Fréttir af starfi félagsins

Ferðalög erlendis 2018 sem nú liggja fyrir – bókun stendur yfir –

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018
Rútuferð til allra höfuðborga Norðurlanda 28. mars – 6. apríl 2018
Lýsingu á ferðum er að finna HÉR
(meira…)

15/12/2017|

Helstu áherslur í fjárlagafrumvarpinu 2018

Aukið er við framlög til heilbrigðismála,meðal annars með innspýtingu í heilsugæsluna, með auknum niðurgreiðslum á tannlæknakostnaði aldraðra og örorkulífeyrisþega…….

Yfirlit yfir lagabreytingar samhliða fjárlagafrumvarpi 2018
Lög nr. 100/2007, um almannatryggingar með síðari breytingum. Lögð verður til breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, sem felur meðal annars í sér breytingar á 23. gr. laganna þess efnis að sett verði sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega frá 1. janúar 2018.

14/12/2017|

Dans, dans, dansleikur

Síðasti dansleikurinn á árinu verður n.k. sunnudag 17. des. kl. 20.00 hér í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveitt hússins að venju. Mætum öll og tökum með okkur gesti.
Við byrjum svo að nýju sunnudaginn 7. janúar 2018.

14/12/2017|

„Amma og afi“ – leiðari Fréttablaðsins í dag 13.12.17 eftir Magnús Guðmundsson – Hér segir allt sem segja þarf

Það er mikið álag á mörgum heimilum þessa dagana og þá sérstaklega hjá þeim sem hafa lítið á milli handanna. Það er vægast sagt kvíðvænlegt fyrir marga að geta ekki glatt sína nánustu um jólin í anda hátíðanna enda kostar þetta allt sitt. Fáum er þetta þó eflaust jafn mikilvægt og ömmum og öfum sem sjá ekki sólina fyrir barnabörnunum – skiljanlega. En það er ekki aðalatriðið í stóra samhenginu sem er að ömmur og afar búa sum hver við hreint út sagt óásættanleg kjör og eiga fyrir vikið erfitt með að njóta hátíðanna. (meira…)

13/12/2017|

Gerast félagsmaður

Ef þú ert ekki félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þá getur þú bætt úr því með því að smella HÉR

 

08/12/2017|

Lækkun fasteigna- og fráveitugjalda til eldri borgara í Reykjavík

FEB hefur átt samvinnu við fulltrúa borgarinnar um lækkun fasteigna- og fráveitugjalda til eldri borgara. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár hefur nú verið samþykkt með ákveðnum lækkunum. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, lækkar úr 0.2% af fasteignamati í 0.18%, eða um 10%.
Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara og öryrkja sem mið taka af tekjum þeirra. (meira…)

08/12/2017|

Fjölmenn Aðventugleði

Glæsilegri og fjölmennri Aðventugleði lauk nú um kl. 17.30.
Takk allir fyrir komuna. Listamenn kórinn, stjórnandi og einsöngvari, höfundar fyrir upplesturinn og eftirherman fyrir sinn þátt Takk öllsömul.

07/12/2017|

Aðventugleði FEB miðvikudaginn 6. desember í Ásgarði, Stangarhyl 4

Minnum á Aðventugleðina 6. desember þar sem boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti.
Söngur; Hrafnhildur Árnadóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Davíð Þór Jónsson, upplestur úr jólabók og fleira til skemmtunar. Gleðin hefst kl. 15.30. Aðgangseyrir aðeins kr. 700.

01/12/2017|

SÁTTMÁLI nýrrar ríkisstjórnar – „aldraðir“

Frítekjumark atvinnutekna aldraðra verður hækkað í hundrað þúsund krónur strax um næstu áramót. Gjaldskrá vegna tannlækninga aldraðra og örorkulífeyrisþega verður uppfærð til að lækka kostnað þessara hópa.  (meira…)

30/11/2017|

DANS alla sunnudaga kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4

Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll.

30/11/2017|

Frá TR – desemberuppbót greidd út 1. desember.

