Fréttir af starfi félagsins

GLEÐILEGT SUMAR kæru félagsmenn

18/04/2018|

Zumba tíminn færist til föstudags 20. april

ZUMBA Gold tíminn sem vera ætti á morgun (sumardaginn fyrsta) færist til föstudags 20. apríl kl. 10.30 (sama tíma).
Næsta námskeið er svo að hefjast á mánudögum og fimmtudögum kl. 10.30 – bara mæta og taka þátt.

18/04/2018|

Lífið er lag – þáttur nr þrjú aðgengilegur

Þáttur nr þrjú af Lífið er lag er á Hringbraut í kvöld, sem frumsýndur var 17. apríl  er nú aðgengilegur HÉR
Hér er einnig þáttur nr tvö ef ehv hefur misst af

17/04/2018|

Vortónleikar Kórs FEB og Kátra karla föstudag 27. apríl 2018 kl 17.00

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 17.00. Stjórnandi kóranna er Gylfi Gunnarsson
Undirleikari: Jónas Þórir – Einsöngvarar: Þorgeir Andrésson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir  Saxafónleikari: Reynir Þ. Þórisson Fjölbreytt efnisskrá – Miðaðverð kr. 2.000.
17/04/2018|

Ferðin til Pétursborgar – öll viðbótarsætin seld….

Fullbókað er í þessa fjórðu ferð félagsins og væntanlega þá síðustu í bili. En vegna áhuga hefur tekist að bæta við fjórum sætum / miðum. (meira…)

14/04/2018|

Gerast félagsmaður

Ef þú ert ekki þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta úr því HÉR; (meira…)

13/04/2018|

DANS alla sunnudaga kl. 20.00

Dansleikur sunnudaga kl. 20.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins leikur.

13/04/2018|

Takið 5. maí frá – Opinn fundur með stjórnmálaflokkunum –

FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og GRÁI HERINN boða til opins fundar með stjórnmálaflokkum, laugardaginn 5. maí 2018, kl. 10.30.  Fundarstaður; Ráðhúsið, Tjarnarsalur.
(meira…)

11/04/2018|

Lífið er lag kl. 20.30 á þriðjudögum

Þáttur nr tvö af Lífið er lag er á Hringbraut í kvöld, þriðjudag 10. apríl, kl. 20.30. Þættirnir verða aðgengilegir HÉR að lokinni frumsýningu.

10/04/2018|

Komandi Pétursborgarfarar

Fundur með með okkur Pétri Óla fararstjóra verður n.k. fimmtudag 12. apríl kl. 16.30 í Stangarhyl 4.

09/04/2018|

Við lifum núna – Ellert B Schram formaður FEB

Sólin hækkar á himni og vorið nálgast. Veðrið er yndislegt þegar þetta er skrifað og það er eins og áður um ævina, að með batnandi veðri, sólskini, farfuglum og fegurð náttúrunnar, líður okkur betur og elskum lífið. Blómin springa út og grasið sprettur.  (meira…)

09/04/2018|

Lífið er lag byrjar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30

Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 3. apríl kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram til loka maí.  (meira…)

01/04/2018|

GLEÐILEGA PÁSKA kæru félagsmenm og aðrir landsmenn

29/03/2018|

Ný félagsskírteini eru leið til ykkar kæru félagsmenn

Í umslaginu eru auk nýs félagsskírteinis FEB, VIÐBÓT við Afsláttarbókina og sértilboð til félagsmanna frá Heimsferðum og AHA / Nettó.

27/03/2018|

Bókmenntahópur á fimmtudaginn 22. mars kl. 14.00 – 16.00

Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu: Auður, Vígroði og Blóðug jörð. Jónína Guðmundsdóttir fjallar um bækurnar og stýrir umræðum.

 

19/03/2018|

„Áfangasigur“ – starfshópur fjalli um kjör aldraðra

08/03/2018|

Húllumhæ í Stangarhyl á fimmtudaginn 15. mars

Fimmtudaginn 15. mars nk. frá klukkan 16.15 – 18.15 verður sannkallað húllumhæ hér í Stangarhylnum, húsnæði FEB. Nemendur í áfanganum Viðburðar og verkefnastjórnun við Háskóla Íslands standa fyrir viðburðinum.  Ýmsir tónlistarmenn munu koma fram og syngja íslensk dægurlög í bland við nýja tóna ásamt því að danspar ársins 2017 kemur og sýnir dansatriði.  Kaffi og með‘því í hléi.

Við hvetjum alla til þess að koma og gera sér glaðan dag með okkur

08/03/2018|

– N Ý j U N G – Frásagnir og ferðasögur á fimmtudaginn

Fyrsti fyrirlesturinn á fimmtudag 8. mars kl. 14.00 – Bryndís Schram mun fjalla um lífið, í gleði og alvöru.
FEB félagar fá tækifæri til að segja frá einu og öðru sem á daga þeirra hefur drifið í lífinu, segja frá ferðum sínum eða að kynna ferðir á vegum félagsins sem framundan eru.

(meira…)

02/03/2018|

Aðalfundur FEB haldinn miðvikudaginn 28. feb.

Mikið starf og góð afkoma
„Formaðurinn, Ellert B. Schram flutti skýrslu stjórnar og sagði frá því helsta sem væri á döfinni hjá félaginu. Félagsmönnum fjölgar ört og eru nú rúmelga 11.400 talsins. Félagsstarfið er afar fjölbreytt og vel sótt nánast í öllu sem í boði er. Þá lýsti hann kjarabaráttunni og þeirri þrautagöngu, sem hann, framkvæmdastjórinn og stjórnarmenn hafa oft átt í á undanförnu ári, þó auðvitað hafi þó nokkuð áunnist í hagsmunamálum þessa aldurshóps“
(meira…)

27/02/2018|

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018 – 5 VIÐBÓTARSÆTI – fyrstur bókar fyrstur fær………..

Vegna mikils áhuga höfum við bætt við fimm sætum í ferðina til Pétursborgar þar sem nánast allt er innifalið. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár. Verð rétt um 199.500 kr. Fyrir einbýli + 39.000 kr. Skráning í þessi fimm viðbótarsæti er á feb@feb.is eða í síma 5882111  (meira…)

27/02/2018|