Mánudaginn 16. september hefst að nýju almennt byrjendanámskeið í myndlist sem Bjarni Daníelsson kennir. Bjarni er lærður myndlistarmaður og kennari og starfaði um árabil við myndlistarkennslu og var m.a. skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1986 – 1994.
Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst að auka færni og þor þátttakenda til að fást við myndlist sem gefandi frístundaiðju. Fjallað verður um skynjun og skoðun, skilning og sköpun sem samofna þætti í myndlistariðkun. Farið verður í nokkur grundvallaratriði myndgerðar, svo sem litafræði, myndbyggingu, fjarvídd, hlutföll mannslíkamans og formfræði tvívíddar og þrívíddar. Kynnt verður mismunandi tækni og rætt um hefðir og stefnur með vísan í listfræði og sögu eftir því sem við á. Þátttakendur leysa ýmis verkefni með skissubók og einföldum áhöldum svo sem blýanti, litblýöntum olíukrít og vatnslitum. Áhersla er lögð á samræður og skoðanaskipti í tímum. Auk verkefna í tímum er reiknað með að þátttakendur vinni heimaverkefni milli kennslustunda og heimsæki söfn og sýningar meðan á námskeiðinu stendur.
Einungis er um takmarkaðann hóp þátttakenda að ræða, þannig að áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur og skrá sig sem fyrst.
Kennari: Bjarni Daníelsson
Efni og áhöld: Stór og góð skissubók, A4 eða stærri. Einföld teikniáhöld og litir að eigin vali (frekari efniskaup í samráði við kennara)
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku á mánudögum í 3 klst. í senn (frá kl. 13 – 16) í 10 vikur. Fyrsti tími á haustönn er mánudaginn 16. september 2024.
Verð: 43.000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is