Aðalfundur FEB árið 2020
Áður frestaður aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem vera átti þann 12. mars, verður haldinn þriðjudaginn 16. júní kl. 14:00 í Súlnasal í Radisson BLU Saga Hotel.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Gerð grein fyrir úttekt Deloitte vegna byggingar Árskóga 1-3.
- Lagðir fram ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins.
- Kl.15.00 kosning formanns.
- Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og fjárhagsáætlun.
- Lagabreytingar.
- Kl. 15.50 kosning aðal- og varamanna í stjórn og skoðunarmanna ársreikninga.
- Afgreiðsla tillagna og erinda sem lögð hafa verið fyrir fundinn.
- Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2020.
- Afgreiðsla tillögu stjórnar um árgjald til Landssambands eldri borgara.
- Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að hafa með sér félagsskírteini.
Stjórn FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni