Fréttir af starfi félagsins

„Lífið er lag“ – þáttur nr 4

HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut í gær þriðjudag eins og alla þriðjduaga kl. 20.30.

17/10/2018|

ENSKA talað mál – byrjar í dag miðvikudag kl. 14.00 hér í Stangarhylnum

Sex vikna æfinganámskeið í ensku fyrir alla, byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Áhersla er á framburð og að læra setningar en minna á málfræði. Námskeiðið fer fram Í Stangarhyl 4 einu sinni í viku á miðvikudögum kl 14.00. Verð kr 10.000. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir sem mörg ykkar þekkja.
17/10/2018|

Í skammarkróknum – Ellert B. Schram formaður FEB

Þegar ég var í Melaskólanum, tíu eða ellefu ára gamall, var ég rekinn úr kennslustofunni og settur í skammarkrók fyrir að hrekkja skólabróðir. Sem ég hafði ekki gert. Mér þótti þetta leiðinleg og ósanngjörn refsing, sem ég man ennþá eftir.

Því er ekki að neita að ég upplifi þessa tilfinningu um þessar mundir, þegar ég les á fésbók, kvartanir og skammir í minn garð, fyrir aðgerðarleysi og rolugang að því er varðar lagfæringar og leiðréttingar á kjörum eldri borgara. (meira…)

16/10/2018|

SVIÐAVEISLA 2018 – skráning stendur yfir

Sviðaveislan góða og girnilega verður haldin í hádeginu laugardaginn 3. nóv. hér í Stangarhylnum. Fullt af frábærum mat og góð skemmtun. Verð kr. 4.500. Skráning á feb@feb.is / sima 588 2111.

15/10/2018|

Starf FEB vikan 14. – 20. okt. 2018

Sunnudagur
DANS kl. 20.00
Heimferð Spánarfara

Mánudagur
ZUMBA Gold™ – byrjun – Fyrsti tíminn
Kl. 9.30 – 11.15
ZUMBA Gold™ – fyrir dömur og herra
Kl. 10.30 – 11.30
STERK OG LIÐUG – leikfimi fyrir dömur og herra
Kl. 11.30 – 12.15 (meira…)

15/10/2018|

ENSKA talað mál – byrjar 17. okt. kl. 14.00 hér í Stangarhylnum

Sex vikna æfinganámskeið í ensku fyrir alla,
byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Áhersla er á framburð og að læra setningar en minna á málfræði.
Námskeiðið fer fram Í Stangarhyl 4 einu sinni í viku á miðvikudögum kl 14.00. Verð kr 10.000. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir sem mörg ykkar þekkja.
Við höfum þetta meiriháttar skemmtilegt og mætum með stílabók og skriffæri.
Upplýsingar og innritun fer fram hjá á feb@feb.is / 5882111 og hjá Margréti í síma 6934490.

08/10/2018|

Gerast félagsmaður

Með því að smella HÉR er hægt að gerast félagsmaður í FEB.

 

06/10/2018|

Árið 1961 – með augun háskólanema í dag

8. október kl. 13.15 í Stangarhylnum – bara mæta og vera með

„Árið er 1961 – nemendur í tómstunda- og félagsmálafræðum kynna heldri borgurum sýn sína á árið 1961
– Tónlist, tískusýning og umfjöllun um árið 1961

06/10/2018|

DANS alla sunnudaga

Dansleikur í Stangarhyl 4, sunnudaga kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi.

05/10/2018|

„Lífið er lag“ þáttur nr 3

HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut í gær þriðjudag eins og alla þriðjduaga kl. 20.30.

03/10/2018|

Ályktun stjórnar FEB vegna fjárlagafrumvarps 2019

Stjórn FEB lýsir yfir sárum vonbrigðum með þau áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að grunnupphæðir lífeyris almannatrygginga eigi aðeins að hækka um 3,4% á næsta ári, samanber fjárlagafrumvarp 2019. Stjórnin telur að þetta feli í sér bæði vanefndir á viljayfirlýsingum og loforðum ráðamanna á undanförnum misserum um að bæta kjör eldri borgara, og brot á 69. grein laga um almannatryggingar. (meira…)

02/10/2018|

ZUMBA fyrir byrjendur – NÝTT-

Nýtt 8 vikna Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjendur

Kl. 9.45 – 10.30 á mánu- og fimmtudögum. Verð kr. 15.900 kr.
Hefst 15. október 2018. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111

(meira…)

01/10/2018|

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – viðbótarferð –

Vegna mikilla vinsælda er búið að bæta 3ju ferðinni við dagana 2.-5. desember. Bókanir á feb@feb.is eða í síma 5882111.
Þrjár ferðir, dagana 18.–21. nóv., 25.–28. nóv. og svo viðbótarferð 2.-5. desember 2018. (meira…)

29/09/2018|

Tölvupóstur á leið til félagsmanna

Ágæti félagsmaður
Félagsstarfið fer vel af stað
Dagleg félagsstarfsemi FEB fer vel af stað og mikil og góð þátttaka í öllu starfi. Áhersla er á hreyfingu og þá bæði með hinum ýmsu námskeiðum í salnum og gönguhópnum sem gengur frá Stangarhylnum og sest svo í kaffi og spjall á eftir.
Hér má sjá dagskrá starfs FEB haustið 2018.
Þarna koma ekki fram upplýsingar um einstaka viðburði, ferðalög og eða annað starf á vegum félagsins eins og byggingarmál og fleira. Þættir sem eru orðnir fyrirferðamiklir, ef við getum orðað það svo, í allri starfseminni.
Einnig viljum við beina athygli ykkar félagsmanna á aðra beina eða óbeina hreyfingu sem eru ferðalög á vegum félagsins og samstarfsaðila.

(meira…)

26/09/2018|

Bókmenntahópur byrjar á fimmtudag 27. sept kl. 14.00

Bókmenntahópurinn undir leiðsögn Jónínu Guðmundsdóttur byrjar sitt starf aftur á morgun fimmtudag. Bara að mæta, taka þátt og njóta.

26/09/2018|

Gönguhópur alla miðvikudaga

Gönguhópur fer frá Stangarhylnum kl. 10.00. Kaffi, rúnstykki og spjall á eftir.

25/09/2018|

Þingályktunartillaga um að skattfrelsismörk hækki í 300. þús.

Í gær 24. sept. 2018 lagði Flokkur fólksins fram þingályktunartillögu um að skattfrelsismörk hækkuðu í 300 þús. kr. Það þýðir 106.387 kr. persónufrádráttur. Fyrsti flutningsmaður er dr. Ólafur Ísleifsson og er tillagan unnin að hans frumkvæði. HÉR má sjá ályktunina.

25/09/2018|

Lífið er lag – sýningar hefjast að nýju í kvöld þriðjudag 25. sept. kl. 20.30

Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 25. september kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram í desember. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB.
Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur HÉR á feb.is og á Facebook.
Fyrir þá sem misstu af fyrri þáttum má horfa  á þá HÉR

 

24/09/2018|

DAGSKRÁ starfs FEB haustið 2018

Smellið HÉR til að skoða dagskrá félagsstarfsins hjá FEB

Hér koma ekki fram einstaka viðburðir, ferðalög og eða annað starf eins og byggingarmál á vegum félagsins.

24/09/2018|

Kynningarferð til Spánar 9. – 16. október í samstarfi við Spánarheimili

Markmið er skemmtun, golf, fræðsla og upplýsandi kynning á svæðinu og að búa á Spáni til lengri eða skemmri tíma. Flogið til Alicante og keyrt á Costa Blanca svæðið.
Spánarheimili og FEB kynna samstarf um aðstoð við félagsmenn FEB um leiðsögn og ráðgjöf við fasteignakaup á Spáni og leigu fasteigna til bæði lengri tíma og skammtímadvalar á Spáni. (meira…)

21/09/2018|