Mánudaginn 2. des. frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng.
Við fáum til okkar í heimsókn þjóðfræðinginn og rithöfundinn Benný Sif Ísleifsdóttur og ætlar hún að kynna nýjustu skáldsögu sína Speglahúsið, sem fjallar um þrjár konur á tveimur tímaskeiðum innan um sömu speglana. Benný er uppalin á Eskifirði og hefur gefið frá sér fimm skáldsögur á síðastliðnum sex árum. Það verður spennandi að hlýða á hana.
Kór FEB stígur síðan á stokk og syngur fyrir okkur nokkur vel valin jólalög undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Í boði verður rjúkandi heitt súkkulaði og jólakökur
Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Mánudaginn 2. des. kl. 14:00 – 16:00
Verð: 3.500 kr.
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR.
Ekki hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni, ef skráningaleiðin veldur ykkur vandræðum.
Njóttu með okkur, við hlökkum til að sjá þig