaginn 27. september kl. 14.00. Þá verður „Skáldsagan um Jón“ eftir Ófeig Sigurðsson tekin til umræðu. Sagan er lögð í munn Jóns Steingrímssonar eldklerks. Jónína Guðmundsdóttir stýrir umræðum.

19/09/2018|

Íslendingasögurnar – byrjum aftur 21. sept. kl. 13.00

Íslendingasögur hefjast í Stangarhyl 4 föstudaginn 21. sept. kl. 13.00. Leiðbeinandi sem fyrr Baldur Hafstað. Enn er pláss í góðum hópi.

13/09/2018|

DANS alla sunnudaga

Dansleikur sunnudaga kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.

13/09/2018|

ZUMBA og leikfimi mánudaga og fimmtudaga

Zumba gold kl.10.30 og leikfimi kl. 11.30.

10/09/2018|

Gerast félagsmaður

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

04/09/2018|

SKÁKIN – vetrarstarfsemi skákklúbbsins hefst 4. sept.

Þéri félagar, Garðar og Finnur ásamt félögum í stjórn klúbbsins flauta til leiks kl. 13.00, þriðjudaginn 4. sept. Nú styttist í að menn verða mátaðir. Bara að mæta og vera með. Ekkert fát þótt þú verðir mát.

03/09/2018|

Tölvupóstur til félagsmanna 29. ágúst 2018

Ágæti félagsmaður

Nú er það heilsan og hreyfingin – það sem er í boði hjá félaginu.  (meira…)

03/09/2018|

Samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða

Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi nú 1. september 2018
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hækkar almennt úr 27% í 50%. Tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum verður þeim að kostnaðarlausu.
Samningurinn markar tímamót, því enginn samningur hefur gilt um tannlæknaþjónustu fyrir þessa hópa frá árinu 1999 og tannlæknakostnaður þeirra því aukist jöfnum skrefum.
Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn með undirritun sinni í velferðarráðuneytinu í dag, að viðstöddum Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands. (meira…)

31/08/2018|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar