Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar.
Nokkur atriði sem þeir þurfa að vita sem fjalla um málefni aldraðra
Um tekjur aldraðra: Ellilífeyrir er frá Tryggingastofnun. Lífeyrisgreiðslur eru frá lífeyrissjóðum. Atvinnutekjur eru þriðji tekjuflokkurinn og eignatekjur eða aðrar tekjur sá fjórði. Ellilífeyrir og lífeyrisgreiðslur samanlagðar eru eftirlaun. Allar tekjur samanlagðar eru síðan heildartekjur.
Hugtök: Persónuafsláttur er skattaafsláttur á tekjur, ákveðin upphæð/mán. Frítekjumark er óskert upphæð tekna, annarra en ellilífeyris. Þær eru þó skattlagðar. Skerðingar eru viðbótarskattur sem leggst á tekjur yfir frítekjumarki og er dreginn af ellilífeyri og verður aldrei hærri en sem honum nemur. Skerðingahlutfall segir til um hvað skerðingar éta upp ellilífeyrinn á löngu tekjubili. Skattakúrfa er línulegt yfirlit yfir hlutfall skatta af hækkuðum tekjum.
Skilmálar: Ellilífeyrir er nú 240 þús. kr./mán fyrir sambúðarfólk, sem yfirgnæfandi hluti aldraðra er, en 300 þús. kr. fyrir þá sem búa einir. Persónuafsláttur er nú 53.895 kr. Almennt frítekjumark er 25.000 kr., en auk þess er viðbótarfrítekjumark einvörðungu fyrir atvinnutekjur að upphæð 100.000 kr. Skerðingar leggjast á tekjur umfram frítekjumörk; almennt á yfir 265 þús. kr. fyrir sambúðarfólk og 325 þús. fyrir þann sem býr einn. Skerðingahlutfall er nú 45% sem þýðir að af hverjum 100 viðbótarkrónum sem aldraður hefur umfram frítekjumörk dragast 45 frá ellilífeyri. Þetta þýðir að ellilífeyrir fellur niður við tekjur nálægt 558.000 kr. Síðan greiðast skattar af þeim 55 kr. sem þá standa eftir af þessum 100. Ef skattþrepið er 36% er skatturinn 19.250 kr. og jaðarskatturinn (aukinn skattur af auknum tekjum) því ekki langt frá 64,25% á tekjubilinu 325-558 þús. fyrir sambúðarfólk. Skattakúrfa aldraðra rís hratt með hækkuðum tekjum, en er fallandi frá 558 þús. kr. Skattarnir eru því hæstir fyrir tekjubilið 265-558 þús. kr., eins og hjá öðru lágtekjufólki, en það er tekjubilið þar sem félagsmálapakkarnir fasast út.
Hugtök: Persónuafsláttur er skattaafsláttur á tekjur, ákveðin upphæð/mán. Frítekjumark er óskert upphæð tekna, annarra en ellilífeyris. Þær eru þó skattlagðar. Skerðingar eru viðbótarskattur sem leggst á tekjur yfir frítekjumarki og er dreginn af ellilífeyri og verður aldrei hærri en sem honum nemur. Skerðingahlutfall segir til um hvað skerðingar éta upp ellilífeyrinn á löngu tekjubili. Skattakúrfa er línulegt yfirlit yfir hlutfall skatta af hækkuðum tekjum.
Skilmálar: Ellilífeyrir er nú 240 þús. kr./mán fyrir sambúðarfólk, sem yfirgnæfandi hluti aldraðra er, en 300 þús. kr. fyrir þá sem búa einir. Persónuafsláttur er nú 53.895 kr. Almennt frítekjumark er 25.000 kr., en auk þess er viðbótarfrítekjumark einvörðungu fyrir atvinnutekjur að upphæð 100.000 kr. Skerðingar leggjast á tekjur umfram frítekjumörk; almennt á yfir 265 þús. kr. fyrir sambúðarfólk og 325 þús. fyrir þann sem býr einn. Skerðingahlutfall er nú 45% sem þýðir að af hverjum 100 viðbótarkrónum sem aldraður hefur umfram frítekjumörk dragast 45 frá ellilífeyri. Þetta þýðir að ellilífeyrir fellur niður við tekjur nálægt 558.000 kr. Síðan greiðast skattar af þeim 55 kr. sem þá standa eftir af þessum 100. Ef skattþrepið er 36% er skatturinn 19.250 kr. og jaðarskatturinn (aukinn skattur af auknum tekjum) því ekki langt frá 64,25% á tekjubilinu 325-558 þús. fyrir sambúðarfólk. Skattakúrfa aldraðra rís hratt með hækkuðum tekjum, en er fallandi frá 558 þús. kr. Skattarnir eru því hæstir fyrir tekjubilið 265-558 þús. kr., eins og hjá öðru lágtekjufólki, en það er tekjubilið þar sem félagsmálapakkarnir fasast út.