Ágæti félagsmaður
Aðalfundur FEB árið 2018
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar 2018 og hefst kl. 15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík.Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini fyrir árið 2017.
Stjórn FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Bókmenntahópur FEB – vorið 2018 – byrjum fimmtudaginn 22. feb. – skráning á feb@feb.is / síma 5882111 Dagskrá fram á vor: 22. febrúar Blóðug jörð eftir Vilborgu Davíðsdóttur 22. mars Þríleikur Vilborgar: Auður, Vígroði, Blóðug jörð. Almennt spjall um bækurnar og um Auði djúpúðgu. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsa sögustaði. 26. apríl Vilborg Davíðsdóttir kemur í heimsókn, heldur fyrirlestur og sýnir myndir frá sögusviði bókanna. Allir tímar verða í Stangarhyl 4, kl 14.00 – 16.00.
Ferðalög
B R Ú I N
FEB vekur athygli félagsmanna og annarra félaga eldri borgara á Íslandi á ferðinni „Brúin“ dagana 20. – 24. maí n.k. sem Ferðaskrifstofan VITA hefur hafið sölu á en ferðin er sérstaklega ætluð eldri borgurum. Ferðast er um Eyrarsund í 5 daga ferð (4 nætur) þar sem margir sögufrægir staðir eru heimsóttir og gist er á góðum hótelum. Tvær nætur í Kaupmannhöfn, ein nótt í Helsingør og ein nótt í Malmö. 3 kvöldverðir og íslensk fararstjórn svo eitthvað sé nefnt. Verð í ferðina er 196.900 kr. m.v. gistingu í tvíbýli. Smellið á slóðina hér https://vita.is/ferd/bruin til að fá allar upplýsingar um ferðina – þar er einnig er hægt að bóka sig beint. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir beint til VITA með tölvupósti á netfangið ferd@vita.is
PÉTURSBORG og HELSINKI
Enn er hægt að bætast í ferðina til Pétursborgar og Helsinki 9. – 14. maí 2018 Við höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu. Það hefur tekist svo vel til undanfarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar. Glæsileg ferð til Pétursborgar með skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár. Verð rétt um 199.500 kr. Fyrir einbýli + 39.000 kr. Nánast allt innifalið. Skráning er á feb@feb.is eða í síma 5882111 – síðustu sætin.