Ferðalög á vegum félagsins hafa verið skipulögð frá 1986

Ferðlög á næstunni  – Allt bókanlegt á feb@feb.is eða síma 5882111

2019

PÉTURSBORG og HELSINKI 14. – 19. maí 2019
– með fyrirvara um breytingar

Dagur 1   þriðjudagur 14. maí
Flug til Helsinki.  Lent þar um kl. 14.00
Ekið með rútu til St. Pétursborgar. Komið þangað ca. kl. 21.00 að staðartíma. 

Dagur 2  miðvikudagur 15. maí
10.00   Brottför
Skoðunarferð um miðborgina
Farið í Hermitage safnið
13.30  Hádegisverður
Til baka á hótel
19.00 Kvöldverður með Rússneskum skemmtikröftum veitingastað í St. Pétursborg

Dagur 3  fimmtudagur 16. maí
10.00   Brottför
Farið í virki St. Péturs og Páls. Grafreitur Romanov ættarinnar
13.00 Hádegisverður
St. Isaccs kirkja skoðuð
Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjáls tími.

Dagur 4  föstudagur 17. maí
Frjáls dagur – óformleg skoðunarferð

Dagur 5  laugardagur 18. maí
10.00  Brottför
Farið í Minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad
Peterhoff gosbrunnagarðurinn skoðaður
15.30   Miðdagsverður í Podvorija. 5 rétta ekta Rússneskur málsverður. Komið seint heim á hótel

Dagur 6 sunnudagur 19. maí
06.00   Brottför frá hóteli
06.40   Farið með Allegro hraðlestinni til Helsinki
10.30   Skoðunarferð um Helsinki
13.30   Komið  á flugvöllinn fyrir flug til Íslands.

Innifalið.

 • Gisting með morgunverðarhlaðborði á hótel Moskva í 5 nætur.
 • Rúta frá Helsinki til St. Pétursborgar og í St. Pétursborg eftir þörfum.
 • Allegro hraðlestin frá St. Pétursborg til Helsinki.
 • Rúta í Helsinki frá brautarstöð á flugvöll.
 • 5 x aðgöngumiðar að söfnum og minnismerkjum.
 • 2 x hádegisverðir.
 • 2 x stórveislur með skemmtikröftum.
 • Skoðunarferð í Helsinki á heimleið.
 • Kynningarfundur í Stangarhyl fyrir ferðina.
 • Fararstjórn og leiðsögn.
 • Annað sem tilgreint er í dagskrá.

Ekki innifalið.

 • Þjórfé fyrir bílstjóra og staðarleiðsögumenn.

Símanúmer Pétur Óli 893 5611 og Gísli 861 2220

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar nóv. – des. 2018

Ferðirnar verða fjórar, dagana 18. – 21. nóv. , viku síðar 25. – 28. nóvember og svo tvær ferðir í byrjun desember. Ferðast með Icelandair í samstarfi við Hótelbokanir. Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin og sama verð og í fyrra.

Verð pr mann í tvíbýli kr. 117.800 og á mann í einbýli kr. 139.500.
Bókanir á feb@feb.is eða í síma 5882111. Fullbókað.

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar á vegum FEB í nóv- og desember 2018

 

