Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík, FEB, fyrir árið 2025 verður í Ásgarði, sal félagsins í Stangarhyl 4 þann 27. febrúar nk. kl. 14:00.
Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum skv. 10. gr. laga félagsins.
Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum og framboðum áhugasamra félagsmanna í eftirtalin trúnaðarstörf fyrir félagið:
I. Félagsmenn til setu í stjórn félagsins.
Kosið verður um:
Þrjá aðalmenn til 2 ára
Einn aðalmann til 1 árs
Þrjá varamenn til 1 árs
Tillögur þar um berist í tölvupósti á feb@feb.is í síðasta lagi fyrir lok dags 6. febrúar 2025, þar sem fram þarf að koma nafn, kennitala og sími.
Óskar Magnússon
Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir
Kári Jónasson