Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag 16. júni. Þrír voru í framboði til formanns og eru úrslitin eftirfarandi:
- Ingibjörg H. Sverrisdóttir hlaut 262 atkvæði
- Haukur Arnþórsson hlaut 131 atkvæði
- Borgþór Kjærnested hlaut 29 atkvæði
- Ógildir 1 atkvæði
Samtals kusu 423 í formannskjörinu.
Við óskum Ingibjörgu innilega til hamingju.
Á fundinum var einnig kosið í stjórn og varastjórn, samtals sjö menn
Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:
- Kári Jónasson með 313 atkvæði
- Sigurbjörg Gísladóttir með 300 atkvæði
- Viðar Eggertsson með 299 atkvæði
- Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin í aðalstjórn til eins árs með 295 atkvæðum
Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:
- Finnur Birgisson með 223 atkvæði
- Haukur Arnþórsson með 184 atkvæði
- Sverrir Örn Kaaber með 173 atkvæði
Er þeim öllum óskað velfarnaðar í starfi.