Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi.
FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi.
Sem fyrr þá mun Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efna til fjölbreyttra ferðalaga fyrir félagsmenn sína á nýbyrjuðu ári, bæði innanlands og utan. Þegar er búið að ákveða ferð til Pétursborgar í Rússlandi á vordögum, þegar allt verður í blóma þar eystra, og innan tíðar verður ferðaáætlun sumarsins kynnt.