„….svo toppar Kristinn spænskukennslu hjá ykkur“

Ný spænskunámskeið hefjast þriðjudaginn 23. febrúar, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru aðeins lengra komnir.
Hinn eini sanni Kristinn R. Ólafsson kennir!
Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða með undirstöðuatriðum í málfræði.

Tímasetning:
Byrjendur, þriðjudaga kl. 11:45 – 13:15 og fimmtudaga kl. 12:45 – 14:15.
Lengra komnir, þriðjudaga kl. 10:00 – 11:30 og fimmtudaga kl. 14:30 – 16:00

Um er að ræða fjögra vikna námskeið sem haldin eru í sal félagsins að Stangarhyl 4.
Verð kr.15.500

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is
Mikill áhugi er á þessum námskeiðum þannig að við hvetjum þig til að skrá þig sem fyrst.

Fyrirsögnin er tilvitnun í ánægðan FEB spænskunemanda