Viltu ekki hreyfa þig með okkur inn í sumarið?
Þann 16. maí n.k. bjóðum við upp á nýtt 6 vikna námskeið í Zumba Gold og leifiminni „Sterk og liðug“ sem lýkur í lok júní. (einnig hægt að taka fyrstu 4 vikurnar eða seinni 4 vikurnar). Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl hjá okkur.
Zumba Gold (fyrir byrjendur og lengra komna)
Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Fólk getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt sér konunglega í leiðinni. Fólk öðlast betri líkamsstöðu og meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Í Zumba Gold hjá Tönyu lærir fólk öll grunnsporin og samhæfingu í dansinum. Fólk lærir Salsa, Merengue, Reggaeton, Cumbia, Disco, magadans, Bollywood, Reggae, Cha-cha-cha og fl. Kerfin henta jafnt konum sem körlum.
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtud. kl. 9:30-10:30, nú í 6 vikur. Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 16. maí.
Verð: 15.900 kr.
Sterk og liðug
Námskeið sem Tanya hefur þróað frá grunni og er ætlað dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda. Þeir byrja á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina. Eftir það eru gerðar léttar rólegar styrkjandi æfingar í því markmiði að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu og minnka verki í baki, hnjám og mjöðmum. Í tímunum eru notaðir lítlir Pilates boltar, teygjur með handföngum og létt handlóð.
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtud. kl. 10:30–11:15, nú í 6 vikur. Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 16. maí.
Verð: 14.900 kr.
Öll námskeiðin fara fram í sal félagsins að Stangarhyl 4, 108 Reykjavík.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á
netfangið feb@feb.is
Komdu og vertu með 😊