Nú hefst fjörið að nýju
Sunnudaginn 18. ágúst, byrjum við aftur eftir sumarfrí með dansleikina okkar, en þeir byrja stundvíslega kl. 20:00.
Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur, en hlökkum að sjálfsögðu líka til að hitta þá dansunnendur sem mætt hafa reglulega.
Dansleikirnir fara fram í sal FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík og auðvitað erum við með lifandi músík. Það eru þeir Birgir Jóhann Birgisson og Sigurður Dagbjartsson sem skipa hljómsveit hússins. Þeir spila báðir í hljómsveitinni Upplyftingu og hafa spilað í mörgum öðrum hljómsveitum. Frægastar eru þessar: Sálin hans Jóns míns og Mannakorn, ásamt mörgum öðrum.
Takið nú fram dansskóna og mætið næsta sunnudag og sunnudagana þar á eftir – það verður fjör 😊
Athugið hækkað miðaverð – en verðið á dansleikina er nú kr. 2.500