„12/2 ´24
Aðalfundur FEB árið 2024 samþykkir að beina því til stjórnar FEB, að hún beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin láti fara fram vandaða opinbera úttekt á því hvernig baráttan gegn COVID-faraldrinum tókst á Íslandi. Slíkar úttektir hafa verið gerðar á hinum Norðurlöndunum, enda mikilvægt að læra af reynslunni, vegna þess að vitað er að aðrir heimsfaraldrar munu koma síðar. Þetta er mikið hagsmunamál eldri borgara vegna þess að þeir, sem létust úr COVID á Íslandi voru nær eingöngu eldri borgarar!
Gunnar H. Gunnarsson“