FEB hefur tekið að sér sölu og umsjón með hinum geysi vinsælu Aðventuferðum eldri borgara sem Emil Guðmundsson og Icelandair hafa skipulagt um árambil í samstarfi við Hótelbókanir.
Ferðirnar verða fjórar,  dagana 18.-21. nóvember, viku síðar, eða 25.-28. nóvember og svo í byrjun desember.
Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin sem verið hefur.
Dagskráin er eftirfarandi og gildir fyrir báðar ferðir; (4 dagar – 3 nætur)
Sunnudagur: Flogið er með Icelandair kl. 07:45 og lent á Kastrup flugvelli kl. 11:45 að staðartíma. Þaðan er ekið á Absalon Hotel þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Hótelið er vel staðsett og stutt að ganga að Tívolí, Ráðhústorgi og verslunum á Strikinu. Við innritun á hótelið afhendir fararstjóri aðgöngumiða að Tívoli sem nota þarf á þriðjudegi þegar farið í ,,julefrokost“ í Gröften.
Kl. 19:00 Kvöldverður á Restaurant Karla þar sem boðið eru upp á gómsætan danskan mat. Einn drykkur (öl/gos) innifalinn. Ekið verður í rútu frá Absalon kl. 18.45 en farþegar koma sér sjálfir til baka. Veitingastaðurinn er í 15 mín. göngufæri eða 5 mín. með leigubíl.
Mánudagur: Kl. 09:45 er lagt af stað frá hótelinu að Ráðhústorginu þar sem við hittum Sigrúnu Gísladóttir sem fer með okkur í gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn. Gengið um gamla bæinn, síðustu bústaðir manna eins og Jónasar Hallgrímssonar og Baldvins Einarssonar heimsóttir. Litið inn í Frúarkirkju, Háskólinn skoðaður ásamt Gamla Garði (Regensen), Sívalaturni, Grábræðratorgi, Hallarhólmanum og endað á Hvids Vinstue við Kongens Nytorv þar sem upplagt er að fá sér hressingu t.d. glögg og smörrebröd. Frjáls dagskrá sem eftir lifir dagsins.
Þriðjudagur: Kl. 09:30 er heimsókn í Jónshús þar sem staðarhaldari, Halla Benediktsdóttir, tekur á móti gestum og segir frá sögu hússins. Þar verður boðið upp á hressingu og að því loknu er ekið í “Fisketorvet “, en það er stórverslun, svipuð og Kringlan í Reykjavík. Það er um það bil 15 mín. göngutúr á hótelið, hver og einn dvelur þarna að vild, en þarna eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir. Kl. 19:00 er snæddur ekta danskur “julefrokost” í Tívolí á Restaurant Grøften, sem er í göngufæri frá Absalon Hotel.
Miðvikudagur: Kl. 11.30 er skráð út af hótelinu en farangur geymdur þar.
Kl. 11:45 er ekið áleiðis að Nýhöfn þar sem farið verður í mjög skemmtilega siglingu um síkin þar sem saga jazzins er sögð og leikin af hljómsveit Michael Bøving og félaga hans. Frjáls dagskrá fram eftir degi en gestir komi sér sjálfir til baka á hótelið. Kl. 17:00 er brottför frá hótelinu á Kastrup flugvöll en brottför er með Icelandair kl. 20:05 og lent í Keflavik kl. 22:25.
Bókun í ferð: Skráning og greiðsla er á heimasíðu FEB í síma 588-2111 eða á netfangið feb@feb.is
Verð pr mann í tvíbýli kr 117.800 og á mann í einbýli kr 139.500

Þeir sem eiga Vildarpunkta geta keypt gjafabréf fyrir þá og nýtt sem greiðslu upp í pakkaferð. Sjá allt um það hérna: https://www.icelandair.is/frequent-flyer/
Innifalið í verði er: Flug,skattar og innritaður farangur, gisting á Absalon Hotel 4* í 3 nætur m/morgunverði, akstur til/frá flugvelli erlendis og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, kvöldverður og einn drykkur á komudegi, ”julefrokost” á Restaurant Grøften sem og sigling um síkin með Jazzbandi Michale Bøving . Frekari upplýsingar hjá FEB í síma 588-2111 eða feb@feb.is

Færeyjar

FÆREYJAR

Margir hafa spurt um Færeyjaferð. Því höfum sett upp ferð til Færeyja 24. – 30. október 2018. Farið verður með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur. Allar skoðunarferðir í Færeyjum, auk hringferðar um Ísland innifaldar. Glæsilegir kvöldverðir og morgunmatur alla dagana. Verð aðeins kr 145.000 -. Bókun hafin á feb@feb.is og síma 5882111
Fararstjórar: Gísli Jafetsson og Steinþór Ólafsson bílstjóri

Dagskrá:

Dagur 1.  Miðvikudagur 24 okt.
Lagt af stað frá FEB við Stangarhyl kl. 07.00. Ekið norður leiðina og fyrsta stopp í Staðarskála. Næsta stopp verður í Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 12.00 og stoppað í hádegismat. Næst er stoppað í að Skútustöðum og þar næst á Skjöldólfsstöðum  í Jökuldal. Þaðan er svo ekið til Seyðisfjarðar. Norröna siglir svo kl. 20.00 til Þórshafnar.

