Nú hefst fjörið að nýju
Sunnudaginn 20. ágúst, byrjum við aftur eftir sumarfrí með FEB-dansleikina okkar og byrja dansleikirnir stundvíslega kl. 20:00.
Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur, en erum líka afar þakklát þeim dansunnendum sem mæta reglulega og bjóðum þá að sjálfsögðu velkomna líka.
Dansleikirnir fara fram í sal FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík og auðvitað erum við með lifandi músík. Það eru nýir og ferskir tónslistarmenn sem hafa tekið við keflinu, þeir Birgir Jóhann Birgisson og Sigurður Dagbjartsson sem skipa nú hljómsveit hússins. Þeir spila báðir í hljómsveitinni Upplyftingu og hafa spilað í mörgum öðrum hljómsveitum. Frægastar eru þessar: Sálin hans Jóns míns og Mannakorn, ásamt mörgum öðrum.
Takið nú fram dansskóna og mætið næsta sunnudag og sunnudagana þar á eftir – það verður fjör 😊