Í morgun 23. maí var undirritaður samstarfssamningur milli FEB og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem húsnæðissjálfseignarstofnun og rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Í tengslum við stofnun leigufélagsins hefur FEB átt í viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóða og er þar komin ákveðin jákvæð niðurstaða á Stýrimannskólareit. Á myndinni eru fulltrúar FEB þeir Ellert B Schram formaður og Gísli Jafetsson framkv.stjóri og fulltrúar Vildarhúsa Leifur Steinn Elísson og Ólafur Örn Ingólfsson