Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Ferð um heimahaga 7. júní – NÝTT

Ferðatilhögun: Ferð um Reykjavík. Lagt upp frá BSÍ eða Stangarhyl kl. 13:00 og tekur ferðin u.þ.b. 4 klukkustundir. Í ferðinni verður drukkið síðdegiskaffi í Kríunesi eða á Háskólatorgi. (meira…)

22/05/2017|

Göngu-Hrólfar – Sumaráætlun 2017 – allir velkomnir

Gönguferðir á miðvikudögum klukkan 10.00 – allir velkomnir
(meira…)

20/05/2017|

Félagstíðindi 1. tbl. 2017 aðgengilegt

Félagstíðindi FEB 1. tölublað ársins 2017 er nú aðgengilegt á vefnum.
Smellið HÉR til að lesa. Prentútgáfa á leiðinni.  (meira…)

19/05/2017|

DANS sunnudag kl. 20.00

Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi, Mætum öll og takið gesti með.

19/05/2017|

PÉTURSBORG ferð 25 maí laust sæti

PÉTURSBORG 25. maí laust sæti vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hringið í síma 5882111.

17/05/2017|

Kórsöngur í dag 17. maí – heimsókn Kórs eldri borgara á Akureyri

Kór eldri borgara á Akureyri heimsækir okkur hér í Stangarhylnum í dag 17. maí og mun taka lagið með Kór Félags eldri borgara í Reykjavík. Kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og taka lagið saman. Söngurinn er opinn öllum og hefst kl. 16.00.

17/05/2017|

Ferðir FEB – um heimhagana 7. júní rafmögnuð ferð 8. júní

Næstu ferðir 7.  júní ferð um heimahaga og 8. júní virkjanasvæði og náttúrurperlur Þjórsárdals   

Ferð um heimahaga 7. júní
Ferðatilhögun:
Ferð um Reykjavík. Lagt upp frá BSÍ eða Stangarhyl kl. 13:00 og tekur ferðin u.þ.b. 4 klukkustundir. Í ferðinni verður drukkið síðdegiskaffi í Kríunesi eða á Háskólatorgi. Ferðalýsing: Ekið um Heiðmörk frá Vífilstöðum og síðan um Reynisvatnsheiði og byggð í Grafarholti og Grafarvogi, Gufunes. Ekin Sæbraut og um Sundahöfn. Farið um Örfirisey og strandlengjan út á Seltjarnarnes allt að Nesstofu. Þaðan í Skerjafjörð og um Háskólasvæðið vestan og austan.
Leiðsögn: Miðlað hverskyns fróðleik um uppbyggingu  og sögu Reykjavíkur.

 8. júní  um virkjanasvæði og náttúruperlur Þjórsárdals
– nánar HÉR    Bókanir í síma 588 2111  /  feb@feb.is

16/05/2017|

Fulltrúar FEB á Landsfund LEB – vinnufundur 18. maí

Fulltrúar FEB hafa verið boðaðir á vinnufund til undirbúnings Landsfundi LEB. Undirbúningsfundurinn verður haldinn 18. maí kl. 14.00 í Stangarhyl 4.  (meira…)

16/05/2017|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar