Það er ávallt glatt á hjalla í húskynnum FEB síðdegis á miðvikudögum en þá koma kátir félagar kórs FEB saman og syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Fyrsta æfing kórsins í haust verður miðvikudaginn 27. september kl. 16:30. Æft er einu sinni í viku allan veturinn með góðu jólafríi. Nýir félagar eru velkomnir og er þeim boðið að mæta á fyrstu æfingu kórsins þann 27. september. Nánari upplýsingar veitir Gísli Jónatansson, formaður kórsins í síma 892 7170.
Munið: Söngur bætir, kætir og léttir lund!