Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á ný spænskunámskeið nú á vorönn 2025. Fyrstu tímarnir verða mánudaginn 24. febrúar og þeir síðustu 6 vikum seinna eða fimmtudaginn 3. apríl. Eins og áður er um að ræða þrjú getustig:
- Spænska 1 er ætluð byrjendum (mán. og miðv.d. kl. 9:00-10:30)
- Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað. (miðv.d. kl. 10:45-12:15 og fimmtud. kl. 12:30-14:00)
- Spænska 3 er ætluð þeim sem lengra eru komnir og því freistandi að hafa kennsluna að öllu leyti á spænsku – eða eins mikið á spænsku og hægt er. (mánud. kl. 10:45-12:15 og fimmtud. kl. 14:15-15:45)
Á þessum námskeiðum er farið yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða. Leiðbeinandinn er okkar einni sanni Kristinn R. Ólafsson.
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 6 vikur hvert námskeið. Fyrstu tímarnir eru mánudaginn 24. febrúar 2025.
Staðsetning: Salur FEB í Stangarhyl 4
Verð: 24.000.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is. Skráðu þig