Tillögur að lagabreytingu fyrir aðalfund FEB 27. febrúar 2025

Þrjár tillögur hafa borist að breytingum á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fyrir aðalfund félagsins árið 2025.

Tillögur eitt og tvö:

Aðalfundur FEB 2025
Tvær tillögur að breytingum á lögum félagsins

Um kosningarétt og kjörgengi til stjórnar

a) Við gr. 3.2 bætist setningin: Kjörgengi og kosningaréttur á aðalfundi miðast við þau sem eru á félagaskrá 10. janúar og hafa greitt félagsgjald.

Grein 3.2 eftir breytingu:
3.2 Haldin skal skrá yfir fullgilda greiðandi félagsmenn, sem lögð verði til grundvallar félagslegum réttindum í FEB. Kjörgengi og kosningaréttur á aðalfundi miðast við þau sem eru á félagaskrá 10. janúar og hafa greitt félagsgjald.

b) Jafnframt verði sú breyting á gr. 6.4 að niður falli setningarhlutinn „24 klukkustundum fyrir upphaf aðalfundar“

Grein 6.4 eftir breytingu:
6.4 Atkvæðisbærir eru allir fullgildir félagsmenn, sbr. grein 3.2. (-) Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi, nema annað sé ákveðið í lögum þessum.

Um það hverjir geti krafist stjórnarfundar

Á gr. 7.6 verði sú breyting, að í stað orðanna „tveimur stjórnarmönnum“ komi orðin „tveimur aðalmönnum í stjórn FEB“

Greinin í heild eftir breytingu verður þá:
7.6  Stjórnarfundi skal halda eins oft og þörf krefur og að jafnaði mánaðarlega. Skylt er að halda stjórnarfund komi fram rökstudd ósk frá a.m.k. tveimur aðalmönnum í stjórn FEB eða framkvæmdastjóra félagsins. Stjórnarfundi skal formaður eða framkvæmdastjóri boða tryggilega. Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er viðstaddur. Boða skal varamenn, sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt nema þeir taki sæti aðalmanns.

Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Falli atkvæði jöfn, telst tillaga fallin.

Flutningsmenn:
Sigurbjörg Gísladóttir
Finnur Birgisson

 

Tillaga þrjú:

Ég geri að tillögu til  lagabreitinga, á næsta aðalfundi Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, að framvegis verði kostning til  formanns og stjórnar netkostning.

Kristinn Halldórsson
Kt.2608604539