Fréttir af starfi félagsins

Dansinn í stutt sumarfrí

Aðeins í tvo sunnudaga 30. júlí og 6. ágúst.

22/07/2017|

Sumarlokun á skrifstofu FEB

Skrifstofa FEB verður lokuð frá 10. júlí til og með 4. ágúst
Alltaf er opið á feb.is og FB og hægt að senda okkur póst á feb@feb.is
Dansinn í Ásgarði fellur eingöngu niður sunnudagana 30. júlí og 6. ágúst
Við byrjum svo af fullum krafti í ágúst með nokkrum ferðum og annarri starfsemi
Laust er vegna forfalla í ferð til Austfjarða í byrjun september
Menningarferð til Jótlands 15.–20. ágúst
Öll byggingastarfsemi í Árskógum verður á fullu og hvergi slegið af þar

07/07/2017|

Þjónusta í þínu sveitarfélagi Reykjavík

Reykjavíkurborg
Þjónustuver Reykjavíkurborgar er opið 8.20-16.15 virka daga.
Reykjavíkurborg hefur þjónustumiðstöðvar í sex hverfum borgarinnar sem miða að því að sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur og má þar nefna búsetuþjónustu, félagsstarfi, heimaþjónustu og stuðningsþjónustu.
Í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis er sérstaklega leitast við að afla þekkingar um málefni eldri borgara.
(meira…)
07/07/2017|

Gerast félagsmaður í FEB

Vertu hluti af FEB, það margborgar sig. Þú getur skráð þig HÉR

(meira…)

06/07/2017|

DANS hjá FEB sunnudaga í Ásgarði, Stangarhyl 4

Dansleikir á sunnudagskvöldum kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll. Nýir félagar velkomnir.
Eingöngu verður gert á hlé á dansinum sunnudagana 30. júlí og 6.  ágúst.

 

06/07/2017|

Félagsmenn FEB 11. 000 – til hamingju félagsmenn – það er alltaf pláss fyrir nýja

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ein allra stærstu frjálsu félagasamtökin í landinu.
VIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM ÞÍNA HAGSMUNI Smellið HÉR til að gerast félagsmaður

 

05/07/2017|

Gönguferðir á miðvikudögum klukkan 10.00 – allir velkomnir

Dagskrá það sem eftir er sumars
(meira…)

04/07/2017|

Síðasta vika sem opið er á skrifstofu FEB fyrir sumarleyfi

Endilega komið við ef vantar skírteini, að greiða félagsgjaldið eða fyrir ferð eða hvað annað sem við getum gert fyrir þig félagsmaður góður.

04/07/2017|

Hollt að rifja upp nú 10 mánuðum síðar

Baráttufundur FEB og GRÁA HERSINS með fulltrúum stjórnmálaflokkanna 28. september 2016

03/07/2017|

Samþykkt í borgarráði að auglýsa breytt deiliskipulag í Suður-Mjódd

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2017 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar.

30/06/2017|

FEB og ÚU bjóða upp á golfferð fyrir Úrvalsgolfara 65 ára og eldri

Í haust, frá 17. – 31. október, viljum við bjóða upp á tveggja vikna sérferð fyrir kylfinga 65 ára og eldri. Eins og með allar okkar ferðir til Plantio er allt innifalið, það er ótakmarkað golf í boði og stutt í allskonar afþreyingu í miðbæ Alicante.

Gistingin á Plantio er 4 stjörnu íbúðagisting en hver íbúð hefur 2 svefnherbergi, fullbúið eldhús, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, öryggishólf, tvö plasma sjónvörp og þráðlaus nettenging.

Nánar HÉR

30/06/2017|

„Við erum gömul en ekki dauð“

Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera.  Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið.
(meira…)
30/06/2017|

Gerast félagsmaður í FEB

Vertu hluti af FEB, það margborgar sig. Þú getur skráð þig HÉR 

(meira…)

29/06/2017|

Flott ferð í Reykjanes / Vestfirði

Það voru þreyttir en ánægðir ferðlangar sem komu til Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að hafa notið leiðsagnar Magnúsar S. Sædal síðustu þrjá daga á ferð sinni um Vestfirði. Veitingar og aðstaða á Hótel Reykjanesi var rómuð. Takk öll fyrir.

Látum hér fylgja með orð fararstjóra okkar um bílstjórann Davíð Bragason „vil ég fyrir hömd hópsins þakka honum fyrir lipran akstur, sem fólgst í aðgæslu og öryggi“.

Næstu ferðir FEB er svo í ágúst í Fjörður og Fjallabak. Minnum einnig á ferðir félagsins erlendis – nánar HÉR     

29/06/2017|

Fullbókað er í Jólamarkaðsferðina til Koblenz – laust í Aðventuferðir til Kaupmannahafnar

Laust er í Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar 19.-22. nóv og 26.-29. nóv 2017. Vinsælar ferðið á góðu verði. Bókanir í síma 5050406 eða hopar@icelandair.is
Icelandair skipuleggur ferð fyrir eldri borgara til Kaupmannahafnar í samvinnu við FEB, Emil Guðmundsson og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Íslensk fararstjórn verður í höndum Erlu Guðmundsdóttur.

(meira…)

27/06/2017|

Byggingarmál FEB við Árskóga 1-3 – upplýsingar fyrir áhugasama

Framkvæmdir, á vegum FEB, við byggingu tveggja fjölbýlishúsa í Árskógum 1 og 3 eru hafnar.
Margt hefur tafið framkvæmdina, en nú er steypuvinna loks hafin og reiknað er með að verkið allt taki um tvö ár.
Verktaki er byggingarfélagið MótX ehf.
Markmið FEB er að í húsunum fari saman gæði og hagkvæmni, íbúum til hagsbóta. (meira…)
22/06/2017|

Ferðin í Reykjanes / Ísafjarðardjúp n.k. mánudag 26. júní

Brottför frá BSÍ – Umferðarmiðstöð vestanverðu – græn rúta merkt GT kl. 8.30 með viðkomu í Stangarhylnum. Veðurspáin er bara nokkuð góð.

22/06/2017|

DANS alla sunnudaga kl. 20.00

Dansleikur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll – nýir félagsmenn velkomnir.

22/06/2017|

Endurreikningur og uppgjör hjá TR

Endurreikningur tengjutengdra greiðslna hjá TR liggur fyrir í dag 21. júní. Upplýsingar um inneign / kröfu er að finna undir Mínar síður hjá TR.
Endurreikningurinn tryggir að allir fái greidd réttindi í samræmi við raunverulegar tekjur viðkomandi réttindárs.

Hægt að óska eftir að fá niðurstöðuna senda í pósti á tr.is eða með því að senda tölvupóst á tr@tr.is

Spurt og svarað

21/06/2017|

Gleðilegan 17. júní

FEB óskar félagsmönnum sem og öðrum landsmönnum gleðilegs Þjóðhátíðardags 17. júní
og hvetur félagsmenn til að nýta og njóta þess sem í boði er. HÉR má sjá DAGSKRÁ  sem og KORT hátíðarhaldanna í Reykjavík.     (meira…)

16/06/2017|