Dagur 2.  Fimmtudagur 25. okt.
Við komum til Þórshafnar um kl. 15.00 og þaðan er farið beint á Hótel Hafnía og kvöldverður á hótelinu um kl. 19.00. Frjáls tími til að skoða Þórshöfn.

Dagur 3.  Föstudagur 26. okt.
Kl. 10.00 er lagt af stað til Eiði og þaðan Gjugv framhjá Slattartind sem er hæsta fjall Færeyja.  Þar er möguleiki á hádegisverði. Þaðan er svo ekið til Klaksvik og Kirkju. Við komum svo aftur á hótelið ca kl. 17.00 og kvöldverður um kl. 19.00.

Dagur 4.  Laugardagur 27. okt.
Kl. 10.00 er farið norður til Gasadal. sem er fámennasta byggðin í Færeyjum aðeins 150 manns sem búa þar í dag.

Dagur 5.  Sunnudagur 28. okt.
Núna er farin bæjarferð um Þórshöfn. Bæði akandi og gangandi.

Dagur 6.  Mánudagur 29. okt.
Mæting um borð í Norrönu kl. 12.00 en skipið leggur af stað til Íslands kl. 14.00.    Kvöldverður um borð í Norrönu kl. 19.00.

Dagur 7.  Þriðjudagur 30. okt.
Komið til Seyðisfjarðar kl. 10.00 og þaðan er svo ekið til Reykjavíkur. Stoppað í hádeginu á Djúpavogi og fáum okkur næringu. Næst er stoppað í Freysnesi (Skaftfelli) og seinasta stoppið í Vík. Komið til Reykjavíkur ca. Kl. 20.00.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskránni ef þurfa þykir og til bóta fyrir farþega.

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018

Vegna mikils áhuga og biðlista í síðustu ferðir höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu. Það hefur tekist svo vel til undanfarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár. Verð rétt um 199.500 kr. Fyrir einbýli + 39.000 kr.
Skráning er hafin á feb@feb.is eða í síma 5882111
Dagskrá

Dagur 1.   Miðvikudagur 9. maí
Flug til Helsinki.   Lent þar um kl. 14.00.
Ekið með rútu til St. Pétursborgar. Komið þangað ca. kl. 21.00 að staðartíma.

Dagur 2.  Fimmtudagur 10. maí

10.00 Brottför frá hóteli.
Skoðunarferð um miðborgina.
Farið í virki St. Péturs og Páls. Grafreitur Romanov ættarinnar.
13.00 Hádegisverður.
St. Isaccs kirkja skoðuð.
19.00 Kvöldverður með Rússneskum skemmtikröftum á veitingastað í St. Pétursborg.

Dagur 3.  Föstudagur 11. maí
10.00 Brottför frá hóteli.
Farið í Hermitage safnið.
13.30   Hádegisverður.
Til baka á hótel
Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjáls tími.

Dagur 4.  Laugardagur 12. maí
10.00  Brottför frá hóteli.
Farið í Minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad.
Peterhoff gosbrunnagarðurinn skoðaður.
15.30 Miðdagsverður í Podvorija – 5 rétta ekta rússneskur málsverður.

Dagur 5.  Sunnudagur 13. maí
Rútuferð á völlinn þar sem leikið verður í heimsmeistarakeppninni næsta sumar.
Höldum síðan að Blóðkirkjunni í miðborginni og svo frjálst síðdegi.

Dagur 6. Mánudagur  14. maí
06.00 Brottför frá hóteli.
06.40 Farið með Allegro hraðlestinni til Helsinki.
10.30 Skoðunarferð um Helsinki.
13.30  Komið  á flugvöllinn fyrir flug til Íslands.
 
