Fjármál
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fær lang stærstan hluta af tekjum sínum í gegnum aðildargjöld félagsmanna. Töluvert minni hluti teknanna er ágóði af útleigu salarins á 2. hæð, tekjur af félagsstarfseminni, af innan- og utanlandsferðum félagsins og tekjur af fjáröflunum. Kostnaðurinn af félagsstarfseminni er þó oft á tíðum jafn hár og tekjurnar, enda er einungis stefnt að því að hafa fyrir launum starfsmanna og kostnaði við rekstur hússins með þeirri gjaldtöku sem þar er stunduð.
Mikill viðsnúningur var á fjármálum félagsins milli rekstraráranna 2020 og 2021, þar sem rekstrarárið 2020 skilaði tapi eftir erfitt COVID ár en rekstur FEB fyrir árið 2021 skilaði góðum hagnaði. Síðust tvö ár hefur félagið haldið áfram að skila hagnaði. Þrátt fyrir mikla hækkun útgjalda s.l. misseri hefur félaginu tekist þetta með miklu aðhald í rekstri þar sem fjölda starfsmanna var haldið í algjöru lágmarki, félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt, félagsgjöld voru hækkuð, rekstur félagsstarfsins hefur komið út í plús, auk þess sem leiga á sal hefur tekið vel við sér eftir COVID. Nú er komið að þolmörkum í starfsmannafjölda og stefnir félagið á að fjölga starfsmönnum vegna fjölgunar félagsmanna, því félagið leggur mikinn metnað í að halda úti góðri þjónustu, góðu félagsstarfi og úrvali af ferðum til að mæta óskum félagsmanna.
Ársreikningur FEB 2023
Ársreikningur FEB 2022
Ársreikningur FEB 2021
Ársreikningur FEB 2020
Ársreikningur FEB 2019
Ársreikningur FEB 2018
Ársreikningur FEB 2017
Ársreikningur FEB 2016
Ársreikningur FEB 2015