Neyðaróp úr hópi aldraðra
Efnahagur stórs hóps aldraðra á Íslandi er svo bágborinn að jafnt undrun og hneykslun vekur. Fátæktargildrunnar liggja víða í kerfinu, húsnæðisleysi og jafnvel vannæring er viðvarandi vandamál, en þess utan býr hópurinn við heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu.
Í þættinum KJÖR ALDRAÐRA á Hringbraut á sunnudagskvöld kl. 20:30 er dregin upp raunsönn mynd af kjörum þessa sívaxandi þjóðfélagshóps með aðstoð sérfræðinga og formanna í hagsmunahópum hans, en þar er engin tæpitunga töluð.