Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Félagsgjaldið fyrir tímabilið 2024/2025 er 5.600 kr. Til að gerast félagi er smellt hér eða sendur tölvupóstur á feb@feb.is. Skrá þarf nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang, ef það er fyrir hendi. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt fær viðkomandi sent félagsskírteini og afsláttarbók.
Formaður: Sigurður Ágúst Sigurðsson
Netfang: formadur@feb.is
Framkvæmdastjóri: Dýrleif Guðjónsdóttir
Netfang: dyrleif@feb.is
Skrifstofa: Elín Inga Arnþórsdóttir og Guðlaug Tómasdóttir
Netföng: elin@feb.is og gudlaug@feb.is
Umsjón með sal: Jóhanna Ragnarsdóttir
Netfang: johannaragnars59@gmail.com
Skrifstofa félagsins er í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Opið mánudaga. – fimmtudaga frá kl. 10:00 – 16:00 og föstudaga 10:00 – 15:00
Símaþjónusta alla virka daga á milli frá kl. 10:00 – 14:00
Sími: 588 2111
feb@feb.is
www.feb.is
Kt. 490486-3999
Vsk-númer: 21865
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með um 15.500 félagsmenn. Félagið var stofnað 15. mars 1986. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri og einnig makar þeirra þótt þeir séu yngri.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins, og skal hann haldinn í febrúar eða mars ár hvert. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum og þremur til vara, sem kosnir eru beinni kosningu á aðalfundi. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Formaður skal kosinn sérstaklega annað hvert ár, en á hverjum aðalfundi skal kjósa þrjá menn til tveggja ára í stjórn. Þrír varamenn skulu kosnir til eins árs. Enginn sitji lengur en fjögur ár samfellt sem aðalmaður í stjórn félagsins. Stjórnin kýs úr hópi aðalmanna varaformann, ritara og gjaldkera.
Sá sem kosinn er formaður getur þó setið fjögur ár í því embætti þrátt fyrir að hann hafi verið í stjórn áður. Núverandi formaður er Sigurður Ágúst Sigurðsson.
Blómleg starfsemi er rekin innan félagsins á mörgum sviðum. Hin síðari ár hefur verið lögð mikil áhersla á að gæta réttar eldri borgara og vinna að hagsmunum þeirra gagnvart stjórnvöldum. Margar nefndir og deildir eru starfsræktar sem sinna ýmist hagsmunamálum aldraðra eða félagsstarfi á vegum félagins.
Stjórn FEB 2024-2025
Formaður: Sigurður Ágúst Sigurðsson
Aðrir stjórnarmenn: Ástrún Björk Ágústsdóttir, Árni Gunnarsson, Stefanía Valgeirsdóttir, Guðrún Ósk Jakobsdóttir, Kristinn Eiríksson og Ragnar Árnason
Varamenn: Bessí Jóhannsdóttir og Jón Magnússon
Elinóra Inga Sigurðardóttir var kosin sem aðalmaður í stjórn FEB á aðalfundi félagsins þann 21. febrúar 2024. Þann 12.07.24. sagði Elinóra Inga sig úr stjórn FEB og tók þá Ragnar Árnason, fyrsti varamaður í stjórn FEB, sæti sem aðalmaður í stað Elinóru.
Formenn félagsins frá upphafi:
Snorri Jónsson 1986-1988
Bergsteinn Sigurðarson 1988-1992
Kristján Benediktsson 1992-1995
Páll Gíslason 1995-1998
Ólafur Ólafsson 1998-2005
Margrét Margeirsdóttir 2005-2009
Unnar Stefánsson 2009-2013
Þórunn Sveinbjörnsdóttir 2013-2017
Ellert B Schram frá 2017-2020
Ingibjörg H. Sverrisdóttir frá 2020-2024
Sigurður Ágúst Sigurðsson frá 2024-