Frá TR – Endurreikningur greiðslna ársins 2017

Lífeyrisþegar geta skoðað niðurstöður endurreikningsins á Mínum síðum frá og með 22. maí 2018.
Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að hafa sem nákvæmastar. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum frá Ríkisskattstjóra voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra.Niðurstaða endurreikningsins leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið rétt greitt, vangreitt eða greitt umfram rétt. Endurreikningur er birtur í maí 2018 hjá flestum lífeyrisþegum.
Nokkur mikilvæg atriði um endurreikninginn koma fram hér.  Ítarlegri upplýsingar má svo finna hér í „Spurt og svarað“.
Ávallt er svo hægt að leita til TR eða umboða með fyrirspurnir.
https://www.facebook.com/tryggingastofnun/?ref=br_rs

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *