Áhugaverð nýjung hjá FEB-ferðum
Ekið austur um Þrengslin til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. Þá verður ekið til Flúða þar sem boðið verður upp á gómsæta sveppasúpu með heimabökuðu brauði. Flúðasveppir verða heimsóttir og við fáum kynningu á ræktuninni. Nú liggur leiðin til Skálholts sem er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Þaðan verður ferðinni heitið að Laugarvatni þar sem við fáum kynningu á hverabrauðsgerð, rúgbrauðssneið með reyktum silungi og kaffi verður að sjálfsögðu í boði. Ekið um Lyngdalsheiði og stoppað á Þingvöllum áður en haldið verður til baka til Reykjavíkur.
Brottför frá Stangarhyl 4.
Fararstjóri: Valdimar Bragason
Verð: 23.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is
Ekki missa af þessari ferð