Fimmtudaginn 12. maí mun Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum upp á fræðslufyrirlestur um helstu hætturnar þegar kemur að fjársvikum á netinu
Til FEB mætir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans og fer yfir hvers konar aðferðum og tækni svikarar beita til að ná til fólks og hverju þarf að vera vakandi yfir. Hún hefur mikla reynslu af fræðslu og hafa birst við hana viðtöl og greinar í fjölmiðlum um efni sem tengist vörnum gegn fjársvikum.
Fræðslan fer fram í sal FEB Stangarhyl 4, fimmtudaginn 12. maí, milli kl. 10.00 – 11.30 og er frítt inn fyrir félagsmenn FEB.
Forskráning er nauðsynleg og fer skráning fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111.
Nauðsynlegt er að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi þann 10. maí.