Ferðalög á vegum félagsins hafa verið skipulögð frá 1986

FERÐIR ERLENDIS ÁRIÐ 2018 SEM NÚ LIGGJA FYRIR

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018
Vegna mikils áhuga og biðlista í síðustu ferðir höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu. Það hefur tekist svo vel til undanfarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár. Verð rétt um 199.500 kr. Fyrir einbýli + 39.000 kr.
Skráning er hafin á feb@feb.is eða í síma 5882111
Dagskrá

Dagur 1.   Miðvikudagur 09. maí
Flug til Helsinki.   Lent þar um kl. 14.00.
Ekið með rútu til St. Pétursborgar. Komið þangað ca. kl. 21.00 að staðartíma.

Dagur 2.  Fimmtudagur 10. maí

10.00 Brottför frá hóteli.
Skoðunarferð um miðborgina.
Farið í virki St. Péturs og Páls. Grafreitur Romanov ættarinnar.
13.00 Hádegisverður.
St. Isaccs kirkja skoðuð.
19.00 Kvöldverður með Rússneskum skemmtikröftum á veitingastað í St. Pétursborg.

Dagur 3.  Föstudagur 11. maí
10.00 Brottför frá hóteli.
Farið í Hermitage safnið.
13.30   Hádegisverður.
Til baka á hótel
Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjáls tími.

Dagur 4.  Laugardagur 12. maí
10.00  Brottför frá hóteli.
Farið í Minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad.
Peterhoff gosbrunnagarðurinn skoðaður.
15.30 Miðdagsverður í Podvorija – 5 rétta ekta rússneskur málsverður.

Dagur 5.  Sunnudagur 13. maí
Rútuferð á völlinn þar sem leikið verður í heimsmeistarakeppninni næsta sumar.
Höldum síðan að Blóðkirkjunni í miðborginni og svo frjálst síðdegi.

Dagur 6. Mánudagur  14. maí
06.00 Brottför frá hóteli.
06.40 Farið með Allegro hraðlestinni til Helsinki.
10.30 Skoðunarferð um Helsinki.
13.30  Komið  á flugvöllinn fyrir flug til Íslands.
 
Innifalið:
• Gisting með morgunverðarhlaðborði á hótel Moskva í 5 nætur.
• Rúta frá Helsinki til St. Pétursborgar og í St. Pétursborg eftir þörfum.
• Allegro hraðlestin frá St. Pétursborg til Helsinki.
• Rúta í Helsinki frá brautarstöð á flugvöll.
• 5 x aðgöngumiðar að söfnum og minnismerkjum.
• 2 x hádegisverðir.
• 2 x stórveislur með skemmtikröftum.
• Skoðunarferð í Helsinki á heimleið.
• Fararstjórn og leiðsögn.
• Annað sem tilgreint er í dagskrá.

Hér má sjá myndir frá Pétursborg

Rútuferð til allra höfuðborga Norðurlanda 28. mars – 6. apríl 2018
Ferðast með sömu rútunni frá Reykjavík þann 28. mars og endað í Kaupmannahöfn 6. apríl. Glæsileg en gæti orðið nokkuð „strembin“ ferð. Verð rétt um 199.500.
Bókun á feb@feb.is eða í síma 5882111

28. mars
Dagur 1. Lagt af stað kl. 07.00 um morguninn og komið til Seyðisfjarðar kl. 19.00.
Stoppað á Hellu/Hvolsvelli. Einnig verður stoppað í Freysnesi. Jökulsárslóni og Djúpavogi.
29. mars
Dagur 2. Komið til Færeyja snemma að morgni og farið í 3 til 4 tíma skoðunarferð m.a til Gjögv.
30. mars
Dagur 3. Hvíldardagur um borð í Norrönu. http://www.smyrilline.dk/
31. mars
Dagur 4. Komið til Hirtshals kl. 10.00 og farið þaðan til Skagen og snæddur hádegisverður og þaðan förum við á nyrsta odda Danmerkur þ.e. Grenen. Þaðan förum við svo aftur til Skagen og skoðum listasafn með málverkum Skagen Museum þar sem er fágætt safn málverka eftir hina frægu Skagen málara. Síðan er ekið til Frederiskhavn og þurfum að vera komin þangað um kl. 18.00. Ferjan Jutlandia fer kl. 20.00. Það er ca 3,5 klukkustundar sigling til Gautaborgar, svo við verðum komin á hótelið ca kl. 24.00. Gist verður á hótelinu Clarion Hotel Post, Gautaborg  http://clarionpost-gothenburg.hotel-rn.com/
 1. apríl
Dagur 5. Farið af stað kl. 9.00 til Ósló og komið þangað um hádegi og farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Holmenkollen og Vigeland garðinn auk þess sem óperunni mun bregða fyrir. Gist verður á hótelinu Scandic Solli sem er í námunda við Aker Brygge https://www.scandichotels.com/hotels/norway/oslo/scandic-solli
 2. apríl
Dagur 6. Lagt af stað snemma ekki síðar en kl. 8.00 til Stokkhólms. Þessi dagur verður nokkuð strembinn því ferjan fer kl. 16.30 frá Stokkhólmi til Helsinki svo við þurfum að vera komin eigi síðar en kl. 16.00 að ferjunni. Ferjan stoppar stutt í Mariehamn á Álandseyjum á leiðinni. Í ferjunni  verður hlaðborð innifalið og svo sofið um nóttina.
 3. apríl
Dagur 7. Komið til Helsinki kl. 10.00 og þá er farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Klettakirkjuna – Temppeliaaukion Kirkko. Þá er einnig frjáls tími áður en farið er aftur um borð í ferjuna og siglt til Stokkhólms. Þurfum að vera komin aftur í ferjuna ca. Kl. 16.30. Síðan hlaðborð, skemmtun og gisting.
 4. apríl
Dagur 8. Komið til Stokkhólms um kl. 10.00 og fyrst farið í bæjarferð og skoðum m.a. Vasa safnið, Gamla Stan  og endað í Drottningholms Slott og lagt af stað kl. 16.00 til hótel Söderköping Brunn þar sem við njótum kvöldverðar og gistum. http://soderkopingsbrunn.se/
 5. apríl
Dagur 9. Lagt af stað kl. 9.00 og ekið til Kalmar og Kalmar Slott skoðuð og hádegisverður. Áfram haldið til Kaupmannahafnar og komið þangað um kl. 18.00. Gisting á Comfort Hotel Vesterbro  https://www.galahotels.com/en/Hotel/denmark_64/copenhagen_4062/comfort_hotel_vesterbro_121629?gclid=Cj0KCQiAgs7RBRDoARIsANOo-HhfpnEKn-e3ANr9CnhXg9Fc16kzjiySmWlqJpesRpkDbIMIQajGo-0aArW8EALw_wcB
 6. apríl
Dagur 10. Um morguninn er farið bæjarferð og Hafmeyjan er m.a. skoðuð og svo frjáls tími.
Flug heim um kvöldið FI213 kl. 19.45, Terminal 3, Kastrup og lent í Keflavík kl. 20.55

Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Kynningarfundir á undan og um borð í Norrönu á leiðinni.
 • Allar ferjusiglingar.
 • Flug heim með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergjum með baði og klefum.
 • Morgunverðir á hótelum og ferjum.
 • 7 kvöldverðir / kvöldverðarhlaðborð um borð í ferjum.
 • 7 hádegisverðir. Allur matur um borð í ferjum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangseyrir inn á flest söfn.
 • Ferjan í skoðunarferð á Skagen.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Ehv hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Einstök ferð til allra höfuðborga Norðurlanda

B R Ú I N
FEB vekur athygli félagsmanna og annarra félaga eldri borgara á Íslandi á ferðinni „Brúin“ dagana 20. – 24. maí n.k. sem Ferðaskrifstofan VITA hefur hafið sölu á en ferðin er sérstaklega ætluð eldri borgurum.
Ferðast er um Eyrarsund í 5 daga ferð (4 nætur) þar sem margir sögufrægir staðir eru heimsóttir og gist er á góðum hótelum. 2 nætur í Kaupmannhöfn, 1 nótt í Helsingør og 1 nótt í Malmö.
3 kvöldverðir og íslensk fararstjórn svo eitthvað sé nefnt. Verð í ferðina er 196.900 kr. m.v. gistingu í tvíbýli.
Smellið á slóðina HÉR til að fá allar upplýsingar um ferðina – þar er einnig er hægt að bóka sig beint. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir beint til VITA með tölvupósti á netfangið ferd@vita.is

 

 

HÉR MÁ SJÁ FERÐIR INNANLANDS Á ÁRINU 2017.
FERÐIR INNANLANDS ÁRIÐ 2018 KOMA HÉR INN EFTIR ÁRAMÓT.

Ferðir innanlands 2017

FEB Vorferð um Suðurstrandarveg 25. apríl

Ferð á slóðir Landnámu / Suðurnes þriðjudag 25. apríl Í ferðinni verður fléttað saman sögu þeirra svæða sem um er farið,
ásamt lýsingu á mannlífi og persónusögu í bland við jarðfræði svæðisins og síðast en ekki síst snæddur góður matur við lok ferðar.
Fararstjóri sem fyrr Magnús Sædal Svavarsson. Verð kr 12.000.

Lagt upp frá Umferðarmiðstöð kl. 9.45; frá Stangaryl 4, kl. 10.00
Ekið til Grindavíkur; plásssið skoðað og sagan rifjuð upp; Hópsnes skoðað.  Ekið frá Grindavík um Suðurstrandarveg og í Selvog; jarðfræði og saga.  Strandakirkja skoðuð. Ekið á Selfoss og snæddur hádegisverður.  Frá Selfossi ekið á Stokkseyri að Rjómabúinu við Baugsstaði. Stokkeyri skoðuð Þuríðarbúð formanns. Ekið á Eyrabakka; þorpsskoðun.  Frá Eyrabakka til Þorlákshafnar og það pláss skoðað; aga og nútími.  Frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur um Þrengsli

Ferð um heimahaga 7. júní NÝTT
Ferðatilhögun:
Ferð um Reykjavík. Lagt upp frá BSÍ eða Stangarhyl kl. 13:00 og tekur ferðin u.þ.b. 4 klukkustundir. Í ferðinni verður drukkið síðdegiskaffi í Kríunesi eða á Háskólatorgi. Ferðalýsing: Ekið um Heiðmörk frá Vífilstöðum og síðan um Reynisvatnsheiði og byggð í Grafarholti og Grafarvogi, Gufunes. Ekin Sæbraut og um Sundahöfn. Farið um Örfirisey og strandlengjan út á Seltjarnarnes allt að Nesstofu. Þaðan í Skerjafjörð og um Háskólasvæðið vestan og austan.
Leiðsögn: Miðlað hverskyns fróðleik um uppbyggingu  og sögu Reykjavíkur. Verð kr. 5.000.

Dagsferð og heimsókn á virkjunarsvæði og skoðun á náttúruperlum í Þórsárdal 8. júní – NÝTT
Gullæðin Þjórsá, hvaðan kemur orkan okkar – hvernig voru vistarverur  forfeðra okkar á söguöld?

Lagt af stað frá Reykjavík og Stangarhyl kl.8.30 og ekið sem leið liggur um Hellisheiði og upp Skeið og upp í Þjórsárdal.

Þjóðveldisbærinn skoðaður undir leiðsögn.
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Bærinn er tilgátuhús byggt á einu stórbýli þjóðveldisaldar og þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Fyrirmynd þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal en talið er að sá bær hafi farið í eyði í Heklugosi árið 1104.

Í tilefni af ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 var ákveðið að endurreisa stórbýli frá þjóðveldisöld og lauk verkinu 1977.

Komið að Búðarhálsvirkjun
Að lokinni heimsókn í Þjórsárdal verður ekið áfram upp fyrir Búrfellsvirkjun sem við sjáum yfir en stöðin er lokuð um þessar mundir vegna stækkunar og viðhalds. Fyrir ofan Búrfell sjáum við síðan yfir „Hafið“ sem svo er kallað en á þessu svæði hafa þegar verið reistar tvær vindmyllustöðvar sem eru hvor um sig 55 m háir turnar sem framleiða á ári 6,7 GWh af orku. Við ökum síðan áfram fram hjá Sultartangavirkjun að Búðarhálsstöð Landsvirkjunar sem er nýjasta virkjun Landsvirkjunar sem tekin var í notkun 2014. Uppsett afl stöðvarinnar eru 95 MW. Við fáum að skoða stöðina með leiðsögn stöðvarstjóra.

Tími til skoðunar á virkjun og nesti borðað.
Við fáum að koma inn í stöðvarhús virkjunarinnar  og eigum kost á að borða nesti sem fólk hefur með sér.  Hér snúum við við og höldum til baka og í bakaleiðinni verður komið við í Gjánni.  Það er alltaf gaman að koma í Gjána og  skoða fossinn og tjörnina með sínum  litbrigðum og bergmyndunum. Komið í Árnes
Nú bíður okkar kaffihlaðborð í Árnesi ásamt sem við skoðum Þjórárstofu á sama stað.  Markmið Þjórsárstofu er að miðla fróðleik og upplýsingum um landið og náttúruna, fólkið og söguna og þá þjónustu sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema. Að lokinni kaffidrykkju ökum við áfram og heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og fræðumst um orkuvinnsluna á Hellisheiði áður en við ljúkum ferðinni í Reykjavík. Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. Starfsmenn veita upplýsingar og eru reiðubúnir að fylgja gestum um sýninguna. Orka náttúrunnar á og rekur Hellisheiðarvirkjun.

Komið í Hellisheiðarvirkjun síðdegis. Skoðun á virkjun og sýningu ON.  Lagt af stað í síðasta áfangann og til Reykjavíkur um kl. 18.00. Verð fyrir allt þetta kr. 12.000.

Ferð í Reykjanes við Ísafjarðardjúp 26.–28. júní 2017 – NÝTT
Gisting í Hótel Reykjanesi. Ekið Reykjavík – Borgarfjörður – Bröttubrekka – Þröskulda – Hólmavík – Vatnsfjörður – Steingrímsfjarðarheiði að Hótel Reykjanes Reykjanes – Langadalsströnd – Kaldalón – Snæfjallaströnd – Unaðsdalur – Skjaldfönn – Laugaland – Nautseyri Reykjanes – Þorskafjarðarheiði í Þorskafjörð – Kollabúðarfundir – Skógar – Reykhólar að Stað – Um Dali til Reykjavíkur. Verð kr. 62.000.

Komdu með í Fjörður, Flateyjardal og á Siglufjörð 13. – 16. ágúst 2017 Þessi ferð fyllist alltaf fljótt – Verð kr. 94.000.
Við leggjum enn einu land undir fót og hyggjum á viðburðaríka ferð í ágústbyrjun undir stjórn Valgarðs Egilssonar. Ferðin hefst og endar í Reykjavík, en tekur fjóra daga, þrjár nætur í gistingu. Ekið er í rútu allan tímann (þó er farið á fjallabílum yfir í Fjörður). Gist er á Eddu-hótelinu á Akureyri. Ferðaskipulag er sem hér segir. Fyrsta daginn er ekið frá Reykjavík til Akureyrar. Á öðrum degi er ekið norður Flateyjardalsheiði allt út á Flateyjardal. Á þriðja degi er haldið út í Fjörður (Hvalvatnsfjörð) um Leirdalsheiði (á velútbúnum fjallabílum). Á fjórða og síðasta degið er ekið aftur til Reykjavíkur en um Eyjafjörð að vestan, gegnum Dalvík og Ólafsfjörð, stoppað verður á Siglufirði en síðan ekið suður á ný um Þverárfjall og þjóðveg 1.

Austfirðir 3. – 6. september 2017

Sunnudagur 3. sept.
Flug frá Reykjavík kl. 8.55 (mæting kl. 8.15) fyrir þá sem fara á sunnudeginum.
Rúta bíður okkar á flugvellinum á Egilsstöðu þaðan sem ekið er til Seyðisfjarðar. Skoðunarferð um bæinn, súpa á Hótel Aldan og komið til baka til Egilsstaða um miðan dag, frjáls tími til að skoða sig um á Egilsstöðum. Gisting á Gistihúsinu á Egilsstaðabýlinu. Sjá http://lakehotel.is/
Mánudagur 4. sept.
Flug frá Reykjavík kl. 7.30 (mæting kl. 7.00) fyrir þá sem fara á mánudeginum.
Dagur 1 (4. sept. mánud.)
Kl. 8.50 brottför frá Flugstöðinni Egilsstöðum.
Fljótsdalur, Skriðuklaustur léttar veitingar. Nóg að gera, skoðun á stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar eða ekið inn að Laugafelli. Ekið upp að Kárahnjúkjum/Hálslóni, Kaffbrauð í guðgsrænni náttúrunni. Þaðan ekinn malarvegur niður að Brú á Jökuldal– litast verður um í Hrafnkelsdal, síðan ekið að Skjöldólfsstöðum, kvöldverður og gisting. Sjá https://www.heyiceland.is/is/gisting/detail/841/skjoldolfsstadir-i-jokuldal
Dagur 2 (5. sept. þriðjud)
Kl 9.00 ekið áleiðis til Vopnafjarðar, það verður ekki farið í lax en litið í kringum sig því þar eru oft þekktir höfðingjar á ferð, ekið um svæðið udir leiðsögn Ágústu á Refstað. Litið inn í Múlastofu í Kaupvangi, Vesturfarann o.fl. – léttar veitingar. Tímavélin gengur hratt en spurnig hvort hægt verður að líta inn í Sænautasel eða ganga upp á Skessugarðinn. Síðdegis er ekið til Egilsstaða. Gisting og kvöldverður á Gistihúsinu á Egilsstaðabýlinu. Sjá http://lakehotel.is/
Dagur 3 (6. sept. miðvikud)
Kl 10.00 ekið til Reyðarfjarðar, Stríðminjasafnið skoðað, rútuferð í gegnum Álver Alcoa — ekið til Eskifjarðar, fiskisúpa í Randulffshúsi, húsið skoðað. Ekið til Fáskrúðsfjarðar, Franska safnið skoðað og léttar veitingar á Fosshóteli (ekki þarf að tala frönsku þar) áður en lagt verður af stað í flug til Reykjavíkur kl. 19.30 frá Egilsstöðum og lent í Rvk kl. 20.30.

Ferðir erlendis 2017

Menningarferð til Jótlands 15. – 20. ágúst 2017    NÝTT
Menningarferð með sögulegu ívafi til Jótlands í samstarfi við Dansk íslenska félagið. Flogið með Icelandair til Billund og keyrt þaðan á söguslóðir á Jótlandi. Gist er í lýðháskólum. Góð ferð á hagstæðu verði.

Jólamarkaðsferð til Koblenz 29. nóv. – 3. des. 2017  NÝTT
Í samstarfi við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf    
Á þessum árstíma eru margar þýskar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmningin einstök. Við bjóðum upp á  aðventuferð þar sem hægt er að upplifa jólamarkaðsstemmingu í Koblenz og Rüdesheim.

29.11.  Flogið með  flugi Flugleiða FI-520 kl 07:35 til Frankfurt og lent þar á staðartíma kl. 12.00. Ekið frá flugvelli til borgarinnar Koblenz, sem stendur við mót stórfljótanna, Rínar og Mósel. Gist þar næstu 4 nætur á vel staðsettu hóteli í miðbænum þar sem stutt er á jólamarkaðinn og allar helztu verzlanir. Sameiginlegur kvöldverður.
30.11.. Frjáls dagur í Koblenz, sem er ein af elztu borgum Þýzkalands. Fyrir hádegi verður boðið upp á stutta gönguferð um miðbæinn og út á „Þýzka hornið“ þar sem Mósel og Rín renna saman. Sameiginlegur kvöldverður.
01.12.  Farið í ferð upp Rínardal þar sem þar sem hann er talinn hvað fegurstur enda er leiðin vörðuð köstulum, þorpum og þjóðsagnastöðum, m.a. Lorelei-kletti þar sem vatnadísin Lorelei heillar til sín þá sem framhjá sigla með söng sínum. Komið við í Rüdesheim þar sem farið er í vínsmökkun og gefinn góður tími til þess að litast um á jólamarkaðnum þar. Sameiginlegur kvöldverður.
02.12. Frjáls dagur.
03.12.  Heimferðardagur. Ekið frá Koblenz til Frankfurt  og flogið heim frá Frankfurt með FI 521 kl.13:25  og lent í Keflavík 16:00.

Verð á mann 120.900,- Verð í einbýli 15.400.-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, kvöldverðir, allur akstur og skoðunarferðir, vínsmökkun og íslenzk fararstjórn.

Verð miðast við gengi og forsendur 23.01.2017 og 30 manna hóp.

Pétursborg og Helsinki 25. – 30. maí 2017   
Vegna mikils áhuga og biðlista í síðustu ferðir höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu.
Það hefur tekist svo vel til undnafarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar.
Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki.
Verð á mann 195.000 kr
Auka gjald fyrir eins manns herbergi er 40.000 kr.

Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar 19.-22. nóv og 26.-29. nóv 2017.
Vinsælar ferðið á góðu verði. Bókanir í síma 5050406 eða hopar@icelandair.is
Icelandair skipuleggur ferð fyrir eldri borgara til Kaupmannahafnar í samvinnu við FEB, Emil Guðmundsson og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Íslensk fararstjórn verður í höndum Erlu Guðmundsdóttur.
Dagskráin er eftirfarandi; (4 dagar – 3 nætur).
Sunnudagur Flogið er með Icelandair kl. 08:00 þann 19.nóv en kl 14:15 þann 26.nóv.
Lent er á Kastrup kl. 12:00 19.nóv og kl 18:15 26.nóv. Þaðan er ekið á Absalon Hotel þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Hótelið er vel staðsett og stutt að ganga að Tívolí, Ráðhústorgi og verslunum á Strikinu. Við innritun á hótelið afhendir fararstjóri aðgöngumiða að Tívoli sem nota þarf á miðvikudeginum, þegar farið í ,,julefrokost“ í Gröften.
Kl. 19:00 19.nóv og kl 20:30 26.nóv. Kvöldverður á Restaurant Karla þar sem boðið eru upp á gómsætan danskan mat. Einn drykkur (öl/gos) innifalinn.

Mánudagur Kl. 10:00 er lagt af stað frá hótelinu að Ráðhústorginu þar sem við hittum Sigrúnu Gísladóttir sem fer með okkur í gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn. Gengið um gamla bæinn, síðustu bústaðir manna eins og Jónasar Hallgrímssonar og Baldvins Einarssonar heimsóttir. Litið inn í Frúarkirkju, Háskólinn skoðaður ásamt Gamla Garði (Regensen), Sívalaturni, Grábræðratorgi, Hallarhólmanum og endað á Hvids Vinstue við Kongens Nytorv þar sem upplagt er að fá sér hressingu t.d. glögg og smörrebröd.

Þriðjudagur
Kl. 09:30 er heimsókn í Jónshús þar sem nýr staðarhaldari, Halla Benediktsdóttir, tekur á móti gestum og segir frásögu hússins. Þar verður boðið upp á hressingu og að því loknu er ekið í “Fisketorvet “, en það er stórverslun, svipuð og Kringlan í Reykjavík. Það er um það bil 15 mín. göngutúr á hótelið, hver og einn dvelur þarna að vild, en þarna eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir. Frjáls dagskrá það sem eftir er dags.
Kl. 19:00 er snæddur ekta danskur “julefrokost” í Tívolí á Restaurant Grøften, sem er í göngufæri frá Absalon Hotel. Athugið að hafa með ykkur aðgangsmiðana að Tívolí – þá þarf að afhenda við innganginn.

Miðvikudagur Skráð er út af hóteli kl. 11:30.
Kl. 11:45 Ekið að Nýhöfn.
Kl. 12:15-13:30 er siglt um síkin og saga djassins frá upphafi sögð og spiluð af Michael Bøving og félögum. Frjáls dagskrá fram eftir degi en gestir komi sér sjálfir til baka á hótelið.
Kl. 17:00 er brottför frá hótelinu á Kastrup flugvöll en brottför er með Icelandair kl. 20:10 og lent í Keflavik kl. 22:20.

Bókun í ferð: Skráning og greiðsla er á heimasíðu Icelandair
–Pakkaferðir-Sérferðir Brottför 19.-22.nóvember
Hópur númer 1802

Brottför 26.-29.nóvember Hópur númer 1805
Lágmarks fjöldi þátttakenda er 25•
Verð pr mann í tvíbýli kr 117.800 og á mann í einbýli kr 139.500•
Þeir sem eiga Vildarpunkta geta keypt gjafabréf fyrir þá og nýtt sem greiðslu upp í pakkaferð. Sjá allt um það hérn•a: https://www.icelandair.is/frequent-flyer/
Innifalið í verði er: Flug,skattar og innritaður farangur, gisting á Absalon Hotel 4* í 3 nætur m/morgunverði, akstur til/frá flugvelli erlendis og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, kvöldverður og einn drykkur á komudegi, ”julefrokost” á Restaurant Grøften sem og sigling um síkin með Jazzbandi Michale Bøving . Frekari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 5050406 eða hopar@icelandair.is