Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Spænska – viðbótarnámskeið

Vegna mikils áhuga hefur verið bætt við öðru námskeiði og er opið fyrir bókun á feb@feb.is / síma 5882111

24/04/2019|

Dans mánudag annan í páskum kl. 20.00

Dansleikur mánudag, annan í páskum, 22. apríl (í stað sunnudags) kl. 20.00. 1/2 Hljómsveit hússins+. Sömu góðu veitingarnar. Mætum öll.

19/04/2019|

Vortónleikar Kórs Félags eldri borgara í Reykjavík og Kátra karla n.k. föstudag 26. apríl, kl. 17.00

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju, föstudaginn 26. apríl 2019 kl. 17.00.
Stjórnandi beggja kóranna: Gylfi Gunnarsson. Undirleikari: Jónas Þórir.
Einsöngvarar: Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Saxófónleikari: Reynir Þ. Þórisson.
Miðaverð kr. 2.000,-
13/04/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Hér er hægt að gerast félagsmaður í FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

12/04/2019|

Björgvin Guðmundsson látinn

Björgvin Guðmundsson félagsmaður FEB og baráttumaður fyrir bættum kjörum eldri borgara og lést á heimili sínu s.l. þriðjudag 86 ára að aldri.
Það er við hæfi að við hér hjá FEB birtum aftur eina af hinum mörgu góðu greinum Björgvins sem hann skrifaði til styrktar málstað aldraðra.
FEB sendir afkomendum Björgvins samúðarkveðjur frá félaginu.
(meira…)

11/04/2019|

Sjötti þáttur af Lífið er lag aðgengilegur

Sjötti þáttur af  Lífið er lag – þar sem fjallað er um stöðu og hagsmuni eldri borgara, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi þriðjudag 9. apríl, eins og alla þriðjudaga er nú aðgengilegur HÉR

10/04/2019|

Aðgerðaráætlun í málefnum eldri borgara samþykkt hjá Reykjavíkurborg

Ný stefna í málefnum eldri borgara, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn í mars 2018 og í kjölfarið var velferðarsviði falið að útbúa nýja aðgerðaáætlun á grundvelli hennar, sem sér nú dagsins ljós.  (meira…)

09/04/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Hér er hægt að gerast félagsmaður í FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

09/04/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar