Ágæti félagsmaður
Nú fer skilvísum greiðendum félagsgjalda FEB – sem ekki hafa afþakkað sendingu á pappír – að berast póstur sem inniheldur þrennt:
- Félagstíðindi FEB 2024
- Félagsskírteini FEB sem gildir til 31. mars 2025
- Afsláttarbók 2024
Þetta er allt sent saman í stóru umslagi, vinsamlegast skoðaðu innihald umslagsins vel áður en því er fargað, þar sem félagsskírteinið er svo lítið og gæti því auðveldlega orðið eftir.
Við viljum sérstaklega vekja athygli þína á því, að allt þetta þrennt er einnig hægt að nálgast með rafrænum hætti.
- Félagstíðindin er hægt að nálgast rafrænt hér á heimasíðu FEB.
- Félagsskírteinið birtist rafrænt inní Appinu Spara í síðasta lagi fljótlega eftir helgi.
- Afsláttarbókina 2024 er hægt að nálgast rafrænt hér á heimasíðu FEB.
Þeir sem völdu rafrænt félagsskírtein fá þá ekki þennan pakka, en geta óskað eftir því með því að hafa samband við skrifstofu FEB, annað hvort með tölvupósti eða hringja í S: 588-2111
En hvað er Spara og hvað gerir það fyrir þig?
- Það er smáforrit eða App sem heldur utan um og birtir öll sömu tilboð og í Afsláttarbókinni eru.
- Birtir félagasskírteini FEB rafrænt.
- Þar birtast einnig fleiri tilboð sem bjóðast í öðrum hópum sem félagsmaður tilheyrir.
Við hvetjum þig til að nota afsláttar-Appið Spara því það á að létta félagsmönnum lífið, spara pappír, plast og dreifingakostnað.
Skilvísir félagsmenn sækja Spara Appið í símann og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Til hægðarauka er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir Spara Appið hér á heimasíu FEB undir kennsluefni.
Með von um að sendingin berist þér fljótt og vel, en að þú sjáir þér líka hag í því að nýta þér afsláttar-Appið Spara
Með sól í sinni
Starfsfólk FEB