Nýjustu fréttir af starfi félagsins

Breytingar á lögum um almannatryggingar 1. janúar 2017

Hafa breytingarnar áhrif á greiðslur TR til öryrkja og þeirra sem eru á endurhæfingarlífeyri?

Engar kerfisbreytingar verða á greiðslum örorku- og endurhæfingarlífeyris og verða því áfram greiddir bótaflokkarnir grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu til öryrkja.

Upphæðir bótanna hækka þó þannig að lágmarksframfærslutryggingin hækkar:

  • Upp í 280.000 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa einir.
  • Upp í 227.883 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa ekki einir.

(meira…)

27/10/2016|

Minntu á kröfur eldri borgara

Félagsmenn úr FEB og Gráa hernum mættu fyrir utan Lækjarbrekku í Reykjavík rétt fyrir klukkan ellefu með erindi til leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna sem þar hittust.

Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði þá vilja minna fulltrúa flokkanna á þá minnispunkta sem þeir hafi komið fram með á nýafstöðnu þingi. „Við vildum minna þá á það sem þar kom fram og vekja þar með athygli á því sem Félag eldri borgara og Grái herinn hafa verið að leggja áherslu á: 300 þúsund króna lágmark og engar skerðingar.“

Með því að hitta á stjórnmálamennina núna til að þurfa ekki að gera það eftir kosningar nái þessir flokkar saman. „Þá vonumst við til þess að þetta verði í þeim stjórnarsáttmála sem þessir aðilar eru væntanlega eða hugsanlega að koma sér saman um í dag.“

Gísli segir að bréf séu tilbúin til þeirra stjórnmálaflokka sem ekki voru á Lækjarbrekku í dag.

Hér má sjá/hlýða á

27/10/2016|

„Afnema verður tekjutengingu bóta aldraðra“ 77% sammála skv.RÚV

Nærri átta af hverjum tíu þátttakendum í kosningaprófi RÚV telja segist sammála því að afnema ætti tekjutengingu af bótum til öryrkja og aldraðra. Tæpur fimmtungur segist því ósammála.  (meira…)
27/10/2016|

Nýtt píanó í Ásgarði, Stangarhylnum

Í tilefni þess að FEB gaf sjálfu sér nýtt en notað píanó í 30 ára afmælisgjöf orti Sigurður Jónsson stjórnandi Söngvökunnar þessa vísu:

Hér er komið næstum nýtt
en notað píanó.
Það gamla var að vísu hvítt
en vel það dugði þó.

26/10/2016|

Akstur á efri árum – hvað ber að varast? – Ökunámskeið hefst 31. okt.

Akstur á efri árum – hvað ber að varast ökunámskeið í samstarfi við Samgöngustofu – höfum bætt við enn einu námskeiðinu sem hefst 31. október kl. 13.30 – 15.30. (meira…)

25/10/2016|

Jólamarkaðsferð til Þýskalands og Austurríkis 30. nóv. – 4. des.

Á þessum árstíma eru margar borgir þýskar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmingin einstök. Við bjóðum upp á aðventuferð þar sem hægt er að upplifa jólamarkaðsstemmingu í Passau og Linz í Austurríki 30. nóv. – 4. des. 2016. (meira…)

25/10/2016|

DJÖFLAEYJAN – bókmenntahópur í Stangarhyl 31. okt.

Samlestur, spjall við höfundinn Einar Kárason og leikhúsferð í Þjóðleikhúsið í nóvember á sérverði fyrir FEB.
Umsjón okkar ljóðelska Jónína Guðmundsdóttir. Erum með bækurnar á sérkjörum frá Forlaginu.  Hefst 31. október – svo nú er að flýta sér og skrá sig  í síma 5882111 eða feb@feb.is (meira…)

25/10/2016|

BROT ÚR HJÓNABANDI og BLÁI HNÖTTURINN

Vegna góðs samstarfs við Borgarleikhúsið;
BROT ÚR HJÓNABANDI – general prufa  3. nóv kl. 13.00.
BLÁI HNÖTTURINN fjölskyldusýning á sérkjörum 2. nóv. kl. 19.00. Miðasala á midasala@borgarleikhus.is eða í síma 5688000 (meira…)

25/10/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar