Vegna hertra aðgerða stjórnvalda og til að svara kalli heilbrigðisráðherra sem hefur hvatt til þess að fólk takmarki samskipti og hitti eins fáa og það getur, hefur verið ákveðið að loka skrifstofu FEB næstu tvær vikur. Að sjálfsögðu verður haldið áfram að þjónusta félagsmenn í gegnum síma 588 2111 frá kl. 10 til 14 á daginn og einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir á netfangið feb@feb.is. Til að koma á móts við félagsmenn hafa þau námskeið – þar sem því er viðkomið – verið færð yfir á netið tímabundið, en öðrum námskeiðum þarf því miður að fresta. Vinsamlegast skoðið nánar í viðburðardagatalinu hér á heimasíðu FEB.
Með einlægri von að með þessum aðgerðum takist að hægja á útbreiðslu veirunnar þannig að líf okkar allra geti sem fyrst orðið eðlilegt að nýju.