Innifalið:
• Gisting með morgunverðarhlaðborði á hótel Moskva í 5 nætur.
• Rúta frá Helsinki til St. Pétursborgar og í St. Pétursborg eftir þörfum.
• Allegro hraðlestin frá St. Pétursborg til Helsinki.
• Rúta í Helsinki frá brautarstöð á flugvöll.
• 5 x aðgöngumiðar að söfnum og minnismerkjum.
• 2 x hádegisverðir.
• 2 x stórveislur með skemmtikröftum.
• Skoðunarferð í Helsinki á heimleið.
• Fararstjórn og leiðsögn.
• Annað sem tilgreint er í dagskrá.

Hér má sjá myndir frá Pétursborg

Rútuferð til allra höfuðborga Norðurlanda 28. mars – 6. apríl 2018
Ferðast með sömu rútunni frá Reykjavík þann 28. mars og endað í Kaupmannahöfn 6. apríl. Glæsileg en gæti orðið nokkuð „strembin“ ferð. Verð rétt um 199.500.
Bókun á feb@feb.is eða í síma 5882111

28. mars
Dagur 1. Lagt af stað kl. 07.00 um morguninn og komið til Seyðisfjarðar kl. 19.00.
Stoppað á Hellu/Hvolsvelli. Einnig verður stoppað í Freysnesi. Jökulsárslóni og Djúpavogi.
29. mars
Dagur 2. Komið til Færeyja um miðjan dag og farið í 3 til 4 tíma skoðunarferð m.a til Gjögv.
30. mars
Dagur 3. Hvíldardagur um borð í Norrönu. http://www.smyrilline.dk/
31. mars
Dagur 4. Komið til Hirtshals kl. 10.00 og farið þaðan til Skagen og snæddur hádegisverður og þaðan förum við á nyrsta odda Danmerkur þ.e. Grenen. Þaðan förum við svo aftur til Skagen og skoðum listasafn með málverkum Skagen Museum þar sem er fágætt safn málverka eftir hina frægu Skagen málara. Síðan er ekið til Frederiskhavn og þurfum að vera komin þangað um kl. 18.00. Ferjan Jutlandia fer kl. 20.00. Það er ca 3,5 klukkustundar sigling til Gautaborgar, svo við verðum komin á hótelið ca kl. 24.00. Gist verður á hótelinu Clarion Hotel Post, Gautaborg  http://clarionpost-gothenburg.hotel-rn.com/
 1. apríl
Dagur 5. Farið af stað kl. 9.00 til Ósló og komið þangað um hádegi og farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Holmenkollen og Vigeland garðinn auk þess sem óperunni mun bregða fyrir. Gist verður á hótelinu Scandic Solli sem er í námunda við Aker Brygge https://www.scandichotels.com/hotels/norway/oslo/scandic-solli
 2. apríl
Dagur 6. Lagt af stað snemma ekki síðar en kl. 8.00 til Stokkhólms. Þessi dagur verður nokkuð strembinn því ferjan fer kl. 16.30 frá Stokkhólmi til Helsinki svo við þurfum að vera komin eigi síðar en kl. 16.00 að ferjunni. Ferjan stoppar stutt í Mariehamn á Álandseyjum á leiðinni. Í ferjunni  verður hlaðborð innifalið og svo sofið um nóttina.
 3. apríl
Dagur 7. Komið til Helsinki kl. 10.00 og þá er farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Klettakirkjuna – Temppeliaaukion Kirkko. Þá er einnig frjáls tími áður en farið er aftur um borð í ferjuna og siglt til Stokkhólms. Þurfum að vera komin aftur í ferjuna ca. Kl. 16.30. Síðan hlaðborð, skemmtun og gisting.
 4. apríl
Dagur 8. Komið til Stokkhólms um kl. 10.00 og fyrst farið í bæjarferð og skoðum m.a. Vasa safnið, Gamla Stan  og endað í Drottningholms Slott og lagt af stað kl. 16.00 til hótel Söderköping Brunn þar sem við njótum kvöldverðar og gistum. http://soderkopingsbrunn.se/
 5. apríl
Dagur 9. Lagt af stað kl. 9.00 og ekið til Kalmar og Kalmar Slott skoðuð og hádegisverður. Áfram haldið til Kaupmannahafnar og komið þangað um kl. 18.00. Gisting á Comfort Hotel Vesterbro  https://www.galahotels.com/en/Hotel/denmark_64/copenhagen_4062/comfort_hotel_vesterbro_121629?gclid=Cj0KCQiAgs7RBRDoARIsANOo-HhfpnEKn-e3ANr9CnhXg9Fc16kzjiySmWlqJpesRpkDbIMIQajGo-0aArW8EALw_wcB
 6. apríl
Dagur 10. Um morguninn er farið bæjarferð og Hafmeyjan er m.a. skoðuð og svo frjáls tími.
Flug heim um kvöldið FI213 kl. 19.45, Terminal 3, Kastrup og lent í Keflavík kl. 20.55Innifalið
 • 10 daga ferð.
 • Kynningarfundir á undan og um borð í Norrönu á leiðinni.
 • Allar ferjusiglingar.
 • Flug heim með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergjum með baði og klefum.
 • Morgunverðir á hótelum og ferjum.
 • 7 kvöldverðir / kvöldverðarhlaðborð um borð í ferjum.
 • 7 hádegisverðir. Allur matur um borð í ferjum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangseyrir inn á flest söfn.
 • Ferjan í skoðunarferð á Skagen.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Ehv hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Einstök ferð til allra höfuðborga Norðurlanda