Frá Tryggingarstofnun – desemberuppbót greidd út 1. desember.
Ellilífeyrisþegar fá desemberuppbót sem er föst tekjutengd fjárhæð að hámarki 51.750 kr

30/11/2017|

Tölvupóstur á leið ykkar kæru félagsmenn

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Aðventugleði FEB miðvikudaginn 6. desember í Ásgarði, Stangarhyl 4
Minnum á Aðventugleðina 6. desember þar sem boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti.
Söngur; Hrafnhildur Árnadóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Davíð Þór Jónsson, upplestur úr jólabók og fleira til skemmtunar. Gleðin hefst kl. 15.30. Aðgangseyrir aðeins kr. 700.
(meira…)
30/11/2017|

AFSLÁTTARBÓK FEB – bókin sem alltaf á að vera til staðar

Munið að nota AFSLÁTTARBÓKINA með því að nýta ykkur þjónustu og versla hjá þeim aðilum sem í bókinni eru.

(meira…)

28/11/2017|

Árskógar 1-3 – teikningar

Hér má sjá nýjustu teikningar af húsum sem FEB byggir í við Árskóga 1-3.
Arkitekt bygginganna er ARKÍS arkitektar og verktaki við byggingu er MótX verktakar.
(meira…)

27/11/2017|

Gerast félagsmaður í FEB

Ef þú ert ekki félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þá getur þú bætt úr því með því að smella HÉR

22/11/2017|

Góður fundur FEB og Gráa hersins

ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ STANDA VIÐ LOFORÐIN
Fullt var út úr dyrum á fróðlegum fundi FEB og Gráa hersins í dag 21. nóv.. Til fundarins var boðað með skömmum fyrirvara nú í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum. Á fundinum kynnti dr. Haukur Arnþórsson niðurstöður nýrrar rannsóknar á kjörum aldraðra sem hann vann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík. (meira…)

22/11/2017|

Jólakort FEB 2017

Jólakort FEB 2017 er hannað af myndlistarkonunni Jónínu Magnúsdóttur / Ninný og ber nafnið Kærleiksjól.
Jólakortin og merkimiðar er á leið í pósti til ykkar kæru félagsmenn. Pakkning með kortum og merkispjöldum kostar 1800 kr og er innheimta komin í heimbanka og greiðsluseðill fylgir með hjá þeim sem óskað hafa eftir að greiða þá leið. Alltaf er hægt að kaupa fleiri jólakort FEB á skrifstofunni í Stangarhyl 4 eða með tölvupósti á feb@ feb.is
Verk Jónínu er hægt að kynna sér á síðu hennar www.ninny.is

22/11/2017|

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar FEB í dag 21. nóv. 2017

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir miklum áhyggjum af því ófremdarástandi  sem ríkir í málefnum veikra eldri borgara sem ekki fá pláss á hjúkrunarheimilum. Mikið hefur verið fjallað um þessi mál á undanförnum árum og fréttir í dag og undanfarna daga sýna svo ekki verður um villst að ekki verður lengur við þetta ástand unað.
Mannréttindabrot gagnvart eldra fólki eru látin viðgangast og það versta er að engar lausnir virðast í sjónmáli til að leysa vandann. Aðgerða er þörf og það strax.
Félag eldri borgara í Reykjavík krefst þess að ráðist verði í það þegar í stað að finna varanlega úrlausn þessara mála.
(meira…)
21/11/2017|

Fjölmennasti dansleikur FEB

Það fjölgar alltaf á dansleikjum félagsins á sunnudagskvöldum hér í Stangarhylnum þar sem Hljómsveit hússins leikur lög við allra hæfi. Í gærkvöldi 19. nóv. 2017 var fjölmennt, sennilega einn fjölmennasti dansleikur félagsins frá upphafi.

19/11/2017|

Það er auðvelt að standa við loforðin – fundur n.k. þriðjudag 21. nóv. kl. 17.00

Félag eldri borgara í Reykjavík og GRÁI HERINN boða til fundar nú í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þar sem niðurstöður nýrrar rannsóknar á kjörum aldraðra sem dr. Haukur Arnþórsson vann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík eru kynntar.

Fundurinn verður haldinn n.k. þriðjudag, 21. nóvember í Ásgarði, Stangarhyl 4 kl. 17.00 og er öllum opinn. (meira…)

19/11/2017|