Langar þig í spennandi ferð til Varsjár?

Nú hefur FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir sett í sölu ferð til Varsjár dagana 21. – 25. júní – Skelltu þér með okkur 😊

Um er að ræða einstaklega skemmtilega, fróðlega og spennandi ferð. Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs veitingahús á alþjóðlegan mælikvarða. Gist verður á hótel Mercure Grand sem staðsett er í miðbæ Varsjár.

Farin verður skoðunarferð um borgina með rútu, farið í mjög spennandi og fróðlega gönguferð um elsta hluta borgarinnar þar sem helstu byggingar og kennileiti eru skoðuð og farið yfir sögu og hremmingar, sem borgin hefur farið í gegnum. Einnig verður í boði að fara í skoðunarferð til Praga, sem er hverfi á vesturbakka Vistlu. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Lazienki garðurinn en þangað verður farið síðasta daginn á útitónleika þar sem spiluð verða verk eftir Chopin, þjóðartónskáld Pólverja.

Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum en hún þekkir borgina vel.
Lengd ferðar: 4 nátta en 5 daga ferð
Verð: Einungis 159.500 kr. á mann í tvíbýli en 208.700 kr. ef gist er í einbýli

Til að bóka og greiða staðfestingagjald er farið inn á netið, á síðuna: klik.is. Smellið á ferðina og greiðið staðfestingagjaldið (sem er óendurkræft) og þá eru þið búin að staðfesta bókun 😊
Slóð á greiðslusíðu fyrir eftirstöðvar verður send með tölvupósti síðar.

Einnig er hægt að fara styttri leið og BÓKA HÉR

Þeir sem ekki hafa möguleika á að nýta sér þessa leið til að bóka ferðina, eiga ekki að hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni.