Lífeyrismál, starfslok og TR
Vegna mikillar eftirspurnar ætlar FEB að endurtaka leikinn frá því í lok nóv. og bjóða félagsmönnum upp á aðra kynningu með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál. Kynningin verður haldin snemma árs 2025 eða þriðjudaginn 7. janúar nk. kl. 18:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma á móts við þá félagsmenn sem enn eru á vinnumarkaðinum og eiga hægara um vik að mæta seinni part dags frekar en á miðjum virkum degi.
Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi vera á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur, mikilvægt er að þekkja helstu kerfi og fylgjast með þeim breytingum sem gerðar eru. Lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers og eins og þar sem um mikil verðmæti er að ræða borgar sig að vanda vel til verka.
Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Hann mun ræða helstu kima lífeyriskerfisins með skýrum og einföldum hætti. Meðal þess sem rætt verður um er taka lífeyris frá lífeyrissjóðum, séreignarsparnaður, skipting lífeyris og almannatryggingar.
Námskeiðið hentar jafnt þeim sem undirbúa sín starfslok sem og þeim sem þegar hafa hætt
Fyrirlesari: Björn Berg Gunnarsson
Uppbygging kynningarinnar og tími: Eitt skipti í 2 klst. mánudaginn 7. janúar 2025 kl. 18:00 til 20:00
Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)
Staður: Salur FEB í Stangarhyl 4
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum bókunarkerfið klik.is Einnig er hægt að kaupa miða HÉR