Ferðalög á vegum félagsins hafa verið skipulögð frá 1986

Ferðlög á næstunni  – Bókanir á feb@feb.is eða síma 5882111 

PÉTURSBORG og HELSINKI 14. – 19. maí 2019 
– með fyrirvara um breytingar

Dagur 1   þriðjudagur 14. maí
Flug til Helsinki.  Lent þar um kl. 14.00
Ekið með rútu til St. Pétursborgar. Komið þangað ca. kl. 21.00 að staðartíma. 

Dagur 2  miðvikudagur 15. maí
10.00   Brottför
Skoðunarferð um miðborgina
Farið í Hermitage safnið
13.30  Hádegisverður
Til baka á hótel
19.00 Kvöldverður með Rússneskum skemmtikröftum veitingastað í St. Pétursborg

Dagur 3  fimmtudagur 16. maí
10.00   Brottför
Farið í virki St. Péturs og Páls. Grafreitur Romanov ættarinnar
13.00 Hádegisverður
St. Isaccs kirkja skoðuð
Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjáls tími.

Dagur 4  föstudagur 17. maí
Óformleg skoðunarferð og svo frjáls dagur.

Dagur 5  laugardagur 18. maí
10.00  Brottför
Farið í Minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad
Peterhoff gosbrunnagarðurinn skoðaður
15.30   Miðdagsverður í Podvorija. 5 rétta ekta Rússneskur málsverður. Komið seint heim á hótel

Dagur 6 sunnudagur 19. maí
06.00   Brottför frá hóteli
06.40   Farið með Allegro hraðlestinni til Helsinki
10.30   Skoðunarferð um Helsinki
13.30   Komið  á flugvöllinn fyrir flug til Íslands.

Innifalið;

Flug til og frá Helsinki
Gisting með morgunverðarhlaðborði á hótel Moskva í 5 nætur
Rúta frá Helsinki til St. Pétursborgar og í St. Pétursborg eftir þörfum
Allegro hraðlestin frá St. Pétursborg til Helsinki
Rúta í Helsinki frá brautarstöð á flugvöll
5 x aðgöngumiðar að söfnum og minnismerkjum
2 x hádegisverðir
2 x stórveislur með skemmtikröftum
Skoðunarferð í Helsinki á heimleið
Kynningarfundur í Stangarhyl fyrir ferðina
Fararstjórn og leiðsögn
Annað sem tilgreint er í dagskrá
Hér má sjá myndir frá Pétursborg

Aðventuferðir til Kaupmannahafnar nóv. – des. 2019 – opið fyrir bókun á feb@feb.is / síma 5882111
Ferðirnar verða fjórar, í lok nóvember og byrjun desember. Ferðast með Icelandair í samstarfi við Hótelbokanir. Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin en sú breyting verður á ferðunum í haust að nú verður gist á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri.

 1. ferð er 17.-20. nóvember
 2. ferð er 24.-27. nóvember
 3. ferð er 01.-04. desember
 4. ferð er 08.-11. desember
  Dagskrá:
  Sunnudagur: Lent í Köben á hádegi og fararstjóri tekur á móti. Snætt á Restaurant Karla að kvöld
  Mánudagur: Gengið um gamla bæinn með Ástu Stefánsd.
  Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús f.h., Julefrokost í Tivoli um kvöldi
  Miðvikudagur: Sigling um síkin í hádegi og brottför um kvöldið
  Verð; Verð á mann í tvíbýli: 128.700 / Aukakostnaður í einbýli: 23.900

FÆREYJAR 16. – 22. október 2019 
Margir hafa spurt um aðra Færeyjaferð. Því er verið að setja upp ferð til Færeyja líkt og haustið 2018. Farið verður með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur. Allar skoðunarferðir í Færeyjum, auk hringferðar um Ísland innifaldar. Glæsilegir kvöldverðir og morgunmatur alla dagana.  Fararstjórar: Gísli Jafetsson og Steinþór Ólafsson bílstjóri