Ferð í Þjórsárdal 12. júní

Gullæðin Þjórsá, hvaðan kemur orkan okkar – hvernig voru vistarverur  forfeðra okkar á söguöld? Rafmögnuð ferð um helsta virkjanasvæði landsins og því má vænta þess að stuð verði. Lagt af stað frá Stangarhyl kl. 8.30 og ekið sem leið liggur um Hellisheiði og upp Skeið og upp í Þjórsárdal.

Náttúruperlan Þjórsárdalur skoðuð. Farið í Þjóðveldisbæinn með leiðsögn. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Bærinn er tilgátuhús byggt á einu stórbýli þjóðveldisaldar og þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Að lokinni heimsókn í Þjórsárdal verður ekið áfram upp fyrir Búrfellsvirkjun. Fyrir ofan Búrfell sjáum við síðan yfir „Hafið“ sem svo er kallað en á þessu svæði hafa þegar verið reistar tvær vindmyllustöðvar. Í Árnesi bíður okkar kaffihlaðborð ásamt því að fara í Þjórsárstofu sem við skoðum. Að lokinni kaffidrykkju ökum við áfram og heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og fræðumst um orkuvinnsluna á Hellisheiði áður en við ljúkum ferðinni í Reykjavík. Fararstjóri Sigurður Þórðarson. Verð kr. 12.000. 

Ferð í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð 12. – 15. ágúst
Fjórða árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Fararstjóri Valgarður Egilsson, læknir. Verð kr. 99.000. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. 

Fjallabaksleið nyrðri 21. ágúst
Ferðin tekur heilan dag og fer svolitið eftir ástandi vegna og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson. Verð kr. 12.000. 

Reykjanes / Suðurnes Dagsferð um Reykjanesið 24. ágúst

 • Lagt af stað frá Stangarhyl kl. 9.00 og haldið til Víkingaheima. Skoðum víkingaskipið „Íslending“ sem er endurgerð Gauksstaða skipsins.  Á safninu bíður okkar kaffi og kleina.
 • Næsta stopp er á Garðskaga við vitanna og erum komin þangað ca kl 11.15 og við kíkjum á Sjóminjasafnið á Garðskaga.
 • Hádegisverður á Vitanum í Sandgerði. Boðið er uppá hlaðborð.
 • Eftir hádegisverðinn er svo farið í Hvalneskirkju
 • Því næst er stansað við Brúna milli heimsálfanna
 • Reykjanesviti er svo á dagsskránni en þar var fyrsti vitinn á Íslandi reistur árið 1878 og tekinn í notkun sama ár 1. desember.
 • Gunnuhver er einstakur staður og þar stönsum við og skoðum.
 • Að lokum stönsum við í Saltfisksetrinu Grindavík og fáum okkur kaffi áður en lagt er af stað til Reykjavíkur. Verð: 11000 pr, mann allt innifalið. 

