Nýjustu fréttir af starfi félagsins

LJÓÐAHÓPUR á fimmtudag kl. 14.00

Jónína Guðmundsdóttir leiðir ljóðahópinn sem fyrr. Fyrsta samvera á fimmtudag 18. janúar kl. 14.00.

16/01/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki þegar félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er tækifæri nú til að ganga í félagið og efla þannig samtakamáttinn og nýta sér allt það sem í boði er hjá félaginu.
(meira…)

16/01/2018|

SKÁK í dag þriðjudag kl. 13.00

Á þriðjudögum mæta allir í Stangarhylinn sem peði geta valdið og tefla við félagana. Opið öllum konum sem körlum.

16/01/2018|

Í svartnætti fátæktarinnar – formaður FEB Ellert B. Schram í Frbl í dag 15. jan. 2018

Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. (meira…)

15/01/2018|

DANS alla sunnudaga kl. 20.00

Dansleikir í Ásgarði, Stangarhyl 4 alla sunnudaga kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Allir velkomnir.

12/01/2018|

Íslendingasögu / fornsagnanámskeiðið hefst föstudaginn 19. janúar kl. 13.00

Íslendingasögunámskeiðið verður á hverjum föstudegi í tíu vikur kl. 13.00-15.00 með góðu kaffihléi. Kennari: Baldur Hafstað. Í lok hvers námsekiðs er farið í ferð á söguslóðir viðkomandi sögu. Í vor verður farið í þriggja daga ferð um Svarfaðardal og Eyjafjörð.
(meira…)

12/01/2018|

STERK OG LIÐUG byrjar 22. janúar

Leikfimin byrjar 22. janúar kl. 11.30 og verður á mánu- og fimmtudögum.
Verð kr 14.500 í 6 vikur. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111

Námskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir verða sérsniðnar að þörfum þátttakenda.
(meira…)

11/01/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki þegar félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er tækifæri nú til að ganga í félagið og efla þannig samtakamáttinn og nýta sér allt það sem í boði er hjá félaginu.
(meira…)

09/01/2018|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar