Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Fjölbreytt dagskrá FEB þessa vikuna sem aðrar

Hér má sjá fjölbreytta dagskrá FEB þessa vikuna sem aðrar

18/03/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Hér er hægt að gerast félagsmaður í FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

15/03/2019|

DANS sunnudag

Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.

14/03/2019|

Lífið er lag – þáttur 12. mars 2019

Hér má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur HÉR

08/03/2019|

Landsfundur LEB 10. og 11. apríl 2019 – val fulltrúa FEB

FEB kallar hér með eftir áhuga og uppástungum meðal félagsmanna um fulltrúa á landsfund LEB – Landssambands eldri borgara sem haldinn verður í Reykjavík dagana 10. og 11. apríl n.k. Stjórn og varastjórn félagsins er sjálfkjörin skv. lögum FEB. Endilega látið vita af áhuga ykkar til setu á landsfundi LEB á feb@feb.is eða í síma 5882111
07/03/2019|

ENSKA II byrjar á fimmtudag

Enska II á fimmtudögum kl. 11.00 og 13.00. Hefst á fimmtudag 7. mars. Innritun á feb@feb.is / síma 5882111
05/03/2019|

Lífið er lag þættir FEB byrja á ný í kvöld þriðjudag kl. 20.30

Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 5. mars kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram í maí. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur hér á Facebook og á feb.is. Þeir sem misstu af fyrri þáttum geta nálgast alla þættina HÉR
05/03/2019|

FERÐIR FEB INNANLANDS 2019

Allt bókanlegt á feb@feb.is / síma 5882111

31. maí – 1. júní
Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 31. maí – 1. júní 2019 . Fararstjóri og leiðsögumaður Kári Jónasson.
11. – 14. júní
Vestfirðir – Söguferð í tengslum við lestur Íslendingasagna 11. – 14. júní – uppselt biðlisti - Farið um sögusvið Vestfjarða. Gisting á Reykjanesi, Ísafirði og Patreksfirði. Skipuleggjendur Magnús Sædal, Baldur Hafstað og Gísli Jafetsson.
2. júlí
Vestmannaeyjar Dagsferð með rútu og nýja Herjólfi. Skoðunarferð um eyjuna og fleira 2. júlí. Fararstjóri Kári Jónasson.
10. – 13. ágúst
Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð 10. – 13. ágúst. Fimmta árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. Fararstjórar Gísli Jafetsson og Gísli Jónatansson.
8. ágúst
Fjallabaksleið nyrðri 8. ágúst Ferðin tekur heilan dag og fer eftir ástandi vega og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson.
4.-5. sept.
Töfrar Suðurlands að Breiðamerkurlóni. Tveggja daga ferð í 4.- 5. september. Gisting á Smyrlabjörgum. Fararstjórar Kári Jónasson og Steinþór Ólafsson.

01/03/2019|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar