Tölvupóstur á leið til félagsmanna

Ágæti félagsmaður
Félagsstarfið fer vel af stað
Dagleg félagsstarfsemi FEB fer vel af stað og mikil og góð þátttaka í öllu starfi. Áhersla er á hreyfingu og þá bæði með hinum ýmsu námskeiðum í salnum og gönguhópnum sem gengur frá Stangarhylnum og sest svo í kaffi og spjall á eftir.
Hér má sjá dagskrá starfs FEB haustið 2018.
Þarna koma ekki fram upplýsingar um einstaka viðburði, ferðalög og eða annað starf á vegum félagsins eins og byggingarmál og fleira. Þættir sem eru orðnir fyrirferðamiklir, ef við getum orðað það svo, í allri starfseminni.
Einnig viljum við beina athygli ykkar félagsmanna á aðra beina eða óbeina hreyfingu sem eru ferðalög á vegum félagsins og samstarfsaðila.

Ferðir á vegum FEB;
Kynningarferð til Spánar í 9. – 16. október – skráning á feb@feb.is / sími 5882111
Verð pr. mann er 119.500 kr. Innifalið er flug og gisting ásamt morgunmat og kvöldmat öll kvöldin og meira til.
Dagana 9. til 16. október n.k. verður efnt til skoðunar- og kynningarferðar til Spánar þar sem kynnt verður fyrir félagsmönnum FEB hvernig er að búa eða dvelja á Spáni með skemmri eða lengri tíma búsetu.
Flogið verður með Wowair til Alicante og er ferðin skipulögð af Spánarheimili og FEB. Gist verður á 4ra stjörnu hóteli sem heitir Campoamor Golf Resort og er það staðsett í hjarta Torreviejasvæðisins þar sem hundruðir Íslendingar hafa komið sér vel fyrir og njóta þess að búa á suðrænum slóðum þar sem öll framfærsla er tvöfalt til þrefalt ódýrari en á Íslandi. Lagt verður upp með að kynna svæðið með vettvangsferðum samhliða því að skoða eignir bæði til kaups og leigu. Spánarheimili mun halda kynningarfund fyrsta kvöldið þar sem starfssemi Spánarheimili á Spáni og Íslandi verður kynnt en einnig verður farið vel yfir allt það sem snýr að búsetu á Spáni svo og veita félagsmönnum FEB ráðgjöf og upplýsingar um allt það sem brennir á hverjum og einum félagsmanni að vita varðandi leigu fasteigna, kaup fasteigna, búsetu á Spáni ofl. Einnig verður farið á hittinga á vegum Ísleningafélagsins á Spáni þar sem gefin verður innsýn í þá afþreyingu sem Íslendingafélagið stendur fyrir en félagið er mjög öflugur félagsskapur sem stendur fyrir afþreyingu á degi hverjum ásamt því að vera ákveðinn öryggisventill Íslendinga á svæðinu.
Öllum golfurum stendur til boða að spila á hverjum morgni golf á hinum margrómaða golfvelli sem er við Campoamor hótelið og því upplagt tækifæri að grípa golfsettið með sér til Spánar.
Verð pr mann er kr. 119.500 kr og er innifalið flug og gisting á hótelinu ásamt morgunmat, allur akstur,  óvissuferð á vegum Íslendingafélagsins, vettvangsferðir með Spánarheimili, kvöldmatur öll kvöldin á mismunandi stöðum á svæðinum ásamt lokakvöldi þar sem slegið verður upp dansiballi með Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni úr hljómsveitinni Stjórninni.
Þeir sem velja að spila golf þurfa að greiða um 40 evrur fyrir hvern 18 holu hring eða um 30 evrur fyrir 9 holur.
Takmörkuð þátttaka.
Færeyjaferð 24.–30. okt. 2018 – uppselt / biðlisti 
Ferð til Færeyja. Farið verður með í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu.
Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur. Allar skoðunarferðir í Færeyjum, auk hringferðar um Ísland innifaldar.
Glæsilegir kvöldverðir og morgunmatur alla dagana.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar
Vegna mikilla vinsælda er búið að bæta 3ju ferðinni við dagana 2.-5. desember. Bókanir á feb@feb.is eða í síma 5882111.
Þrjár ferðir, dagana 18.–21. nóv., 25.–28. nóv. og svo viðbótarferð 2.-5. des.
Ferðast með Icelandair í samstarfi við Hótelbókanir. Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin og sama verð og í fyrra.
Verð pr. mann í tvíbýli kr. 117.800 og á mann í einbýli kr. 139.500.
Bókanir á feb@feb.is eða í síma 5882111. Mikið er bókað nú þegar.
Pétursborg og Helsinki 14. – 19. maí 2019
Vegna mikils áhuga og biðlista í síðustu ferðir höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu. Það hefur tekist svo vel til undanfarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Flug til og frá Helsinki með Icelandair. Fararstjórar sem fyrr Gísli Jafetsson og Pétur Óli Pétursson.  Verð 205.000 kr. Fyrir einbýli + 40.000 kr. Skráning er hafin á feb@feb.is eða í síma 5882111SVIÐAVEISLAN 3. nóvember kl. 12.00. Fullt af frábærum mat og góð skemmtun.
Betur auglýst síðar en skráning er hafin á feb@feb.is / sími 5882111
FEB er á Facebook – Líkaðu við FEB með því að smella á okkur hér
Með félagskveðju,
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sími 588 2111 – www.feb.is – og á
Póstfang feb@feb.is
Þessi tölvupóstur var sendur á netfang sem skráð er í félagakerfi FEB

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *