Nýjustu fréttir af starfi félagsins

iPad námskeið

Næsta iPad námskeið hefst á mánudaginn 3. okt. kl. 13.15 og nú í Félagsmiðstöðinni Árskógum. Leiðbeinandi sem fyrr Baldur Magnússon.

30/09/2016|

Dans sunnudag kl. 20.00

Hljómsveit hússins leikur. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.

30/09/2016|

Reykjavík síðdegis – „Raunhæfar aðgerðir, ekki bara fyrirætlanir.“

Nú er öllum ljóst hvað verður að gera strax. Drífum í því, breytum frumvarpinu, 300 þús. kr. lágmark og út með skerðingar. Samþykkjum ekki óbreytt frumvarp líkt og formaður LEB.  HÉR má hlusta. (meira…)

30/09/2016|

Fjölmennur og glæsilegur fundur í kvöld

Takk allir fyrir komuna.
Húsfyllir var í Háskólabíói í kvöld þegar fulltrúar flokkanna sem bjóða sig fram í Alþingiskosningum í haust sátu fyrir svörum um málefni eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, sagði í ávarpi sínu áður en fundurinn hófst að barátta fyrir bættum kjörum, mannréttindum og virðingu alla ævi væru metnaðarfull orð – en sú barátta myndi halda áfram þar til sigur ynnist.  (meira…)

29/09/2016|

BORGARAFUNDURINN Í HÁSKÓLABÍÓ Í DAG MIÐVIKUDAGINN 28. SEPTEMBER. KL. 19.30 – MÆTUM ÖLL –

Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Borgarafundinum


28/09/2016|

Ljóðahópurinn í gang að nýju

Ljóðahópurinn ljúfi fer af stað á morgun fimmtudag 29. sept. kl. 14.00 – 15.30. Jónína Guðmundsdóttir leiðir sem fyrr.
Skemmtilegur hópur þar sem pláss er fyrir fleiri og fleirri.
28/09/2016|

BORGARAFUNDUR Í HÁSKÓLABÍÓ Í DAG MIÐVIKUDAG 28. SEPT. KL. 19.30

RÖÐIN ER KOMIN AÐ OKKUR

23/09/2016|

iPad námskeið mánudag 3. október kl. 13.30

Næsta iPad námskeið verður í Árskógum – opið öllum.
Leiðbeinandi Baldur Magnússon. Ef þið viljið komast á iPad / spjaldtölvunámskeið í vetur þá skráið ykkur á feb@feb.is / sima 5882111

 

23/09/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar