Fréttir af starfi félagsins

Borgarbókasafn í Grófinni.

Langar til að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu Borgarbókasafns, svokölluðu Tæknikaffi. Tæknikaffið er á hverjum fimmtudegi í Borgarbókasafninu í Grófinni milli 16 og 18 og er það starfsfólk safnsins sem aðstoðar gesti við ýmislegt sem tengist tölvum. T.d. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Það eru starfsmenn safnsins sem aðstoða, þeir eru ekki sérfræðingar um tölvu- og tæknimál en kunna ýmislegt vegna daglegrar notkunar á tölvum. Þessi aðstoð er öllum opin og ókeypis!
Öðru hvoru fáum við utanaðkomandi til að kenna eitthvað sérstakt sem tengist tölvum og næsta fimmtudag 7. nóvember kennir Hrönn Traustadóttir ýmislegt um innkaup á netinu.

01/11/2019|

Kynning á íbúðarhóteli á Spáni. kl. 17.00 þriðjudaginn 5 nóv.

Helgafell er nýtt íbúðarhótel á Spáni í eigu Íslendinga það sem gæsileiki og góð þjónusta fara saman á hagstæðu verði. Í boði eru gælsilegar íbúðir með sér garði ásamt aðgengi að sameiginlegri sundlaug. Hvergi er til sparað í hönnun og innrétingu íbúðanna og er aðgengi sérstaklega gott fyrir eldri borgara. Þér er boðið á kynningu Þriðjudaginn 5 nóvember kl. 17. -18.30 í húsakynnum FEB. Stangarhyl 4. Hlökkum til að sjá ykkur.

01/11/2019|

Bókmenntahópur FEB.

Næsti tími verður fimmtudaginn 31. okt., kl 13:00 – 15:00. Haldið verður áfram að lesa Lifandilífslæk eftir Bergsvein Birgisson. Fylgst verður áfram með Magnúsi Árelíusi og úttekt hans á mannlífinu á Ströndum. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

29/10/2019|

Tölvunámskeið hefst 4 nóvember.

Að ná tökum á tækninni

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla (Google Chrome, Safari, Internet Explorer) sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook, YouTube og Netflix.

Viðfangsefnin munu taka mið af stöðu og áhuga þátttakenda.

Námskeiðið fer fram í Stangarhyl 4. dagana 4 og 11 nóvember og næsta námskeið, 18. og 25. nóvember kl. 13:30 til 15:30.
Kennari er Þórunn Óskarsdóttir, tölvu- og upplýsingatæknikennari

28/10/2019|

Frítt fyrir handhafa Menningarkorts 67+

FEB_MENNINGARKORTA6_67+_2019_okt

24/10/2019|

Eru fasteignir féþúfa? – Morgunverðarfundur föstudaginn 25. október

LEB – Landssamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og
Húseigendafélagið efna til morgunverðarfundar á Grand Hóteli Reykjavík
föstudaginn 25. október kl. 8-10, undir yfirskriftinni „Eru fasteignir
féþúfa?“ Umræðuefnið er álagning fasteignagjalda á einstaklinga og
fyrirtæki og hvernig þessi skattheimta hefur á undanförnum árum vaxið
langt umfram allar eðlilegar viðmiðanir. Sífellt þyngri skattbyrði hefur
áhrif á félagsmenn í öllum þessum samtökum.
Dagskrá:
8.30 Þórir Sveinsson, stjórnarmaður í Húseigendafélaginu: Álögur á
fasteignir
8.50 Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics: Eru
fasteignaskattar orðnir of íþyngjandi fyrir atvinnulífið?
9.10 Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB: Örsögur úr
raunveruleikanum
9.30 Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi.
Fundurinn er haldinn í fundarsalnum Hvammi á jarðhæð Grand Hótels
Reykjavík. Léttur morgunverður er í boði frá kl. 8. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en skráning er nauðsynleg.

Linkur er á skráninguna á þessari síðu sem hér fylgir:

Eru fasteignir féþúfa? Morgunverðarfundur 25. október

m.kv.
f.h. LEB – Landssambands eldri borgara
Viðar Eggertsson

22/10/2019|

Sviðaveisla 2 nóvember – Örfái miðar eftir.

Sviðaveisla 2 nóvember.
Okkar sívinsæla sviðaveisla verður 2 nóvember, hér í húsnæði félagsins Stangarhyl 4. Sviðin eru frá Múlakaffi eins og fyrr. Veislustjóri, verður Örn Árnason. Söngatriði, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir ásamt undirleik. Húsið opnar kl. 11.00 borðhald hefst kl. 12.00. Aðgangseyrir Kr. 5.200. Undanfarin ár hefur selst upp á þessa skemmtun. Bókanir og miðapantanir fyrir 25 okt. í síma 588 2111 eða tölvupósti feb@feb.is Örfáir miðar eftir.

21/10/2019|

Ný námskeið að hefjast 21 okt

Zumba Gold – byrjendur. kl. 9.20. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 16.900
ZUMBA Gold™, kl.10.30 framhald 60+ dans og leikfimi. Nýtt 8 vikna námskeið 21. okt. kr. 16.900 uppselt.
STERK OG LIÐUG – æfingar og teygjur. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 15.900

Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti feb@feb.is

17/10/2019|

Tölvupóstur

Ágætu félagsmenn. Nú er á leiðinni til ykkar tölvupóstur um starfið framundan. Hann mun berast ykkur núna um helgi.

11/10/2019|

Sviðaveisla 2 nóvember 2019

Árleg Sviðaveisla félagsins verður haldin laugardaginn 2 nóvember í hádeginu. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.

02/10/2019|

Dans alla sunnudaga kl. 20.00 í Stangarhylnum.

Hljómsveit hússins. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap. Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn. kr.1.700

27/09/2019|

Ellert B Schram 80 ára

Þann 10. október nk. verður Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttræður. Um það leyti kemur út sjálfsævisaga hans, Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og gefst vinum hans og velunnurum kostur á að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá útgefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866. Bókin verður send kaupendum um mánaðamótin okt./nóv. 2019.

 

Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir 10 okt. nk. Sé óskað eftir að greiða verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, annars verður stofnuð krafa í heimabanka þegar bókin kemur út. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu.

25/09/2019|

Enskunámskeið.

Námskeið í Ensku verður í október tvisvar  í viku í 4 vikur mánudag og miðvikudaga kl. 13.00 – 14.30 fullt, bættum við tíma kl. 11.00 – 12.30 sömu daga, 7 okt.. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir. Áhersla á talað mál. Skráning í síma 588 2111 eða í tölvupósti  feb@feb.is   Námskeiðið kosta 10.000 kr.

25/09/2019|

Bókmenntahópur Jónínu

Bókmenntahópur Jónínu.

Bókaklúbbur FEB hefst að nýju fimmtudaginn 26. sept. Byrjað verður á að lesa nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslækur. Umræðum stýrir sem fyrr Jónína Guðmundsdóttir.

Þessi bók Bergsveins gerist árið 1784, á miklum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Skaftáreldar eru nýafstaðnir, Móðuharðindin eru að ganga af öllum dauðum og danski kóngurinn gerir út sendimann sinn til að kanna ástandið á Íslandi. Sendimaðurinn er sá sem miðlar sýn höfundar og dregur upp samfélagsmynd. Spennandi saga sem sameinar skáldskap og fræðimennsku. – Þessi saga verður umræðuefni í september og október. Efni nóvembertíma verður ákveðið síðar.

Tímarnir verða kl. 13:00 – 15:00 í Stangarhylnum. ATh. breyttur tími.

 

Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti. Verð 2.500 kr.

Allir velkomnir.

25/09/2019|

DANS sunnudag kl. 20.00

Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll.

14/09/2019|

Dagskrá haust og vetur 2019 – 2020

HÉR má sjá dagskrá félagsstarfs FEB veturinn 2019 – 2020. Skráning á feb@feb.is eða í síma 5882111.

10/09/2019|

Zumba og leikfimi fimmtudag

Zumba gold byrjendur og framhald. Sterk og liðug leikfimi fimmtudagsmorgun.

 

08/09/2019|

DANS sunnudaga kl. 20.00

Dansleikir í Stangarhylnum alla sunnudaga kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll.

06/09/2019|

Brottför í ferðina Töfrar Suðurlands kl. 9.00 þann 4. sept.

Farið frá Stangarhyl kl. 9.00. Gisting, kvöldverður og morgunmatur á Smyrlabjörgum sjá smyrlabjorg.is. Fararstjóri Kári Jónasson.

02/09/2019|

SKÁK þriðjudag kl. 13.00

Skákin byrjar sitt hauststarf í Stangarhyl 4 þann 3. september kl. 13.00. Allir velkomnir sem peði geta valdið. Bara að mæta.

02/09/2019|