Starfsmenn og stjórn FEB óskar félagsmönnum gleðilegs nýs árs, með von um að gæfan fylgi ykkur um ókomna framtíð.
Á næstu dögum eru námskeið og klúbbar FEB að fara af stað aftur eftir jólafrí og eru áhugasamir félagsmenn hvattir til að skrá sig sem allra fyrst því eftirspurnin er mikil. Ekki er búið að tímasetja öll námskeiðin nú á vorönn 2025 en félagsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með heima- og Facebooksíðum félagsins á hverjum tíma. Við minnum sérstaklega á fræðslufund um lífeyrismál sem haldinn verður í sal FEB þriðjudaginn 7. janúar kl. 18:00.
Því miður hefur verið ákveðið að taka nokkra vikna hlé á dansleikjum FEB, þar sem aðsóknin hefur ekki verið næg undanfarnar vikur. Við munum taka stöðuna aftur í byrjun febrúar og verður niðurstaðan tilkynnt í framhaldinu.
Við hlökkum til framtíðarinnar með ykkur,
starfsmenn FEB