ATH skráningu lýkur föstudaginn 8. okt. kl. 14.
Dagana 18. til 21. október munum við halda afar áhugavert fjögurra daga námskeið (gist 3 nætur) á Bifröst og í samvinnu við skólann þar. Þema námskeiðsins kemur fram í heitinu sem er Spánn – tungumál og menning, en einnig verður fræðsla um heilaheilsu og þjálfun hugans. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst verður með kennsluna um spænska menningu og sögu en hún er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum. Iðunn Leósdóttir mun sjá um spænskukennsluna, en hún kenndi spænsku í MR til fjölda ára og Dr. Ólína Viðarsdóttir mun sjá um kennslu um heilaheilsu og þjálfun hugans. Hún er sálfræðingur og með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Dagskráin verður síðan brotin upp með hópefli og göngutúrum í umhverfi Bifrastar. Þarna er fléttað saman, að njóta fjarri heimabyggð, kennslu, fegurð umhverfisins og hreyfingu.
Verð: 86.000 á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi og fullt fæði, 10.000 krónur bætast við ef gist er í einbýli.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda okkur póst á netfangið feb@feb.is.