Lýsing á mörgum þessara ferða er í nýjustu Félagstíðindum sem nýlega hefur borist ykkur.

San Francisco

Spennandi haustferð Félags eldri borgara til Kaliforníu 2. – 8. september 

Sunnudagur 2. september: 17.00 Beint flug Icelandair frá Keflavík til   San Francisco – flugtími er 8.55 klst. 18.55 Lent á San Francisco flugvelli.    Ekið með rútu að Holiday Inn Golden Gateway   þar sem gist verður í 6 nætur.
Mánudagur 3. september: Frjáls dagur – tækifæri til að jafna sig eftir tímamismun og aðlagast Kyrrahafsloftslagi í borginni. Hægt að komast leiðar sinnar með hinum þekktu sporvögnum og tilvalið að skoða sig um við höfnina t.a.m. við The Fishserman‘s Wharf.
Þriðjudagur 4. september: 
Kl. 8.00 er haldið af stað í dagsferð með rútu til suðurs meðfram kyrrahafsströndinni að Monterey Bay-skaganum og eftir það ekið um „17-mile drive“ áleiðis að Carmel þar sem stansað verður í 2 klst. Stoppað víða á leiðinni þar sem hægt verður að taka ljósmyndir á þessari stórkostlegu leið niður strandlengjuna og margir staðir barðir augum eins Santa Cruz, Capitola og Cannery Row.  Á þessu svæði er einn frægasti golfvöllur í heimi, Pebble Beach ásamt fjölda annarra fallegra staða. Stórbrotin náttúra og hverrar mínútu virði að kynna sér. Sérhæfður leiðsögumaður fræðir gesti um þessa staði meðan á ferðinni stendur. Komið til baka um kl. 19.00.
Sporvagnarnir í San Francisco.
Holiday Inn Golden Gateway er glæsilegt og vel staðsett hótel í miðborg San Francisco.
Fimmtudagur 6. september: Frjáls dagur í San Francisco. Tilvalinn til að skoða sig um, versla og borða góðan mat. Einnig gefst tækifæri til fara í stuttar skoðunarferðir.
Föstudagur 7. september: Kl. 08.30 verður haldið í skoðunarferð um San Francisco þar sem víða verður komið við. Ýmsir þekktir staðir heimsóttir eins og Golden Gate Park, China Town, Fisherman’s Wharf, Victory homes, North Beach og Presidio National Park. Síðasti hluti ferðarinnar er með bát að „The Rock“ þar sem stigið verður á land og hið illmræmda fangelsi Alcatraz skoðað. Sérhæfð leiðsögn um sögu þessa heimsþekkta fangelsis. Komið til baka um kl. 16.30.
Laugardagur 8. september – brottfarardagur: 10.30 Check-out.  11.00 Brottför með rútu frá hóteli að San Francisco flugvelli   þar sem innritun fer fram í flug til Íslands.  15.15 Brottför með flugi Icelandair áleiðis til Keflavíkur þar sem lent verður kl. 6.40 að morgni sunnudagsins 9. september.
Miðvikudagur 5. september: Kl. 08.30 verður lagt af stað með rútu norður fyrir borgina og ekið yfir Golden Gate brúna áleiðis að þekktustu vínhéruðum Bandaríkjanna, Sonoma og Napa Valley. Vínbúgarðar Beringer og fleiri þekktra framleiðenda heimsóttir og vínsmökkun innifalin.  Heilsdagsferð með hádegishlé. Sérhæfð leiðsögn. Komið til baka milli kl. 17 og 18.

Verð pr. mann 245.000 kr. pr. mann m.v. gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald vegna gistingar í einstaklingsherberg 85.500 kr.
Verð pr. mann 245.000 kr. pr. mann m.v. gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald vegna gistingar í einstaklingsherberg 85.500 kr
Innifalið:
• Flug með Icelandair, skattar og bókunargjald.
• Farþegar í Vildarklúbbi Icelandair fá punkta hjá Icelandair fyrir flugið.
• Gisting í 6 nætur á Holiday Inn Golden Gateway. Morgunverður er ekki inifalinn.
• Allar skoðunarferðir skv. lýsingu dagana 4.-7. september.
• Allar rútuferðir til og frá flugvelli og í skoðunarferðir ásamt  sérhæfðum leiðsögumanni.
• Fararstjórn á vegum Sigurðar K. Kolbeinssonar hjá Hótelbókunum  í Kaupmannahöfn sem skipulagt hefur ferðir fyrir eldri borgara s.l. 15 ár.

Þátttaka og skráning: Lágmarksfjöldi miðast við 30 manns og hámarksfjöldi við 50.  Skráning er hafin en til að staðfesta þátttöku þarf að greiða 25.000 kr. staðfestingargjald og skal greiðslan lögð inn á bankareikning FEB nr. 0133-26-3999, kt. 490486-3999.
Vinsamlegast sendi greiðslukvittanair úr heimabanka á netfangið feb@feb.is og getið einnig um kennitölur þeirra sem ferðast. Eftirstöðvar þarf svo að greiða fyrir 1. júní n.k. en þátttakendur munu fá senda tilkynningu þess efnis í tölvupósti.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 eða með tölvupósti á netfangið feb@feb.is

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar á vegum FEB í nóvember 2018

FEB hefur tekið að sér sölu og umsjón með hinum geysi vinsælu Aðventuferðum eldri borgara sem Emil Guðmundsson og Icelandair hafa skipulagt um árambil í samstarfi við Hótelbókanir.
Ferðirnar verða þrjár,  dagana 18.-21. nóvember, viku síðar, eða 25.-28. nóvember og svo í byrjun desember.
Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin sem verið hefur.
Dagskráin er eftirfarandi og gildir fyrir báðar ferðir; (4 dagar – 3 nætur)
Sunnudagur: Flogið er með Icelandair kl. 07:45 og lent á Kastrup flugvelli kl. 11:45 að staðartíma. Þaðan er ekið á Absalon Hotel þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Hótelið er vel staðsett og stutt að ganga að Tívolí, Ráðhústorgi og verslunum á Strikinu. Við innritun á hótelið afhendir fararstjóri aðgöngumiða að Tívoli sem nota þarf á þriðjudegi þegar farið í ,,julefrokost“ í Gröften.
Kl. 19:00 Kvöldverður á Restaurant Karla þar sem boðið eru upp á gómsætan danskan mat. Einn drykkur (öl/gos) innifalinn. Ekið verður í rútu frá Absalon kl. 18.45 en farþegar koma sér sjálfir til baka. Veitingastaðurinn er í 15 mín. göngufæri eða 5 mín. með leigubíl.
Mánudagur: Kl. 09:45 er lagt af stað frá hótelinu að Ráðhústorginu þar sem við hittum Sigrúnu Gísladóttir sem fer með okkur í gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn. Gengið um gamla bæinn, síðustu bústaðir manna eins og Jónasar Hallgrímssonar og Baldvins Einarssonar heimsóttir. Litið inn í Frúarkirkju, Háskólinn skoðaður ásamt Gamla Garði (Regensen), Sívalaturni, Grábræðratorgi, Hallarhólmanum og endað á Hvids Vinstue við Kongens Nytorv þar sem upplagt er að fá sér hressingu t.d. glögg og smörrebröd. Frjáls dagskrá sem eftir lifir dagsins.
Þriðjudagur: Kl. 09:30 er heimsókn í Jónshús þar sem staðarhaldari, Halla Benediktsdóttir, tekur á móti gestum og segir frá sögu hússins. Þar verður boðið upp á hressingu og að því loknu er ekið í “Fisketorvet “, en það er stórverslun, svipuð og Kringlan í Reykjavík. Það er um það bil 15 mín. göngutúr á hótelið, hver og einn dvelur þarna að vild, en þarna eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir. Kl. 19:00 er snæddur ekta danskur “julefrokost” í Tívolí á Restaurant Grøften, sem er í göngufæri frá Absalon Hotel.
Miðvikudagur: Kl. 11.30 er skráð út af hótelinu en farangur geymdur þar.
Kl. 11:45 er ekið áleiðis að Nýhöfn þar sem farið verður í mjög skemmtilega siglingu um síkin þar sem saga jazzins er sögð og leikin af hljómsveit Michael Bøving og félaga hans. Frjáls dagskrá fram eftir degi en gestir komi sér sjálfir til baka á hótelið. Kl. 17:00 er brottför frá hótelinu á Kastrup flugvöll en brottför er með Icelandair kl. 20:05 og lent í Keflavik kl. 22:25.
Bókun í ferð: Skráning og greiðsla er á heimasíðu FEB í síma 588-2111 eða á netfangið feb@feb.is
Verð pr mann í tvíbýli kr 117.800 og á mann í einbýli kr 139.500
 Þeir sem eiga Vildarpunkta geta keypt gjafabréf fyrir þá og nýtt sem greiðslu upp í pakkaferð. Sjá allt um það hérna: https://www.icelandair.is/frequent-flyer/
Innifalið í verði er: Flug,skattar og innritaður farangur, gisting á Absalon Hotel 4* í 3 nætur m/morgunverði, akstur til/frá flugvelli erlendis og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, kvöldverður og einn drykkur á komudegi, ”julefrokost” á Restaurant Grøften sem og sigling um síkin með Jazzbandi Michale Bøving . Frekari upplýsingar hjá FEB í síma 588-2111 eða feb@feb.is

