Hið árlega fornsagnanámskeið hefst föstudaginn 18. september og stendur í 10 vikur, allt til 20. nóvember.
Stefnt er að því að hóparnir verði tveir, annar hópurinn frá kl. 10–12 og hinn frá kl. 13–15. Hægt er að færa sig milli hópa ef svo ber undir. Hinn nauðsynlegi kaffitími verður á sínum stað. Lesnar verða tvær nafnkunnar og fremur stuttar fornaldarsögur: Hrólfs saga kraka og Ragnars saga loðbrókar, sögur um heitar tilfinningar og undarleg atvik. Þær eru báðar í 1. bindi Fornaldar sagna Norðurlanda í útgáfu Guðna Jónssonar, en einnig má nálgast þær á netinu. – Að loknum lestri þessara tveggja sagna er ætlunin að lesa Svínfellinga sögu sem varðveitt er í Sturlungu (einnig aðgengileg á netinu), stutt og áhrifamikil. Þar fáum við innsýn í hina blóði drifnu Sturlungaöld.
Kennari: Baldur Hafstað
Verð kr. 19.000
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda okkur póst á netfangið feb@feb.is – Nauðsynlegt er að láta vita um þátttöku.