Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Félagsgjald komið til innheimtu – kr 4200

Innheimta vegna félagsgjalds FEB 2017, kr 4200 er komið í heimabanka og greiðsluseðlar fara út í vikunni.  Takk fyrir góðar viðtökur ágætu félagsmenn.

 

24/02/2017|

„Leiðrétting“ á lögum um almannatryggingar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (leiðrétting).
Frá meiri hluta velferðarnefndar (NicM, BÁ, BN, JSE, VilÁ).

Sjá frumvarp HÉR

Síðan má horfa og hlýða á fyrstu umræðu um frumvarpið HÉR

 

24/02/2017|

DANS sunnudag

Dansleikur sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll og snemma.

24/02/2017|

Ný stjórn FEB skiptir með sér verkum

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var tillaga formanns, Ellerts B. Schram um skiptingu stjórnar samþykkt. Varaformaður Erna Indriðadóttir, gjaldkeri Hrafn Magnússon, ritari Guðrún Árnadóttir. Meðstjórnendur eru Guðmundur Gunnarsson og Sigríður Snæbjörnsdóttir. Varamenn eru Reynir Vilhjálmsson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir

21/02/2017|

Heiðursfélagar FEB 2017

Heidurfelagar2017Á aðalfundinum s.l. fimmtudag voru fjórir félagar gerðir að heiðursfélögum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Þessir félagar eru Matthildur Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þórarinsson, Finnur Finnson og Jón R. Hjálmarsson.

FEB þakkar þeim áralanga tryggð og störf í þágu félagsins.

21/02/2017|

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var haldinn fimmtudaginn 16. febrúar s.l. Fjölmenni var á fundinum sem segja má því miður að sé einstakt hjá félagasamtökum í dag.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins og er Ellert B.Schram lögmaður, fyrrum borgarfulltrúi og Alþingismaður formaður. (meira…)

21/02/2017|

Aðalfundur FEB n.k. fimmtudag 16. febrúar kl. 15.30

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 kl. 15.30.
Fundarstaður Ásgarður, Stangarhylur 4.

Stjórn FEB

(meira…)

13/02/2017|

Sjálfkjörið í stjórn FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Þar sem ekki hafa komið fram aðrar tillögur en frá uppstillingarnefnd og framboðsfrestur liðinn er sjálfkjörið í stjórn félagsins.
Formaður; Ellert B. Schram til tveggja ára.
Stjórnarmenn til tveggja ára; Erna Indriðadóttir, Guðmundur Gunnarsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir.
Varastjórn til eins árs; Reynir Vilhjálmsson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir.

06/02/2017|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar