Fyrsta ferð sumarsins handan við hornið – Dagsferð á Suðurnes 20. maí – Laus sæti



Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar ferðir líkt og undanfarin ár og hefjum við ferðaárið fimmtudaginn 20. maí  með dagsferð á Suðurnesin.
Í leiðsögninni verður fléttað saman sögu þeirra svæða sem um er farið, ásamt lýsingu á mannlífi og persónusögu í bland við jarðfræði svæðisins.
Leiðsögumaður: Magnús Sædal Svavarsson
Verð: 14.000 kr  (16.000 kr. fyrir utanfélagsmenn)

Meðfylgjandi mynd var tekin í samskonar ferð s.l. haust og hér að neðan eru umsagnir farþega

Ferðin var bara mjög fín. Magnús Sædal, var ólatur að segja frá og ótrúlega fróður. Rútan og bílstjórinn fyrsta flokks og maturinn í Keflavík líka. Sem sagt: ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

„Ferðinni um Reykjanes s.l. fimmtudag var bæði fróðleg og skemmtileg, Magnús fararstjóri ótrúlega fróður um sögu og mannlíf Suðurnesjamanna. Takk fyrir mig“

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is