Fréttir af starfi félagsins

DANS sunnudag kl. 20.00 í Stangarhyl 4

Dansleikur sunnudag 18. nóv. kl. 20.00 eins og (næstum) alla sunnudaga í Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi.

15/11/2018|

„Lífið er lag“ þáttur nr. 8

HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut s.l. þriðjudag eins og alla þriðjudaga kl. 20.30.
15/11/2018|

BÓKAKLÚBBUR FEB – takið frá 21. og 29. nóv. 2018 kl. 14.00

Fimmtudagur 22. nóv. kl. 14.00 í Stangarhyl 4 Í skugga drottins
Lesin og rædd söguleg skáldsaga eftir Bjarna Harðarson, sem gerist á 18. öld og fjallar um líf alþýðu og ýmsa áþján sem landsetar biskupsstólsins í Skálholti þurfa að undirgangast. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.
Fimmtudaginn 29. nóv. mun svo Bjarni Harðarson halda fyrirlestur um bók sína „Í skugga Drottins“.
14/11/2018|

GJAFABRÉF FEB – tilvalið um þessar mundir

Ekki gefa eitthvað, gefðu frekar Gjafabréf FEB – það er hugurinn sem skiptir máli.
Með Gjafabréfi FEB er ekkert mál fyrir viðtakandann að velja rétt. Gjafabréf FEB er tilvalin gjöf og viðtakandinn fær alltaf eitthvað við sitt hæfi hjá FEB – Námskeið, ferð innanlands sem í ferðirnar erlendis. Þægilegt er að panta gjafabréf með pósti á feb@feb.is

14/11/2018|

Dagskrá FEB – vikan 11. – 17. nóv. 2018

Sunnudagur
DANS kl. 20.00
Mánudagur
ZUMBA Gold™ – byrjun
Kl. 9.45 – 10.30
ZUMBA Gold™ – fyrir dömur og herra
Kl. 10.30 – 11.30
STERK OG LIÐUG – leikfimi fyrir dömur og herra
Kl. 11.30 – 12.15
Þriðjudagur
SKÁK kl. 13.00
(meira…)

12/11/2018|

Gerast félagsmaður

Með því að smella HÉR er hægt að gerast félagsmaður í FEB.

09/11/2018|

DANS alla sunnudaga kl. 20.00 í Stangarhyl 4

Dansleikur sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Mætum öll og skemmtun okkur í góðra vina hópi.

09/11/2018|

Ertu á leið í flug? – afsláttarsamningur FEB og BaseParking

Félagsmenn, þar sem við vitum að mörg ykkar eru á faraldsfæti þessa dagana þá viljum við vekja athygli á samningi FEB við BASEPARKING í flugstöðinni í Keflavík;
Núna fá meðlimir FEB að kynnast þægindunum við það að láta okkur leggja bílnum fyrir sig, þurfa ekki að skafa snjóinn af bílnum eða labba að bílnum í kuldanum! Félagar munu labba beint í bílana sína við heimkomu, þar sem bifreiðarnar bíða heitar fyrir utan komusalinn í Leifsstöð.
Þjónusta BaseParking virkar þannig að við hittum viðskiptavininn beint fyrir utan flugstöðina, þar tekur merktur starfsmaður á móti viðskiptavininum. Svo er bíllinn afhentur fyrir utan komusalinn við heimkomu. (meira…)

09/11/2018|

„Lífið er lag“ – þáttur nr 7

HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut s.l. þriðjudag eins og alla þriðjudaga kl. 20.30.

07/11/2018|

Fjölmenn og skemmtileg Sviðaveisla – takk allir

Aldrei fjölmennari Sviðaveisla en í dag. Fullt hús góðs matar frá Múlakaffi. Skemmtileg skemmtiatriði takk fyrir; Kristján Björn Snorrason, Gleðisveitin PLÚS, Karl Karlsson, hjónin fyrir sönginn. Fyrirtæki sem lögðu okkur til happdrættisvinninga.

(meira…)

04/11/2018|

AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI – námskeið dagana 21. og 28. nóv. 2018 – innritun hafin

Enn ein nýjungin hjá FEB. 
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook. 

(meira…)

02/11/2018|

Sviðaveislan 3. nóv. – fullbókað

Fullbókað er í Sviðaveisluna í hádeginu n.k. laugardag 3. nóv.

01/11/2018|

STERK OG LIÐUG – leikfimi fyrir alla

Nýtt 8 vikna námskeið hefst mánudaginn 29. október kl. 11.30 – 12.15 á mánu- og fimmtudögum – verð kr. 15.900. Nú er um að gera að byrja á því sem lengi hefur staðið til. Leiðbeinandi sem fyrr Tanya Dimitrova.
Skráning á feb@feb.is / síma 5882111
22/10/2018|

„Lífið er lag“ – þáttur nr 5

HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut s.l. þriðjudag eins og alla þriðjudaga kl. 20.30.

17/10/2018|

ENSKA talað mál – byrjar í dag miðvikudag kl. 14.00 hér í Stangarhylnum

Sex vikna æfinganámskeið í ensku fyrir alla, byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Áhersla er á framburð og að læra setningar en minna á málfræði. Námskeiðið fer fram Í Stangarhyl 4 einu sinni í viku á miðvikudögum kl 14.00. Verð kr 10.000. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir sem mörg ykkar þekkja.
17/10/2018|

Í skammarkróknum – Ellert B. Schram formaður FEB

Þegar ég var í Melaskólanum, tíu eða ellefu ára gamall, var ég rekinn úr kennslustofunni og settur í skammarkrók fyrir að hrekkja skólabróðir. Sem ég hafði ekki gert. Mér þótti þetta leiðinleg og ósanngjörn refsing, sem ég man ennþá eftir.

Því er ekki að neita að ég upplifi þessa tilfinningu um þessar mundir, þegar ég les á fésbók, kvartanir og skammir í minn garð, fyrir aðgerðarleysi og rolugang að því er varðar lagfæringar og leiðréttingar á kjörum eldri borgara. (meira…)

16/10/2018|

SVIÐAVEISLA 2018 – skráning stendur yfir

Sviðaveislan góða og girnilega verður haldin í hádeginu laugardaginn 3. nóv. hér í Stangarhylnum. Fullt af frábærum mat og góð skemmtun. Verð kr. 4.500. Skráning á feb@feb.is / sima 588 2111.

15/10/2018|

ENSKA talað mál – byrjar 17. okt. kl. 14.00 hér í Stangarhylnum

Sex vikna æfinganámskeið í ensku fyrir alla,
byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Áhersla er á framburð og að læra setningar en minna á málfræði.
Námskeiðið fer fram Í Stangarhyl 4 einu sinni í viku á miðvikudögum kl 14.00. Verð kr 10.000. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir sem mörg ykkar þekkja.
Við höfum þetta meiriháttar skemmtilegt og mætum með stílabók og skriffæri.
Upplýsingar og innritun fer fram hjá á feb@feb.is / 5882111 og hjá Margréti í síma 6934490.

08/10/2018|

Gerast félagsmaður

Með því að smella HÉR er hægt að gerast félagsmaður í FEB.

 

06/10/2018|

Árið 1961 – með augun háskólanema í dag

8. október kl. 13.15 í Stangarhylnum – bara mæta og vera með

„Árið er 1961 – nemendur í tómstunda- og félagsmálafræðum kynna heldri borgurum sýn sína á árið 1961
– Tónlist, tískusýning og umfjöllun um árið 1961

06/10/2018|