TÖLVUPÓSTUR Á LEIÐ TIL FÉLAGSMANNA

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Um leið og við þökkum ánægjulegar samverustundir á árinu sem var að líða óskum við ykkur gleði og velferðar á nýju ári. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru ein allra stærstu frjálsu félagasamtök á Íslandi með um 12 þúsund félagsmenn. Félagar geta allir orðið sem eru 60 ára og eldri. Það er okkar allra að virkja og nýta þann samtakamátt sem felst í slíkum fjölda jafnframt því að hvetja fólk 60 ára og eldra sem ekki er nú þegar félagsmenn, til að ganga í félagið og gera þannig gott félag enn öflugra.  Við vekjum athygli á að félagsstarfið er hafið af fullum krafti. Við vitum að áhugasvið félagsmanna frá 60 ára aldri og upp úr er fjölbreytt og að sjálfsögðu mótast starfið af því. Flestir eiga að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi án tilliti til aldurs, stöðu og eða fjárhagsstöðu.
NOKKRAR DAGSETNINGAR VEGNA FÉLAGSSTARFSINS  – skráning á feb@feb.is eða í síma 588 2111
SKÁK alla þriðjudaga kl. 13.00. Fyrsti leikur verður 8. janúar.
Gönguhópur úr Stangarhylnum alla miðvikudaga kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Bara að mæta og klæða sig eftir veðri.
DANS öll sunnudagskvöld kl. 20.00. Hefst 6. janúar. Hljómsveit hússins. Allir velkomnir.
Enska með áherslu á talað mál hefst miðvikudaginn 9. janúar kl. 14.00. Verð kr. 10.000. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir. Kjörið tækifæri til að rifja upp og æfa enskuna. Skráning stendur yfir.
ZUMBA Gold framhald byrjar mánudaginn 14. janúar kl. 10.30. Bjóðum eldri iðkendur velkomna í skemmtilegan hóp þar sem gleðin ræður ríkjum.
ZUMBA Gold byrjun hefst einnig mánudaginn 14. janúar kl. 9.45. Bjóðum nýja iðkendur velkomna í skemmtilegan hóp þar sem gleðin er við völd undir stjórn Tanyu. Verð kr. 15.900.
STERK OG LIÐUG – námskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára og eldri. Verður sem fyrr tvisvar í viku og byrjar 14. janúar kl. 11.30. Skráning stendur yfir. Verð kr.15.900
Tölvunámskeiðin verða reglulega – fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 14. janúar kl. 13.30. Kennt er tvo mánudaga. Verð kr. 10.000. Leiðbeinandi er Þórunn Óskarsdóttir.
Íslendingasögu / fornsagnanámskeiðið hefst föstudaginn 18. janúar kl. 13.00 og verður á hverjum föstudegi í tíu vikur (kl. 13.00–15.00 með kaffihléi). Opið öllum. Verð kr 16.500. Góð samvera í góðum hópi. Kennari sem fyrr Baldur Hafstað. Ferðalag á söguslóðir að yfirferð lokinni. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111.
Ljóðahópur Jónínu, fimmtudaga kl. 14.00. Byrjum 24. janúar. Betur auglýst síðar.
Umræða um skáldsögu. Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar. Byrjum 31. janúar kl. 14.00. Auglýst sérstaklega í hvert sinn.
Vetrargleði á Hótel Grímsborgum. 3ja daga / 2ja nátta fræðslu- og skemmtiferðir til Hótel Grímsborga. Verð kr. 49.900 á mann í tvíbýli. Brottfarir á mánudögum fyrsta ferð 21.-23. janúar. Bókanir á feb@feb.is / síma 588 2111.
 Aðalfundur FEB verður þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá skv. lögum félagsins.
Skrifstofa FEB að Stangarhyl 4, er opin frá kl. 10.00 – 16.00 alla virka daga. Sími er 588 2111 og netfang feb@feb.is Á skrifstofunni starfa þau Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri, Kristín Lilja Sigurðardóttir, bókhald og uppgjör og Jóhanna Ragnarsdóttir, félagsskrá og umsjón með sal. Formaður FEB er Ellert B. Schram.
Félagsstarfið fer að mestu fram í Ásgarði, sal félagsins í Stangarhylnum. Salurinn sem er glæsilegur er leigður út fyrir hverskyns veislur. Afsláttur er veittur fyrir félagsmenn fyrir eigin samkvæmi.
FEB er á Facebook – Líkaðu við FEB með því að smella á okkur hér
 
Með félagskveðju,  
Gísli Jafetsson
Framkvæmdastjóri
 
Stangarhyl 4, 110 Reykjavik
sími 588 2111, feb@feb.is
www.feb.is og
 
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *