Ferðir á vegum Félags eldri borgara sumarið 2020 – (Sjá nánari lýsingar undir „Ferðalög“ hér að ofan)
Söguferð: Dalir – Snæfellsnes, á áætlun 19. og 26. maí
Um er að ræða dagsferðir á söguslóðir Laxdælu í tengslum við Íslendingasagnanámskeiðið.
Fararstjórar Baldur Hafstað og Magnús Sædal.
Á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. 14.-15.júní
Tveggja daga ferð með gistingu eina nótt á Gauksmýri þar sem við verðum m.a. leidd í allan sannleikann um síðustu aftökuna á Íslandi, þeirra Agnesar og Friðriks.
Leiðsögumaður er Kári Jónasson.
Vestmannaeyjar 20. júní
Dagsferð til Vestmannaeyja. M.a. farið út á Stórhöfa, í Herjólfsdal og í Eldheima
Leiðsögumenn Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir.
Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar og Vík. dags. 6. ágúst.
Dagsferð með viðkomu í Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal, í Landamannalaugum, og farið um Jökuldali og Eldgjá í Hólaskjóli svo eitthvað sé nefnt.
Leiðsögumaður Kári Jónasson
Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Tröllaskaga. 9.-12. ágúst
Fjögra daga ferð. Ekið um Sprengisand til Akureyrar, farið út á Flateyjardal, út í Fjörður um Leirdalsheiði og heim aftur um þjóðveg 1.
Leiðsögumaður Gísli Jónatansson
Suðurströnd og austur í Öræfi. 28. – 29. ágúst.
Tveggja daga ferð með gistingu eina nótt á Smyrlabjörgum. M.a. komið við hjá Skógarfossi þaðan í Vík yfir Mýrdalssand og í Öræfi. Farið að Fjallsárlóni og Jökulsárlóni og margt fleira.
Leiðsögumaður Kári Jónasson
Suðurland, Njáluslóðir 3. september
Dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu
Fararstjóri Guðni Ágústsson
Athugið : Félagið áskilur sér rétt til að fella niður einstakar ferðir vegna ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum.
Sjá nánar undir ferðalög hér að ofan
Bókanir á feb@feb.is eða í síma 588 2111