Sigurður Ágúst Sigurðsson var kosinn nýr formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag 21. febrúar. Fjórir voru í framboði til formanns og eru úrslitin eftirfarandi:
- Sigurður Ágúst Sigurðsson hlaut 215 atkvæði
- Sigurbjörg Gísladóttir hlaut 130 atkvæði
- Borgþór Kjærnested hlaut 6 atkvæði
- Sverrir Örn Kaaber hlaut 3 atkvæði
- Ógildir 2 atkvæði
Samtals kusu 356 í formannskjörinu.
Við óskum Sigurði Ágústi innilega til hamingju.
Á fundinum var einnig kosið í stjórn og varastjórn, samtals sex manns
Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörin:
- Guðrún Ósk Jakobsdóttir hlaut 290 atkvæði
- Elinóra Inga Sigurðardóttir hlaut 284 atkvæði
- Kristinn Eiríksson hlaut 276 atkvæði
Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þau eru:
- Ragnar Árnason hlaut 229 atkvæði
- Bessí Jóhannsdóttir hlaut 215 atkvæði
- Jón Magnússon hlaut 197 atkvæði
Samtals kusu 340 í stjórnarkjörinu.
Er þeim öllum óskað velfarnaðar í starfi.