Okkar vinsælu enskunámskeið hefjast aftur mánudaginn 13. september. Við bjóðum upp á námskeið fyrir lengra komna og byrjendur ef þátttaka verður næg.
Um er að ræða enskukennslu með áherslu á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og að fólk nái að bjarga sér á spjalli við enskumælandi fólk, fremur en það sé að læra flókna málfræði. Námsgögn innifalin í verði.
Leiðbeinandi: Margrét Sölvadóttir
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku á mánud. og miðvikud. í 4 vikur. Sjá nánar í Viðburðardagatalinu hér á heimasíðu FEB
Verð: 12.000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda okkur póst á netfangið feb@feb.is