F E R Ð I R   I N N A N L A N D S

Ferð á söguslóðir Svarfdæla og Eyjafjarðarsagna 28. – 30. maí

Mánudagur 28. maí Farið frá Stangarhyl 4 kl. 8.30 

Ekki sem leið liggur til Staðarskála þar sem gert verður stuttur stans. Áfram ekið að Laugarbakka þar sem bíður okkar súpa og salat. Áfram ekið um grænar sveitir Húnaþings og kaupfélagslitaðar sveitir Skagafjarðar og til Siglufjarðar. Skoðunarferð um bæinn, bæði akandi og svo á fæti. Áfram ekið og komið síðdegis til Dalvíkur. Gisting á Hótel Dalvík Skíðabraut 18 Sími 466 3395 www.hoteldalvik.isKl. 17.30 verðum við með tónleika og samveru í Menningarhúsinu Bergi, þar sem félagar okkar munu leika og við munum eiga samveru með félögum eldri borgara á Dalvík. Allir eru velkomnir að koma fram með atriði.

Matur, þríréttað bíður okkar svo á hótelinu kl. 19.30.   

Þriðjudagur 29. maí Lagt af stað í ferð um Svarfaðardal og Skíðadal kl. 9.30 Leiðsögumaður okkar í sveitinni verður Sveinn Jónsson á Kálfskinni.

Síðan kveðjum við þessa sveit og höldum áfram inn Eyjafjörðinn undir leiðsögn Valdimars Gunnarssonar fyrrum menntaskólakennara. Einnig fræðir okkar maður Baldur Hafstað okkur um sögustaði þeirra sagna sem farið hefur verið yfir á föstudagsnámskeiðunum.

Þessi dagur endar á Skjaldarvík Gistiheimili Sími 552 5200, skjaldarvik@skjaldarvik.is, www. skjaldarvik.is

Kl. 19.30 Tvíréttaður kvöldverður.

Miðvikudagur 30. maí   Kl. 9.00 brottför frá Skjaldarvík áleiðis til Reykjavíkur
Vonandi Skín við sólu Skagafjörður. Komum við í Skagafirði og förum ehv inn í Austurdal sem er næstum 50 km langur.  Dalurinn nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa, þar sem Héraðsvötn myndast.  Austurdalur er þröngur og djúpur með hamrabeltum beggja vegna. Hittum kannski góðan félaga sem margir kannast við úr Austurvegi.

Áætluð koma til Reykjavíkur er um kl. 18.30.