Fréttir af starfi félagsins

DANS í kvöld mánudag kl. 20.00

Dansleikur í Stangarhyl 4 í kvöld kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll á mánudegi.

21/05/2018|

Ferð á söguslóðir Svarfdæla og Eyjafjarðarsagna 28.-30. maí

Mánudagur 28. maí Farið frá Stangarhylnum kl. 8.30
Ekki sem leið liggur til Staðarskála þar sem gert verður stuttur stans. Áfram ekið að Laugarbakka þar sem bíður okkar súpa og salat. Áfram ekið um grænar sveitir Húnaþings og kaupfélagslitaðar sveitir Skagafjarðar og til Siglufjarðar. Skoðunarferð um bæinn, bæði akandi og svo á fæti. Áfram ekið og komið síðdegis til Dalvíkur. (meira…)

17/05/2018|

DANSINN mánudag (annan í Hvítasunnu) kl. 20.00

Dansleikurinn færist frá sunnudegi 20. maí (Hvítasunnudegi) til mánudags 21. maí kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.

17/05/2018|

ZUMBA mánudagstíminn færist til miðvikudags

Zumba Gold tíminn á mánudag (annan í Hvítasunnu) færist til miðvikudags 23. maí kl. 10.30.

17/05/2018|

Gerast félagsmaður í FEB

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

15/05/2018|

Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara þáttur nr. 7

Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara, sjöundi og næst síðasti þátturinn, á Hringbraut í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þáttastjórnandi er Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í samráði við FEB. HÉR má horfa alla þættina.

15/05/2018|

Pétursborgarfarar komnir heim

Velheppnaðri ferð FEB til Pétursborgar lauk í dag eftir skoðunarferð um Helsinki og flug þaðan heim til Íslands. Takk allir fyrir samveruna og góðra daga. Sjáumst svo öll aftur í fjölbreyttu starfi FEB.

14/05/2018|

Skák alla þriðjudaga

Skák í Stangarhylnum alla þriðjudaga kl. 13.00. Mætum öll sem peði getað valdið.

11/05/2018|

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar á vegum FEB

FEB hefur tekið að sér sölu og umsjón með hinum geysi vinsælu Aðventuferðum eldri borgara sem Emil Guðmundsson og Icelandair hafa skipulagt um árambil í samstarfi við Hótelbókanir.
Ferðirnar verða tvær, 18. – 21. nóvember og viku síðar, eða 25. – 28. nóvember. (meira…)

08/05/2018|

Pétursborgarfarar

Brottför úr Stangarhyl 4 fyrir þá sem ætla með rútu er kl. 4.15 að morgni 9. maí.
Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár.

07/05/2018|

Eldri borgarar og framboðin viðtal við formann FEB í fréttum RÚV

Ellert B. Schram, formaður FEB Félag eldri borgara í Reykjavík: „Ég hugsa að þetta sé nú einhver ólga í þjóðfélaginu að það séu aðrar ýmsar ástæður að svona mörg framboð komi.“
Ellert bendir ennfremur á að á næstu árum eigi fólki eftir að fjölga sem komið er á aldur og það þurfi að gera ráð fyrir því.
„Við höfum lagt áherslu á það að geta fengið lóðir undir húsnæði og það þurfi að auka húsnæði í borginni fyrir eldri borgara.“

07/05/2018|

Við munum fylgja þessum öfluga fundi og því sem þar kom fram eftir

„Ein sjö fram­boð lýstu yfir mikl­um áhuga á því að starfa með félaginu að upp­bygg­ingu gagn­vart eldri borg­ur­um,“ sagði Gísli, og að fram­boðin sjö hefðu verið Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn, Miðflokk­ur­inn, Þjóðfylk­ing­in, Alþýðufylk­ing­in, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. (meira…)

06/05/2018|

Fjölmennur og upplýsandi fundur með forystumönnum framboða í Reykjavík

„Þetta var upp­lýs­andi fund­ur og til­gang­ur hans var að fá fram­bjóðend­ur til að kynna mál og mál­efni fyr­ir eldri borg­ara,“ seg­ir Gísli Jafets­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík, en fé­lagið stóð í morg­un fyr­ir fundi með for­ystu­mönn­um fram­boðanna í Reykja­vík ásamt Gráa hern­um og Sam­tök­um aldraðra .

05/05/2018|

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí – rútuferð úr Stangarhylnum

Brottför úr Stangarhyl 4 fyrir þá sem ætla með rútu er kl. 4.15 að morgni 9. maí. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár.

02/05/2018|

Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara þáttur nr. 5

Þáttur númer fimm af Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara á Hringbraut 1. maí kl. 20.30. Efni þáttarins tekur nokkuð mið af Baráttudegi verkalýðsins. Þessi þáttur og fyrri þættir eru aðgengilegir HÉR

02/05/2018|

Borgarfundur í Ráðhúsinu n.k. laugardag 5. maí kl. 10.30 – Mætum öll

Opinn fundur með stjórnmálaflokkunum – FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Grái herinn og Samtök aldraðra boða til opins fundar með stjórnmálaflokkum. Fundarstaður; Ráðhúsið, Tjarnarsalur.
Tilefni fundarins er kosningar til sveitarstjórna þann 26. maí n.k.. Fundarefni tekur að sjálfsögðu mið af því, þar sem fjallað yrði um stöðu, þjónustu og kjör eldri borgara / lífeyrisþega í Reykjavík og hver sé sýn hvers flokks á þessi mál.

30/04/2018|

ZUMBA Gold nýtt námskeið hefst mánudaginn 7. maí kl. 10.30

Vegna mikils áhuga auglýsum við enn eitt Zumba Gold námskeið undir stjórn Tanyu. Hefst n.k. mánudag kl. 10.30 í Stangarhylnum. Liðkum okkur inn í sumarið……..

29/04/2018|

FEB fær vilyrði fyrir lóð fyrir allt að 50 íbúðum við Háteigsveg

Samþykkt var í Borgarráði Reykjavíkurborg í dag, fimmtudag 26. apríl að veita FEB vilyrði fyrir lóð fyrir byggingu á allt að 50 íbúðum við Háteigsveg.
Félagið þakkar góð og snör viðbrögð borgarráðsmanna og starfsmanna skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg við ósk félagsins og afgreiðslu umsóknar. (meira…)

27/04/2018|

Vortónleikar Kórs FEB og Kátra karla í dag föstudag 27. apríl kl. 17.00

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 17.00. Stjórnandi kóranna er Gylfi Gunnarsson
Undirleikari: Jónas Þórir – Einsöngvarar: Þorgeir Andrésson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir  Saxafónleikari: Reynir Þ. Þórisson Fjölbreytt efnisskrá – Miðaverð kr. 2.000.
25/04/2018|

Bókmenntahópur – síðasti tími fimmtudag 26. apríl kl. 14.00 – allir velkomnir

25/04/2018|