UtanlaNdsferðir
Hinar einu og sönnu FEB-utanlandsferðir árið 2024
FEB-ferðir bjóða upp á nokkrar mjög spennandi ferðir til útlanda árið 2024. Meðal nýjunga utanlands eru ferðir til Orkneyja, auk þess sem FEB-ferðir stefna á ný mið í aðventuferðum en líklegast verður Heidelberg fyrir valinu þetta árið.
MAÍ
Orkneyjarferð (19. til 24. maí 2024)
Fimm nátta ferð til Skotlands og Orkneyja í samvinnu við ferðaskrifstofuna Skotganga í framhaldi af fornsagnanámskeiði FEB í vetur þar sem Orkneyinga saga var tekin fyrir. Flogið er til Glasgow og þaðan ekið á nyrsta hluta Skotlands, með gististoppi eina nótt áður en ferja er tekin yfir til Orkneyja. Gert er ráð fyrir tveggja og hálfs sólahrings dvöl á Orkneyjum þar sem flestir markverðustu staðirnir eru skoðaðir og er ekið í rútu á milli staða. Þetta þýðir að það er gist í tvær nætur í eyjunum en að kvöldi þriðja dags Orkneyjaheimsóknarinnar er ferja tekin til baka til Skotlands. Þar er gist áður en ekið er af stað aftur til Glasgow með gistingu aðra nótt í Skotlandi. Tíminn er nýttur til að kynnast sögu og landslagi Skotlands.
Staða: Uppseld
JÚNÍ
Varsjá (21. til 24. júní)
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á einstaklega fróðlega og spennandi fjögurra daga ferð til Varsjár. Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs veitingahús á alþjóðlegan mælikvarða.
Meðal annars verður farin áhugaverð gönguferð um gamla miðbæinn og skoðunarferð með rútu vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað. Einnig verður farið í Lazienki garðinn á útitónleika þar sem spiluð verða verk eftir Chopin, þjóðartónskáld Pólverja og margt annað áhugavert gert.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Verð: 169.000 kr. á mann í tvíbýli en 193.000 kr. fyrir einbýli
SEPTEMBER
Orkneyjarferð (24. til 29. sept.)
FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Skotganga bjóða upp á fimm nátta ferð til Skotlands og Orkneyja í framhaldi af fornsagnanámskeiði FEB í vetur þar sem Orkneyinga saga var tekin fyrir. Flogið er til Glasgow og þaðan ekið á nyrsta hluta Skotlands, með gistingu eina nótt áður en ferja er tekin yfir til Orkneyja. Dvalið er rúma tvo sólahringa á Orkneyjum þar sem flestir markverðustu staðirnir eru skoðaðir og er ekið í rútu á milli staða. Þetta þýðir að það er gist í tvær nætur í eyjunum en á þriðja degi Orkneyjarheimsóknarinnar er ferja tekin til baka til Skotlands. Gist er í Inverness næstu nótt. Daginn eftir liggur leiðin til Pitlochry þar sem stoppað er til að skoða sig um og snæða hádegismat. Þá liggur leiðin til Stirling þar sem gist er síðustu nóttina. Síðasta daginn er ekið til Glasgow, beint á flugvöllinn þar.
Tíminn er nýttur til að kynnast sögu og landslagi Skotlands.
Fararstjórar: Baldur Hafstað og fararstjóri frá ferðaskrifstofunni Skotganga
Staða: Uppseld
Verð: 294.500 kr. á mann í tvíbýli
OKTÓBER
Lissabon (7. til 11. okt.)
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á haustferð til Lissabon dagana 7. til 11. október 2024. Lissabon er ein fallegasta borg Evrópu og býður uppá stórkostlegar byggingar, nýjar og gamlar, falleg torg og mikla sögu. Farið verður í göngu- og skoðunarferðir vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað m.a. hið fræga Alfama hverfi. Hópurinn mun m.a. fara saman á FADO kvöld, þar sem snæddur verður kvöldverður en Portúgal er heimsfrægt fyrir FADO tónlist.
Á síðasta degi verður farið í skoðunarferð um yndislegt landslag Portugal, þar sem á vegi hópsins verður strandbærinn Cascais og hið glæsilega hérað Sintra, þar sem konungar Portúgal byggðu hallir sínar. Einnig verður komið við á vestasta höfða meginlands Evrópu, Cabo da Roca áður en farið verður á flugvöllinn á leiðinni heim.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Verð: 197.000 kr. á mann í tvíbýli en 266.000 kr. fyrir einbýli
NÓVEMBER/DESEMBER
Heidelberg aðventuferð (27. nóv. til 1. des.)
FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir bjóða upp á fjögurra nátta aðventuferð til Heidelberg í Þýskalandi um mánaðarmótin nóv./des 2024. Heimsókn til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Einnig verður farin heils dags ferð til Rothenburg ob der Tauber, sem er ein best varðveitta miðaldarborg Evrópu, gríðarlega falleg með aðeins 15 þús íbúa. Þar munum njóta dagsins í gönguferðum um borgina – ásamt vínsmökkun o.fl.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli en 216.000 kr. fyrir einbýli
Heidelberg aðventuferð (29. nóv. til 3. des.)
FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir bjóða upp á fjögurra nátta aðventuferð til Heidelberg í Þýskalandi um mánaðarmótin nóv./des 2024. Heimsókn til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Einnig verður farin heils dags ferð til Rothenburg ob der Tauber, sem er ein best varðveitta miðaldarborg Evrópu, gríðarlega falleg með aðeins 15 þús íbúa. Þar munum njóta dagsins í gönguferðum um borgina – ásamt vínsmökkun o.fl.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Verð: 187.000 kr. á mann í tvíbýli en 224.000 kr. fyrir einbýli
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR
Upplýsingar um skráningar í ferðirnar, ef annað kemur ekki fram hér á síðunni, eru veittar á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is
Athugið :
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður einstakar ferðir vegna veðurs, ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum.
Verð geta breyst m.v. breyttar forsendur.