Frá september og út maí fer vaskur hópur félagsmanna í gönguferðir frá Stangarhylnum á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00. Um er að ræða mismunandi langar gönguferðir, fer eftir veðri og aðstæðum. Að göngu lokinni er komið við í sal FEB, sest niður og spjallað yfir kaffi og rúnstykki.
Á sumrin breyta Gönguhrólfar hins vegar til og ganga frá mismunandi stöðum í nærumhverfi sínu. Göngurnar eru sem áður á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00. Þær göngur sem eftir er að fara í sumar eru:
Dagsetn. Lagt af stað – frá Kaffistaður
13. júlí Heiðmörk við Olís Rauðavatn Olís
20. júlí Mógilsá Kollafirði Golfskálinn Korpúlfsstaðir
27. júlí Kaldársel Valahnjúkar Golfskálinn Oddur
3. ágúst Víkingsheimilið við Traðarland Bakaríið Austurveri
10. ágúst Grafarvogur Olís Gufunes Olís
17. ágúst Nauthóll Öskjuhlíð Bakaríið Austurveri
24. ágúst Seltjarnarnes við Bakkatjörn Golfskálinn Nes
Nánari upplýsingar veita Holger í síma 843 5327 og Marteinn í síma 846 2154
Það eru allir félagsmenn velkomnir að taka þátt og hvetjum við sem flesta að vera með.
Myndin sem fylgir þessari frétt var tekin 6. júlí s.l. þegar Gönguhrólfar fóru Korpúlfsstaðagöngu í yndislegu veðri.