Dagskrá frá síðasta ári:
Dagur 1
Lagt af stað frá FEB við Stangarhyl kl. 07.00. Ekið norður leiðina og fyrsta stopp í Staðarskála. Næsta stopp verður í Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 12.00 og stoppað í hádegismat. Næst er stoppað í að Skútustöðum og þar næst á Skjöldólfsstöðum  í Jökuldal. Þaðan er svo ekið til Seyðisfjarðar. Norröna siglir svo kl. 20.00 til Þórshafnar.
Dagur 2
Við komum til Þórshafnar um kl. 15.00 og þaðan er farið beint á Hótel Hafnía og kvöldverður á hótelinu um kl. 19.00. Frjáls tími til að skoða Þórshöfn.
Dagur 3
Kl. 10.00 er lagt af stað til Eiði og þaðan Gjugv framhjá Slattartind sem er hæsta fjall Færeyja.  Þar er möguleiki á hádegisverði. Þaðan er svo ekið til Klaksvik og Kirkju. Við komum svo aftur á hótelið ca kl. 17.00 og kvöldverður um kl. 19.00.
Dagur 4
Kl. 10.00 er farið norður til Gasadal. sem er fámennasta byggðin í Færeyjum aðeins 150 manns sem búa þar í dag.
Dagur 5
Núna er farin bæjarferð um Þórshöfn. Bæði akandi og gangandi.
Dagur 6
Mæting um borð í Norrönu kl. 12.00 en skipið leggur af stað til Íslands kl. 14.00. Kvöldverður um borð í Norrönu kl. 19.00.
Dagur 7
Komið til Seyðisfjarðar kl. 10.00 og þaðan er svo ekið til Reykjavíkur. Stoppað í hádeginu á Djúpavogi og fáum okkur næringu. Næst er stoppað í Freysnesi (Skaftfelli) og seinasta stoppið í Vík. Komið til Reykjavíkur ca. Kl. 21.00.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskránni ef þurfa þykir og til bóta fyrir farþega.

F E R Ð I R   I N N A N L A N D S    2 0 1 9

Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 31. maí – 1. júní 2019
Félagið efnir til 2ja daga ferðar á þetta svæði  föstudaginn 31. maí.
Lagt af stað úr Stangarhyl klukkan 9 um morguninn og ekið sem leið liggur upp í Borgarnes, þar sem höfð verður stutt viðdvöl og við skoðum okkur aðeins um á staðnum. Þaðan verður haldið upp í Norðurárdal  og komið við í Bifröst og kíkt á fossinn Glanna í Norðurá. Þar í hrauninu tökum við upp nestið okkar áður en við höldum um Bröttubrekku og vestur í Dali. Komum við í Búðardal og ökum um Skógarströnd áleiðis til Stykkishólms. Þar verður gist á Hótel Stykkishólmi  og borðaður kvöldmatur. Skoðum okkur um í Stykkishólmi við komuna þangað eða eftir morgunverð daginn eftir. Daginn eftir liggur leiðin  út á Snæfellsnes þar sem komið verður við á nokkrum stöðum. Hádegishressing á Hellnum eða Arnarstapa. Á leiðinni til Reykjavíkur höfum við viðdvöl á sunnanverðu Snæfellsnesi  eftir veðri og vindum. Áætlaður komutími til Reykjavíkur um klukkan 18.
Innifalið í verði er akstur í rútunni, gisting, kvöldmatur og morgunmatur í Stykkishólmi og hádegishressing á laugardeginum. Fararstjóri og leiðsögumaður Kári Jónasson.

Vestfirðir – Söguferð í tengslum við lestur Íslendingasagna 11. – 14. júní – uppselt biðlisti –
Farið um sögusvið Vestfjarða. Gisting á Reykjanesi, Ísafirði og Patreksfirði.

Vestmannaeyjar
Dagsferð með rútu og nýja Herjólfi. Skoðunarferð um eyjuna og fleira. 2. júlí.

Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð 10. – 13. ágúst
Fimmta árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. 

Fjallabaksleið nyrðri 8. ágúst
Ferðin tekur heilan dag og fer eftir ástandi vega og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson.  

Töfrar Suðurlands  að Breiðamerkurlóni
Tveggja daga ferð í 4.- 5. september. Gisting á Smyrlabjörgum.