Mánudaginn 4. desember frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng.
Við fáum Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund í heimsókn og mun hún kynna fyrir okkur nýjustu bók sína LAND NÆTURINNAR bæði í tali og myndum. LAND NÆTURINNAR er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum sleppti í fyrri bókinni um Þorgerði, UNDIR YGGDRASIL, en fyrir hana var Vilborg Davíðsdóttir tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hér leiðir hún lesendur enn í ævintýraför og opnar nýja sýn á slóðir víkinga í Austur-Evrópu.
Kór FEB stígur síðan á stokk og syngur fyrir okkur nokkur vel valin jólalög undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Í boði verður ljúffengt heitt súkkulaði og jólakökur
Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Mánudaginn 4. des. kl. 14:00 – 16:00
Verð: 3,500 kr.
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR.
Ekki hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni, ef skráningaleiðin veldur ykkur vandræðum.
Njóttu með okkur, við hlökkum til að sjá þig