Félag eldri borgara náði rétt í þessu samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga.
Viðkomandi hefur nú fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fellur af þeim sökum niður.
Félag eldri borgara vinnur áfram að því að ná sátt við hinn aðilann sem höfðað hefur samskonar mál.Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1.
Enn á eftir að ræða við 11 kaupendur en stór hluti þeirra kemur á fund í vikunni og næstu viku, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið með áætlaðan afhendingardag í september og því hefur ekki nein seinkun orðið á afhendingu íbúða þeirra. Enn er unnið að því að klára framkvæmdir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum.
Búið er selja 65 íbúðir af 68, sem í boði eru í húsunum tveimur.