Nú styttist óðum í eftirfarandi ferðir:
Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar og Vík, þann 6. ágúst. – FRESTAÐ
Enn á ný efnir FEB til dagsferðar um Fjallabaksleið nyrðri. Um er að ræða ferð með viðkomu í Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal, ekið inn í Landamannalaugar og farið um Jökuldali og Eldgjá í Hólaskjóli svo eitthvað sé nefnt. Síðan verður ekið niður Skaftártungur og til Hótel Dyrhólaey, þar sem kvöldmatur ,sem er innifalinn í verði, bíður ferðalanga áður en haldið verður til Reykjavíkur.
Brottför frá Stangarhyl 4, klukkan 8:30 þann 6. ágúst.
Verð kr. 18.500 fyrir félagsmenn en 19.500 fyrir utanfélagsmenn.
Leiðsögumaður: Kári Jónasson
Ferð um Sprengisand í Fjörður, Flateyjardal og Tröllaskaga. 9.-12. ágúst – FRESTAÐ
Þessi ferð fyllist alltaf fljótt!
Fjögra daga viðburðarík ferð þar sem gist verður þrjár nætur á Hótel Eddu, Akureyri. Brottför er kl. 8:00 frá Stangarhyl 4, þann 9. ágúst og er ekið í rútu allan tímann, nema farið á fjallabílum yfir í Fjörður. Fyrsta daginn er ekið um Sprengisand til Akureyrar. Á öðrum degi er ekið norður Flateyjardalsheiði allt út á Flateyjardal. Á þriðja degi er haldið út í Fjörður um Leirdalsheiði á vel útbúnum fjallabílum. Á fjórða og síðasta degi er ekið aftur til Reykjavíkur en um Eyjafjörð að vestan, gegnum Dalvík og Ólafsfjörð, stoppað verður á Siglufirði. Ekið suður á ný um Þverárfjall og þjóðveg 1.
Verð kr. 90.000 í tvíbýli og kr. 95.000 í einbýli (5.000 kr. álag fyrir utanfélagsmenn)
Leiðsögumaður: Gísli Jónatansson
Hvetjum ykkur til koma með.
Tekið er á móti bókunum í síma 5882111 eða með því að senda okkur póst á feb@feb.is, eða heilsa upp á okkur á skrifstofu FEB að Stangarhyl 4.
Hlökkum til að heyra frá ykkur – Það fyllist fljótt