FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir bjóða upp á fjögurra nátta vorferð til Prag dagana 11. til 15. maí 2025. Boðið verður upp á kynningarfund um ferðina í sal FEB í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:00.
Flogið er með Play og gist á Michelangelo Grand Hotel (5*). Prag er einstaklega glæsileg, borg menningar, mennta og lista, borg með mikla sögu og einstaklega fallegar byggingar. Innifalið í verði auk flugs, gistingar með morgunverði og leiðsagnar eru áhugaverðir skoðunarferðir með rútu og gönguferðir, auk tveggja kvöldverða annars vegar kvöldverður á veitingastaðnum „Góða dátanum Svejk“ og sigling á Moldá með kvöldverði.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Verð: 195.800 kr. á mann í tvíbýli en 253.800 kr. fyrir einbýli
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að smella HÉR