Fréttir af starfi félagsins

Skrifstofa FEB verður lokuð vegna sumarleyfa 16. júlí – 3. ágúst 2018

Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 10.00.

13/07/2018|

Byggingar FEB við Árskóga 1-3

HÉR má sjá teikningar og annað er varðar byggingar félagsins við Árskóga 1- 3 í Suður Mjódd.

13/07/2018|

DANS sunnudag kl. 20.00 í Stangarhyl 4

Dansleikur sunnudag kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hin mjög svo vinsæla Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi að sínum hætti. Mætum öll og vel það.

13/07/2018|

Staðreyndir fyrir þingmenn og aðra…..

Ágæti þingmaður
Svona um hásumarið þegar allt liggur í dróma, leyfum við okkur að rjúfa kyrrðina og benda ykkur og þjóðinni á nokkrar staðreyndir – en bara ein á dag, svo enginn verði nú fyrir áfalli……….

70% ellilífeyrisþega hafa 305 þús. kr. á mán. eða minna til ráðstöfunar eftir skatt, og 30% þeirra hafa innan við 250 þús. kr. eftir skatt.

11/07/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

04/07/2018|

Hvernig á að lagfæra kjör aldraðra?

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar.  (meira…)

04/07/2018|

GÖNGUHÓPUR

Minnum á að gönguhópurinn okkar fer aldrei í frí og er gengið alla miðvikudaga allan ársins hring kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Allir eru velkomnir með.

03/07/2018|

Færeyjaferð í október og svo viðbótar Aðventuferð

Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast öllu  inniföldu.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – vegna mikils áhuga og bókana höfum við bætt við þriðju ferðinni, 2. – 5. desember.
Skráning er á feb@feb.is / síma 5882111. 
Nánari lýsing HÉR

02/07/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

26/06/2018|

„Aldraðir eiga rétt á lífeyri“

Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur til baka af lífeyrinum. (meira…)
26/06/2018|

FERÐIR FEB á næstunni

Reykjanes – falin perla – dagsferð 24. ágúst – laus sæti
Ferð í Fjörðu, Flateyjardal 12. – 15. ágúst – fullbókað / biðlisti
Fjallabaksleið nyrðri 21. ágúst – fullbókað / biðlisti
Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast öllu inniföldu.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – vegna mikils áhuga og bókana höfum við bætt við þriðju ferðinni, 2. – 5. desember.
Skráning er á feb@feb.is / síma 5882111. 

Nánari lýsing HÉR

22/06/2018|

Tilboð Bílabúðar Benna rennur út nú í lok júní

Vekjum athygli á að sumartilboð Bílabúðar Benna sem kynnt var félagsmönnum FEB í síðasta mánuði gildir til / rennur út 30. júní n.k.

Til að rifja aðeins upp, þá fólst í tilboðinu ákveðinn afsláttur á SsangYong sportjeppunum, Korando og Tivoli auk eldneytiskorts að andvirði 50 þúsund krónur, sem virkjast þegar gengið er frá kaupum. (meira…)

20/06/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

18/06/2018|

Þjóðhátíðardagskráin á 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt með skrúðgöngum, tónleikum og fleiru og má skoða hana HÉR Minnum janframt á sunnudagsdansleikinn á sínum hefðbundna tíma kl. 20.00 hér í Ásgarði, Stangarhyl 4.
15/06/2018|

DANS öll sunnudagskvöld

Dansleikir öll sunnudagskvöld kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. 

13/06/2018|

FÆREYJAR

Margir hafa spurt um Færeyjaferð. Því höfum sett upp ferð til Færeyja 24. – 30. október 2018. Farið verður með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur. (meira…)

13/06/2018|

FEB býður nýjan meirihluta velkominn til starfa hér í Reykjavík og annars staðar á félagssvæði FEB

Sem fyrr vonast félagið til að eiga gott samstarf við komandi borgarfulltrúa svo og aðra fulltrúa sveitastjórna í hvaða flokki sem þeir eru.
Minnum jafnframt á loforð og að orð eru ekki sama og athafnir. FEB er sem fyrr tilbúið til samstarfs og að láta til sín taka og býður sem fyrr, fram þjónustu sína m.a. í tengslum við neðangreind verkefni sem fram koma í Meirihlutasáttmála aðila fyrir kjörtímablið 2018-2022; (meira…)

12/06/2018|

Tölvupóstur til félagsmanna

Ágætu félagsmenn

Sumarið er tíminn“ söng Bubbi og syngur enn.
Við vonum svo sannarlega að tími sumars sé loksins runninn upp hér í Reykjavík og nágrenni. Af því tilefni er ekki úr vegi að fara yfir ferðir á vegum félagsins nú í sumar. (meira…)

01/06/2018|

DANS sunnudag Sjómannadaginn kl. 20.00

Dansleikur í Stangarhyl 4, sunnudag 3. júní kl. 20.00. Hljómsveit hússins að vanda.
Vekjum einnig athygli á Sjómannadagsballi í Hörpu, sunnudag kl. 16.00 – 18.00.

 

31/05/2018|

Ferðin norður – lagt af stað frá Stangarhylnum kl. 8.30

Góð veðurspá fyrir Norðurland.
Munið ferðina á söguslóðir Svarfdæla og fleiri sagna á mánudaginn 28. maí. Brottför frá Stangarhylnum kl. 8.30. Fullbókað og biðlisti. Dagskrá; (meira…)

27/05/2018|