Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Sumarlokun skrifstofu FEB

Vegna sumarleyfa starfsfólks verður lokað hjá FEB frá og með mánudeginum 11. júlí til þriðjudagsins 2. ágúst.
Erindum sem berast verður svarað þegar við komum aftur úr fríi en vefsíður okkar, www.feb.is og Facebook er alltaf opnar og hægt að leita sér upplýsinga þar.
08/07/2016|

Dans næst 14. ágúst

Síðasti dansinn í bili var í gærkvöldi 17. júlí. Góð mæting. Núna komast flestir í smáfrí því við stoppum til 14. ágúst.
Byrjum þá aftur sólbrún og sætari.
07/07/2016|

Ég vil endilega GERAST FÉLAGSMAÐUR Í FEB

Hér má skrá sig til að gerast félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Félagsmönnum stendur til boða fjölbreytt starf og hagkvæm kjör á ýmiskonar vörum og þjónustu. Árgjald er 4000 kr.
07/07/2016|

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2015

Úr formála Stefáns Eiríkssonar sviðsstjóra velferðarsviðs;
„Framundan eru miklar samfélagslegar breytingar vegna breyttrar  aldurssamsetningar þjóðarinnar. Í þessu felast margvísleg tækifæri en sömuleiðis ýmsar áskoranir fyrir velferðarþjónustuna í breiðum skilningi þess orðs. Yfir þessa stöðu þurfum við að fara, við þurfum að fjárfesta í enn meira mæli í nýsköpun og velta fyrir okkur hvernig við mætum þeim verkefnum sem framundan eru innan þess  fjárhagsramma sem ætlaður er til velferðarmála bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Til þess að vinna að þessu af þeim krafti sem nauðsynlegur er þurfa ríki og sveitarfélög að vinna saman.“

(meira…)

06/07/2016|

Ferð í Fjörðu og Flateyjardal – leiðarlýsing

Ferð á vegum FEB í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð dagana 2. – 5. ágúst 2016. Fararstjóri Valgarður Egilsson

Ferð þessi hefst og endar í Reykjavík BSÍ / Umferðamiðstöð með viðkomu í FEB við Stangarhyl 4. Ferðin tekur fjóra daga og þá þrjár nætur í gistingu. Fullbókað er í ferðina og langur biðlisti. (meira…)

05/07/2016|

Ferð 17. ágúst Fjallabak syðra – Emstrur

Leiðsögumaður: Jón R. Hjálmarsson

Ekið kl. 8.30 frá Reykjavík. Ekið að Keldum á Rangárvöllum þar sem Fjallabaksleið syðri hefst. Ekið hjá Gunnarssteini og Knafahólum, sem kunnir eru úr Njáls sögu, um Rangárbotna og Langvíuhraun, hjá Hafrafelli og Laufafelli, upp á Sátu og til Álftavatns. Frá Hvanngili er ekið um Emstrur, komið að Markarfljótsgljúfri, ekið um Tröllagjá, hjá Einhyrningi og um Markarfljótsaura og Fljótshlíð til Hvolsvallar / Hellu þar sem ferðalangar fá súpu og brauð. Haldið svo til Reykjavíkur.

 

30/06/2016|

TR – Endurreikningur tekjutengdra greiðslna ársins 2015

Til að tryggja að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur, sem eru í samræmi við raunverulegar tekjur þeirra á árinu 2015, miðast endurreikningurinn við tekjuupplýsingar í staðfestum skattframtölum. Endurreikningurinn er svo borinn saman við það sem greitt hafði verið á árinu. Niðurstaðan leiðir síðan í ljós hvort lífeyrisþegi fékk rétt greitt, vangreitt eða greitt umfram rétt. (meira…)

23/06/2016|

Endurútreikningur TR liggur fyrir þriðjudaginn 21. júní

Endurreikningur tekjutengdra greiðslna felst í því að reikna réttindi út frá tekjum lífeyrisþega af staðfestu skattframtali hans. Réttindi samkvæmt endurreikningi eru svo borin saman við það sem greitt hafði verið á árinu. Niðurstaðan leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi fékk rétt greitt, vangreitt eða ofgreitt. Ofgreiðsla myndar skuld hjá lífeyrisþega sem fer í innheimtu en vangreiðsla inneign sem er greidd út.
Endurreikningurinn tryggir að allir fái greidd réttindi í samræmi við raunverulegar tekjur viðkomandi réttindaárs. 
Hér má nálgast Spurt og svarað
20/06/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar