Liðlega 200 manns komu á Kjarvalsstaði í dag til að kynna sér rauða Menningarkortið 67+ í dag.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, kynnti nýja kortið og Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, flutti stutta ræðu.
Nýtt fyrirkomulag tók gildi þann 1. júlí s.l.. Fyrir þá sem ekki þekkja til Menningarkorts Reykjavíkur þá er um að ræða árskort sem veitir endurgjaldslausan aðgang að öllum söfnum Reykjavíkurborgar, 2 fyrir 1 aðgang að einhverju safnanna í hverjum mánuði, auk tilboða og sérkjara hjá fjöldamörgum samstarfsaðilum í menningarlífinu. Nánar HÉR