Grettis saga, Spænska og Zumba, hvað er sameiginlegt?

Jú FEB og ný námskeið á glænýju ári 😊

Í byrjun árs hefjast fjögur ný námskeið hjá FEB og því til mikils að hlakka

4. janúar 2022 byrja eftirfarandi námskeið:
Zumba Gold námskeið
Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30 – 10:30
Lengd námskeiðs: 8 vikur
Verð: 18.900

Sterk og liðug – leikfimi
Námskeið sem ætlað er dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-11:15
Lengd námskeiðs: 8 vikur
Verð: 17.900

10. janúar hefjast spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Þar verður farið er yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa:
– Spænska 1 er ætluð byrjendum
– Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað
– Spænska 3 er ætluð þeim sem lengra eru komnir og því freistandi að hafa kennsluna að öllu leyti á spænsku – eða eins mikið á spænsku hægt er.
Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 5 vikur í senn.
Verð: 20.000 kr.

14. janúar hefst nýtt íslendingasagnanámskeið
Fornsagnanámskeið þar sem teknar eru fyrir mismunandi Íslendinga- og/eða fornaldarsögur.
Á vorönn 2022 verður farið yfir Grettis sögu, sem sögð er vera „kliðmjúk“ og mögnuð kynngi. Margir þekkja Grettis sögu mjög vel, en reynslan segir að hún verði ný í hvert sinn sem hún er lesin. Um höfundinn er ekkert hægt að fullyrða, en af síðasta kafla sögunnar má sjá að sjálfur Sturla Þórðarson hefur komið að ritun hennar á einhvern hátt; kannski hefur hann skrifað frumgerð hennar.
Leiðbeinandi: Baldur Hafstað
Tímasetning: Föstudagar. Hóparnir verða tveir, sá fyrri kl. 10–12 (einnig í boði í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM) og sá seinni kl. 12:30–14:30.
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku í 10 vikur hvert námskeið.
Verð: 20.000 kr.

Skráning á öll námskeiðin fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

Allir hjartanlega velkomnir!