Nú er það Lissabon dagana 18. til 22. september – Þú finnur eitthvað við þitt hæfi hjá okkur 😊
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á haustferð til Lissabon dagana 18. til 22. september 2023. Lissabon er ein fallegasta borg Evrópu og býður uppá stórkostlegar byggingar, nýjar og gamlar, falleg torg og mikla sögu.
Flogið er með PLAY til Lissabon kl. 15:00 þann 18. september og gist á hotel Pestana CR 7, sem er mjög fínt 4 stjarna hótel og gríðarlega vel staðsett í miðborginni. Næstu daga verður farið í göngu- og skoðunarferðir vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað m.a. hið fræga Alfama hverfi.
Um kvöldið á öðrum degi fer hópurinn saman á FADO kvöld. Þar verður snæddur kvöldverður og hlustað á tónlist en Portúgal er heimsfrægt fyrir FADO tónlist sína. Um kvöldið á fjórða degi fer hópurinn saman að borða á fínum veitingastað en þar býðst gestum m.a. að skoða bjórsafn þeirra frítt.
Á fimmta og síðasta degi verður farið í skoðunarferð um yndislegt landslag Portugal, þar sem á vegi okkar verður strandbærinn Cascais og hið glæsilega hérað Sintra, þar sem konungar Portúgal byggðu hallir sínar og munum við skoða National Palace m.a. Förum líka á vestasta höfða meginlands Evrópu, Copa da Roca áður en við endum út á flugvelli kl 19 og fljúgum heim.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar: 4 nátta ferð
Dagsetningar: 18. til 22. september 2023
Verð: 167.800 kr. á mann í tvíbýli en 217.500 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Innifalið í verði er: flug með PLAY með 1×20 kg tösku fyrir hvert herbergi + 1xhandfarangur pr mann (42x32x25 cm) eða bakpoka. Gisting á 4* hóteli Pestana CR7 með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði er: a) Skoðunarferð um borgina með enskumælandi portúgölskum leiðsögumanni, b) FADO tónlistin og kvöldverður að hætti heimamanna, c) Sameiginlegur kvöldverður á fjórða degi í nágrenni hótelsins, d) Skoðunarferð með enskumælandi portúgölskum leiðsögumanni á lokadegi og aðgangur í National Palace.
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR og þarf að staðfest bókanir fyrir 1. júlí 2023.
Við minnum einnig á aðventuferðir FEB-ferða til Berlínar í nóv. og des. – bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is , en fyrri ferðin er að verða uppseld.