Fornsagnanámskeið haustið 2021

Nú tökum við upp þráðinn að nýju eftir gott sumarfrí.

Tíu vikna Íslendingasögunámskeið hefst föstudaginn 17. september þar sem kennarinn er, eins og áður, hinn eini sanni Baldur Hafstað.

á haustönn verður tekin fyrir stutt saga sem ber heitið Bandamanna saga, en síðan verður farið yfir valda kafla úr Sturlungu. Bandamanna saga er bráðskemmtileg frásögn af ólíkum feðgum í Miðfirði sem um miðja 11. öld komust í krappan dans. Úr Miðfirðinum lægi síðan leiðin í „Skagafjörð Sturlungaaldarinnar“, með því að rýna í afmarkaða kafla úr Sturlungu sem tengjast helstu viðburðum í Skagafirði á 13. öld. Fyrirhugað er að fylgja þessari yfirferð eftir og fara á söguslóðir í Skagafirði næsta vor, með viðkomu í Miðfirði.

Hægt er að velja á milli þess að sitja námskeiðið á föstudögum milli kl. 10 til 12 eða 12:30 til 14:30 og kostar námskeiðið kr. 20.000.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

Allir hjartanlega velkomnir!