Hugmyndasmiðja |
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur að endurskipulagningu á félagsstarfi eldri borgara í samræmi við væntingar og þarfir komandi kynslóða. Við óskum því eftir fólki á aldrinum 60 til 70 ára sem vill koma með hugmyndir um hvað það vill geta gert í borginni þegar það hættir að vinna og hefur meiri tíma til að njóta. Hugmyndasmiðjan verður skapandi og skemmtileg og er tækifæri til að hafa áhrif á hvað verður boðið upp á í framtíðinni svo að allir fái að njóta sín.
Hvenær: 10. júlí 2019 Kl: 16.30 – 18.30
Hvar: Borgartún 12 Kerhólar, 7. Hæð.
Skráning fer fram hér: https://www.surveymonkey.com/r/hugmyndasmidja
Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnastjóri Velferðartæknismiðju á netfanginu vts@reykjavik.is
Sjá frekari kynningu HÉR